Fleiri fréttir Létu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur ekki vita af lokunum á símasambandi Síminn lét slökkviliðsyfirvöld í Bolungarvík ekki vita af fyrirhuguðum lokunum á símasambandi í bæjarfélaginu í nótt. Slökkviliðsstjórinn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum síðdegis í dag. Allt símasamband í Bolungarvík verður rofið í tvo klukkutíma í nótt vegna viðhaldsvinnu. Bæjarstjórinn er afar ósáttur við framgöngu Símans í málinu. 13.8.2007 19:30 Þyrlurnar að æra íbúana Íbúar í litla Skerjafirði eru ævareiðir vegna þyrluflugs í og við nágrenni þeirra. Þeir segja húsin nötra og skjálfa þegar þyrlurnar eru gangsettar og þeim flogið yfir hverfið. Ítrekaðar kvartanir þeirra til borgaryfirvalda hafa engan árangur borið. 13.8.2007 19:26 Sparisjóðir Skagfirðinga og Siglufjarðar verða sameinaðir Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Skagfirðinga samþykktu á miklum hitafundi nú undir kvöld að sameina sparisjóðinn Sparisjóði Siglufjarðar. Minni stofnfjáreigendur greiddu atkvæði á móti sameiningunni en voru bornir ofurliði. 13.8.2007 19:26 Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. 13.8.2007 19:19 Kringlan fagnar 20 ára afmæli í dag Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. Sérhver Íslendingur hefur eytt nærri þrjú hundruð klukkustundum í Kringlunni frá því hún var opnuð. 13.8.2007 19:18 Verð á skólatöskum mun hærra hér á landi Vinsælustu skólatöskurnar á markaðinum kosta allt að áttatíu prósent meira hér en í Danmörku. Grunnskólar landsins verða settir í næstu viku. 13.8.2007 19:18 Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. 13.8.2007 19:14 Að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur Fyrirtæki eru að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur undanfarið. Mörg þeirra íhuga að færa viðskipti sín alfarið í aðra mynt - lán, samninga og jafnvel laun. 13.8.2007 19:13 2 gíslum sleppt, 18 enn í haldi Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra. 13.8.2007 19:10 Gæti færst að hluta undir borgaralega stjórn Forsætisráðherra segir vel koma til greina að einhver hluti af rekstri íslenska ratsjárstöðvarkerfisins færist undir borgaralega aðila. Íslendingar taka við rekstri þess á miðvikudaginn. 13.8.2007 19:09 Sömu unglingarnir fengu ekki í tvígang far með sama strætó á sama kvöldinu Sami strætisvagnabílstjórinn fór í tvígang framhjá sama unglingahópnum í gærkvöldi í Grafarvogi án þess að stöðva vagninn. Unglingarnir segja mikið um að strætisvagnar aki framhjá án þess að stöðva þegar þeir bíði á stoppistöðvum. 13.8.2007 19:01 Síminn hjálpar til við fjölgun á ástarviku í Bolungarvík Síminn mun líklega hjálpa rækilega til við fjölgun Bolvíkinga á ástarvikunni en fyrirtækið mun loka fyrir allt símasamband í Bolungarvík í nótt. Ástarvikan stendur nú sem hæst í Bolungarvík en þessa dagana leggja Bolvíkingar þá mikið kapp á að fjölga sér. Á ástarvikunni er einlægt góð stemmning í bænum og kapp er lagt á að bæjarbúar láti vel að mökum sínum. 13.8.2007 18:50 Á fjórða hundrað manns rannsakaðir vegna smitandi berkla Rannsaka þurfti 157 einstaklinga á Norðurlandi eftir að vistmaður á elliheimili þar greindist með smitandi berkla í maí. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. Þá standa enn yfir rannsóknir á starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun eftir að starfsmaður þar greindist með smitandi berkla. Sóttvarnarlæknir segir um hefðbundnar aðgerðir að ræða sem miði að því að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 13.8.2007 18:35 Allt símasamband í Bolungarvík rofið - grafalvarlegt mál segir bæjarstjóri Bæjastjórinn í Bolungarvík gagnrýnir Símann harðlega fyrir að láta bæjaryfirvöld vita of seint af fyrirhuguðum viðgerðum á símstöðinni í Bolungarvík. Allt símasamband í Bolungarvík fellur niður milli klukkan tvö og fjögur í nótt vegna viðgerða þar á meðal samband við Neyðarlínuna. Bæjarstjórinn segir um grafalvarlegt mál að ræða. 13.8.2007 18:00 Skákborðsmorðinginn fyrir rétt Rússneskur fjöldamorðingi hefur verið ákærður fyrir að myrða 49 manneskjur í Moskvu. Alexander Pichushkin, ætlaði sér að merkja alla 64 reitina á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og er hann því kallaður „skákborðs morðinginn“ af rússneskum fjölmiðlum. Þegar hann var handtekinn játaði hann fyrir lögreglu að hafa myrt 61 mann í Bittsa garðinum í Moskvu. 