Innlent

Framsóknar-Jón til HR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson sagði af sér sem formaður Framsóknarflokksins í vor. Hann hefur nú ráðið sig til Háskólans í Reykjavík.
Jón Sigurðsson sagði af sér sem formaður Framsóknarflokksins í vor. Hann hefur nú ráðið sig til Háskólans í Reykjavík. Mynd/ Stöð 2

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, hefur verið ráðinn til starfa hjá Háskólanum í Reykjavík. Jón vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en samkvæmt heimildum Vísis mun hann sinna verkefnum fyrir Svövu Grönfeld rektor á haustönn en mun svo kenna við skólann eftir áramót.

Jón varð iðnaðar- og viðskiptaráðherra árið 2006 en var áður Seðlabankastjóri. Hann hefur lokið doktorsprófi í menntunarfræðum og MBA prófi í rekstrarhagfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×