13.8.2007 16:44 Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. 13.8.2007 16:44 Á slysadeild eftir bifhjólaslys Bifhjólamaður var fluttur á slysadeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Reykjanesbraut, nærri Vífilstaðarvegi, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Maðurinn hefur nú verið fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Vakthafandi læknir þar treysti sér ekki til að meta ástand hans að svo stöddu. 13.8.2007 16:28 Atvinnuleysi undir 1 prósenti Atvinnuleysi mældist 0,9% í júli og hefur ekki verið minna síðan í október 2000 að því er fram kemur hjá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1,4% og hefur það verið með lægsta móti frá miðju ári 2005 13.8.2007 15:58 Fuglaflensa dregur konu til dauða á Balí 29 ára indónesísk kona lést úr fuglaflensu á eyjunni Balí í gær. Þetta staðfesti heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Þetta er fyrsta mannslát vegna fuglaflensuveirunnar á eyjunni. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráðuneytinu lést konan með háan hita á sjúkrahúsi. 13.8.2007 15:26 Kínverskur leikfangaframleiðandi hengir sig Forstjóri leikfangaverksmiðju í Kína hefur framið sjálfsmorð í kjölfar hneykslismáls en innkalla þurfti milljónir Fisher Price leikfanga sem framleidd voru í verksmiðjunni. Forstjórinn fannst látinn í verksmiðjunni á laugardag að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. 13.8.2007 15:25 Fimm ára gamall maraþonhlaupari pyntaður Biranchi Das þjálfari hins fimm ára gamla indverska maraþonhlaupara Budhia Singh hefur verið ákærður fyrir að misþyrma drengnum. Das var handtekinn eftir að móðir drengsins tilkynnti að hún hefði fundið ör á syni hennar. Þjálfarinn neitar þessum ásökunum. 13.8.2007 14:31 Verður ekki kærður fyrir þýðingu á Harry Potter Franskur táningspiltur, sem var handtekinn fyrir að þýða nýjustu Harry Potter bókina yfir á frönsku og birta á netinu, án tilskilinna leyfa, verður ekki kærður fyrir athæfið. Útgefandi bókarinnar í Frakklandi ákvað í samráði við höfundinn, JK Rowling, að falla frá kæra. 13.8.2007 14:04 Farið fram á að Marta Lovísa afsali sér titlinum Farið er fram á það í norska blaðinu Bergens Tidende í dag að norska prinsessan Marta Lovísa afsali sér titlinum. Í blaðinu er því haldið fram að hún nýti sér titilinn og frægðina til að græða peninga, en hún hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla. 13.8.2007 14:04 Breiðavíkurdrengirnir boðaðir í stjórnarráðið Nefnd sú sem ríkisstjórnin setti á laggirnar til að rannsaka Breiðavíkurmálið er nú að taka viðtöl við þá sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á árunum 1950 til 1980. Eru viðkomandi boðaðir í viðtal í húsakynni forsætisráðuneytisins við Hverfisgötu. Viðtölin hófust í síðustu viku og munu standa næstu þrjár vikurnar. 13.8.2007 13:41 Sænsk ungmenni leika sér að dauðanum Sænsk ungmenni virðast sum hver leggja stund á það að taka hvort annað hálstaki þar til líður yfir þau. "Leikinn" taka þau upp á símana sína og setja inn á netið. Tugi slíkra myndbanda er að finna á You Tube síðunni. 13.8.2007 13:14 Framsóknar-Jón til HR Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, hefur verið ráðinn til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík. Jón vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en samkvæmt heimildum Vísis mun hann sinna verkefnum fyrir Svövu Grönfeld rektor á haustönn en mun svo kenna við skólann eftir áramót. 13.8.2007 12:47 Nærri hundrað milljónir í Kringluna á 20 árum Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. 13.8.2007 12:38 Herþotur og sérsveitarmenn streyma til landsins Menn og farartæki sem notuð verða á varnaræfingunni Norður-Víkingnum, sem hefst formlega á morgun, hafa streymt til landsins undanfarna daga og koma síðustu þátttakendurnir í dag. 13.8.2007 12:24 Tékkalög verða endurskoðuð á næstunni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að tékkalög verði endurskoðuð á næstunni með það að markmiði að skerpa þannig á þeim að það liggi fyrir með skýrum hætti að bankarnir hafa ekki heimild til þess að beita viðskiptamenn sína viðurlögum á þeim grundvelli heldur sé yfirdráttarkostnaður hluti af viðskiptasamkomulagi bankanna og viðskiptavina þeirra. 13.8.2007 12:14 Mæla Kárahnjúkasvæðið seinna í mánuðinum Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 12:12 Ríki og borg vinni einnig að því að bæta ástandið Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða fulltrúa Reykjavíkurborgar og skemmtistaða í miðborginni á sinn fund til þess að reyna að finna leiðir til þess að uppræta það sem hann kallar ómenningu sem þrífst í miðbænum um helgar. Veitingahúsaeigandi í miðbænum segist reiðubúinn til viðræðna en segir að endurskoða þurfi lög sem snúa að veitingarekstri í miðbænum. 13.8.2007 12:11 Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða. 13.8.2007 11:59 Bílvelta á Hólsfjallavegi Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim. 13.8.2007 11:46 Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur. 13.8.2007 11:43 Ótti við heilahimnubólgusmit í flugi til Danmerkur Grunur vaknaði um að fjórtán ára dönsk stúlka sem var á leið frá Bangkok á Kastrupflugvöll í Danmörku í morgun væri með heilahimnubólgu. Farþegar um borð í SAS-vélinni fengu ekki að yfirgefa hana við komuna til Kastrup fyrr en læknar voru búnir að rannsaka stúlkuna. 13.8.2007 10:35 Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan. 13.8.2007 10:09 Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. 13.8.2007 10:05 Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. 13.8.2007 10:00 Rove á förum úr Hvíta húsinu Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar. 13.8.2007 09:24 Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. 13.8.2007 09:00 Prestur og kirkjugestir skotnir í messu Prestur og tveir kirkjugestir voru skotnir til bana þegar byssumaður hóf skothríð í kirkju í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. Fjöldi annarra kirkjugesta særðist í árásinni. Að sögn lögreglu sendi maðurinn öll börn út úr kirkjunni, en hélt á milli 25 og fimmtíu manns í gíslingu þegar lögreglu bar að. Eftir tíu mínútna samningaviðræður við manninn læddust lögreglumenn inn um kjallara hússins, og gafst maðurinn þá upp. Byssumaðurinn hafði deginum áður lent í útistöðum við fjölskyldu í kirkjunni og er það talið eiga þátt í árásinni. 13.8.2007 08:56 Kristur í bílskúr Olíublettur á bílskúrsgólfi sem þykir líkjast Jesús Kristi seldist á netinu fyrir 1.525.69 dollara. Húsmóðirin Deb Serio, sem er menntaskólakennari sagði að þeim hefði aldrei dottið í hug að lista/kraftaverkið myndi seljast hvað þá fyrir þessa upphæð. 12.8.2007 20:32 Fjölmennt tónlistarnámskeið barna Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins. 12.8.2007 20:30 Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er. 12.8.2007 20:15 Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum. 12.8.2007 19:46 Sjá næstu 50 fréttir
Létu slökkviliðsstjóra Bolungarvíkur ekki vita af lokunum á símasambandi Síminn lét slökkviliðsyfirvöld í Bolungarvík ekki vita af fyrirhuguðum lokunum á símasambandi í bæjarfélaginu í nótt. Slökkviliðsstjórinn frétti fyrst af málinu í fjölmiðlum síðdegis í dag. Allt símasamband í Bolungarvík verður rofið í tvo klukkutíma í nótt vegna viðhaldsvinnu. Bæjarstjórinn er afar ósáttur við framgöngu Símans í málinu. 13.8.2007 19:30
Þyrlurnar að æra íbúana Íbúar í litla Skerjafirði eru ævareiðir vegna þyrluflugs í og við nágrenni þeirra. Þeir segja húsin nötra og skjálfa þegar þyrlurnar eru gangsettar og þeim flogið yfir hverfið. Ítrekaðar kvartanir þeirra til borgaryfirvalda hafa engan árangur borið. 13.8.2007 19:26
Sparisjóðir Skagfirðinga og Siglufjarðar verða sameinaðir Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Skagfirðinga samþykktu á miklum hitafundi nú undir kvöld að sameina sparisjóðinn Sparisjóði Siglufjarðar. Minni stofnfjáreigendur greiddu atkvæði á móti sameiningunni en voru bornir ofurliði. 13.8.2007 19:26
Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. 13.8.2007 19:19
Kringlan fagnar 20 ára afmæli í dag Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. Sérhver Íslendingur hefur eytt nærri þrjú hundruð klukkustundum í Kringlunni frá því hún var opnuð. 13.8.2007 19:18
Verð á skólatöskum mun hærra hér á landi Vinsælustu skólatöskurnar á markaðinum kosta allt að áttatíu prósent meira hér en í Danmörku. Grunnskólar landsins verða settir í næstu viku. 13.8.2007 19:18
Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. 13.8.2007 19:14
Að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur Fyrirtæki eru að gefast upp á krónunni eftir miklar gengissveiflur undanfarið. Mörg þeirra íhuga að færa viðskipti sín alfarið í aðra mynt - lán, samninga og jafnvel laun. 13.8.2007 19:13
2 gíslum sleppt, 18 enn í haldi Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra. 13.8.2007 19:10
Gæti færst að hluta undir borgaralega stjórn Forsætisráðherra segir vel koma til greina að einhver hluti af rekstri íslenska ratsjárstöðvarkerfisins færist undir borgaralega aðila. Íslendingar taka við rekstri þess á miðvikudaginn. 13.8.2007 19:09
Sömu unglingarnir fengu ekki í tvígang far með sama strætó á sama kvöldinu Sami strætisvagnabílstjórinn fór í tvígang framhjá sama unglingahópnum í gærkvöldi í Grafarvogi án þess að stöðva vagninn. Unglingarnir segja mikið um að strætisvagnar aki framhjá án þess að stöðva þegar þeir bíði á stoppistöðvum. 13.8.2007 19:01
Síminn hjálpar til við fjölgun á ástarviku í Bolungarvík Síminn mun líklega hjálpa rækilega til við fjölgun Bolvíkinga á ástarvikunni en fyrirtækið mun loka fyrir allt símasamband í Bolungarvík í nótt. Ástarvikan stendur nú sem hæst í Bolungarvík en þessa dagana leggja Bolvíkingar þá mikið kapp á að fjölga sér. Á ástarvikunni er einlægt góð stemmning í bænum og kapp er lagt á að bæjarbúar láti vel að mökum sínum. 13.8.2007 18:50
Á fjórða hundrað manns rannsakaðir vegna smitandi berkla Rannsaka þurfti 157 einstaklinga á Norðurlandi eftir að vistmaður á elliheimili þar greindist með smitandi berkla í maí. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. Þá standa enn yfir rannsóknir á starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun eftir að starfsmaður þar greindist með smitandi berkla. Sóttvarnarlæknir segir um hefðbundnar aðgerðir að ræða sem miði að því að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. 13.8.2007 18:35
Allt símasamband í Bolungarvík rofið - grafalvarlegt mál segir bæjarstjóri Bæjastjórinn í Bolungarvík gagnrýnir Símann harðlega fyrir að láta bæjaryfirvöld vita of seint af fyrirhuguðum viðgerðum á símstöðinni í Bolungarvík. Allt símasamband í Bolungarvík fellur niður milli klukkan tvö og fjögur í nótt vegna viðgerða þar á meðal samband við Neyðarlínuna. Bæjarstjórinn segir um grafalvarlegt mál að ræða. 13.8.2007 18:00
Skákborðsmorðinginn fyrir rétt Rússneskur fjöldamorðingi hefur verið ákærður fyrir að myrða 49 manneskjur í Moskvu. Alexander Pichushkin, ætlaði sér að merkja alla 64 reitina á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og er hann því kallaður „skákborðs morðinginn“ af rússneskum fjölmiðlum. Þegar hann var handtekinn játaði hann fyrir lögreglu að hafa myrt 61 mann í Bittsa garðinum í Moskvu. 13.8.2007 16:44
Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. 13.8.2007 16:44
Á slysadeild eftir bifhjólaslys Bifhjólamaður var fluttur á slysadeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Reykjanesbraut, nærri Vífilstaðarvegi, rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Maðurinn hefur nú verið fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Vakthafandi læknir þar treysti sér ekki til að meta ástand hans að svo stöddu. 13.8.2007 16:28
Atvinnuleysi undir 1 prósenti Atvinnuleysi mældist 0,9% í júli og hefur ekki verið minna síðan í október 2000 að því er fram kemur hjá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1,4% og hefur það verið með lægsta móti frá miðju ári 2005 13.8.2007 15:58
Fuglaflensa dregur konu til dauða á Balí 29 ára indónesísk kona lést úr fuglaflensu á eyjunni Balí í gær. Þetta staðfesti heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Þetta er fyrsta mannslát vegna fuglaflensuveirunnar á eyjunni. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráðuneytinu lést konan með háan hita á sjúkrahúsi. 13.8.2007 15:26
Kínverskur leikfangaframleiðandi hengir sig Forstjóri leikfangaverksmiðju í Kína hefur framið sjálfsmorð í kjölfar hneykslismáls en innkalla þurfti milljónir Fisher Price leikfanga sem framleidd voru í verksmiðjunni. Forstjórinn fannst látinn í verksmiðjunni á laugardag að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá. 13.8.2007 15:25
Fimm ára gamall maraþonhlaupari pyntaður Biranchi Das þjálfari hins fimm ára gamla indverska maraþonhlaupara Budhia Singh hefur verið ákærður fyrir að misþyrma drengnum. Das var handtekinn eftir að móðir drengsins tilkynnti að hún hefði fundið ör á syni hennar. Þjálfarinn neitar þessum ásökunum. 13.8.2007 14:31
Verður ekki kærður fyrir þýðingu á Harry Potter Franskur táningspiltur, sem var handtekinn fyrir að þýða nýjustu Harry Potter bókina yfir á frönsku og birta á netinu, án tilskilinna leyfa, verður ekki kærður fyrir athæfið. Útgefandi bókarinnar í Frakklandi ákvað í samráði við höfundinn, JK Rowling, að falla frá kæra. 13.8.2007 14:04
Farið fram á að Marta Lovísa afsali sér titlinum Farið er fram á það í norska blaðinu Bergens Tidende í dag að norska prinsessan Marta Lovísa afsali sér titlinum. Í blaðinu er því haldið fram að hún nýti sér titilinn og frægðina til að græða peninga, en hún hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla. 13.8.2007 14:04
Breiðavíkurdrengirnir boðaðir í stjórnarráðið Nefnd sú sem ríkisstjórnin setti á laggirnar til að rannsaka Breiðavíkurmálið er nú að taka viðtöl við þá sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á árunum 1950 til 1980. Eru viðkomandi boðaðir í viðtal í húsakynni forsætisráðuneytisins við Hverfisgötu. Viðtölin hófust í síðustu viku og munu standa næstu þrjár vikurnar. 13.8.2007 13:41
Sænsk ungmenni leika sér að dauðanum Sænsk ungmenni virðast sum hver leggja stund á það að taka hvort annað hálstaki þar til líður yfir þau. "Leikinn" taka þau upp á símana sína og setja inn á netið. Tugi slíkra myndbanda er að finna á You Tube síðunni. 13.8.2007 13:14
Framsóknar-Jón til HR Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, hefur verið ráðinn til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík. Jón vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en samkvæmt heimildum Vísis mun hann sinna verkefnum fyrir Svövu Grönfeld rektor á haustönn en mun svo kenna við skólann eftir áramót. 13.8.2007 12:47
Nærri hundrað milljónir í Kringluna á 20 árum Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð. 13.8.2007 12:38
Herþotur og sérsveitarmenn streyma til landsins Menn og farartæki sem notuð verða á varnaræfingunni Norður-Víkingnum, sem hefst formlega á morgun, hafa streymt til landsins undanfarna daga og koma síðustu þátttakendurnir í dag. 13.8.2007 12:24
Tékkalög verða endurskoðuð á næstunni Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að tékkalög verði endurskoðuð á næstunni með það að markmiði að skerpa þannig á þeim að það liggi fyrir með skýrum hætti að bankarnir hafa ekki heimild til þess að beita viðskiptamenn sína viðurlögum á þeim grundvelli heldur sé yfirdráttarkostnaður hluti af viðskiptasamkomulagi bankanna og viðskiptavina þeirra. 13.8.2007 12:14
Mæla Kárahnjúkasvæðið seinna í mánuðinum Skjálftarnir við Upptyppinga tengjast ekki Öskju samkvæmt mælingum sem jarðvísindamenn gerðu á svæðinu. Vísindamennirnir eru nú að störfum við Mývatn en munu síðar í mánuðinum fara að Kárahnjúkavirkjun til mælinga. 13.8.2007 12:12
Ríki og borg vinni einnig að því að bæta ástandið Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hyggst boða fulltrúa Reykjavíkurborgar og skemmtistaða í miðborginni á sinn fund til þess að reyna að finna leiðir til þess að uppræta það sem hann kallar ómenningu sem þrífst í miðbænum um helgar. Veitingahúsaeigandi í miðbænum segist reiðubúinn til viðræðna en segir að endurskoða þurfi lög sem snúa að veitingarekstri í miðbænum. 13.8.2007 12:11
Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða. 13.8.2007 11:59
Bílvelta á Hólsfjallavegi Bíll velti á Hólsfjallavegi á fimmta tímanum í gær. Ökumaður og farþegar sluppu ómeiddir. Lögreglan segir að árlega eyðileggist fjölmargir bílar á þessum vegi þegar ferðamenn velta þeim. 13.8.2007 11:46
Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur. 13.8.2007 11:43
Ótti við heilahimnubólgusmit í flugi til Danmerkur Grunur vaknaði um að fjórtán ára dönsk stúlka sem var á leið frá Bangkok á Kastrupflugvöll í Danmörku í morgun væri með heilahimnubólgu. Farþegar um borð í SAS-vélinni fengu ekki að yfirgefa hana við komuna til Kastrup fyrr en læknar voru búnir að rannsaka stúlkuna. 13.8.2007 10:35
Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan. 13.8.2007 10:09
Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. 13.8.2007 10:05
Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. 13.8.2007 10:00
Rove á förum úr Hvíta húsinu Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar. 13.8.2007 09:24
Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. 13.8.2007 09:00
Prestur og kirkjugestir skotnir í messu Prestur og tveir kirkjugestir voru skotnir til bana þegar byssumaður hóf skothríð í kirkju í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. Fjöldi annarra kirkjugesta særðist í árásinni. Að sögn lögreglu sendi maðurinn öll börn út úr kirkjunni, en hélt á milli 25 og fimmtíu manns í gíslingu þegar lögreglu bar að. Eftir tíu mínútna samningaviðræður við manninn læddust lögreglumenn inn um kjallara hússins, og gafst maðurinn þá upp. Byssumaðurinn hafði deginum áður lent í útistöðum við fjölskyldu í kirkjunni og er það talið eiga þátt í árásinni. 13.8.2007 08:56
Kristur í bílskúr Olíublettur á bílskúrsgólfi sem þykir líkjast Jesús Kristi seldist á netinu fyrir 1.525.69 dollara. Húsmóðirin Deb Serio, sem er menntaskólakennari sagði að þeim hefði aldrei dottið í hug að lista/kraftaverkið myndi seljast hvað þá fyrir þessa upphæð. 12.8.2007 20:32
Fjölmennt tónlistarnámskeið barna Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins. 12.8.2007 20:30
Verðlaunuðu fyrir árangur í Ástarvikunni Foreldrar barna sem komu undir á Ástarviku í Bolungarvík í fyrra voru verðlaunaðir á Ástarvikunni í dag. Yfirlýstur tilgangur vikunnar er að fjölga íbúum bæjarins. Faðmlaganámskeið er á meðal þess sem í boði er. 12.8.2007 20:15
Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum. 12.8.2007 19:46