Fleiri fréttir Jökla verður laxveiðiá Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti. 12.8.2007 18:58 Víkingainnrásin sögð á enda Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið. 12.8.2007 18:45 Laun hækka og miðaverð líka Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. 12.8.2007 18:33 Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn undir sjávarmál Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, sjálf Hovedbanegården, verður komin undir sjávarmál innan 100 ára samkvæmt útreikningum dönsku landmælinganna. Í dag er brautarstöðin 30 sentimetrum yfir sjávarmáli. En með hlýnandi loftslagi og hækkun á yfirborði sjávar verður hún allt að 29 sentimetrum undir sjávarmáli eftir eitthundrað ár eða svo. 12.8.2007 17:31 Færeyingar fjölmenna á menningarnótt Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan til okkar og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns. 12.8.2007 17:09 Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. 12.8.2007 16:49 Skjótið til að drepa -líka konur og börn Austur-þýskir landamæraverðir höfðu skipun um að skjóta til þess að drepa ef þeir sáu fólk reyna að flýja yfir Berlínarmúrinn. Þetta hefur nú verið sannað svart á hvítu í skjali frá árinu 1973 sem fannst í skjalasafni í bænum Magdeburg í síðustu viku. Skipunin um að drepa kom frá leyniþjónustunni Stasi. 12.8.2007 15:36 Mótmælabúðir reistar við Heathrow flugvöll Búist er við miklum truflunum á Heathrow flugvelli í Lundúnum frá og með þriðjudegi, vegna umhverfisverndarsinna sem eru að reisa mótmælabúðir við flugvöllinn. Mótmælendurnir eru frá margvíslegum samtökum sem hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og vilja mótmæla nýrri flugbraut sem á að leggja á flugvellinum. Mótmælin eiga að standa í eina viku. 12.8.2007 14:36 Kåtar konur í Kaupmannahöfn Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn fær engan frið eftir að danska blaðið BT skýrði frá því að þar væri verið að prófa pillur sem ykju kynhvöt kvenna. Þetta er tilraunaverkefni sem fjöldi kvenna tekur þátt í. Eftir að BT birti frétt sína hringdu konur í bunkum í sjúkrahúsið og vildu fá að taka þátt í verkefninu. 12.8.2007 13:55 Leyfðu okkur að deyja herra forseti Indversk hjón hafa skrifað forseta landsins og beðið hann um að leyfa þeim og dóttur þeirra að deyja með læknishjálp vegna ofsókna sem þau mega þola vegna þess að hjónin eru bæði alnæmissjúk. Í bréfi sínu til forsetans segja hjónin að þau séu barin daglega og nágrannarnir ráðist jafnvel inn á heimili þeirra. Lögreglan skipti sér ekkert af þessu. 12.8.2007 13:32 Snemmbúnum kosningum spáð í Bretlandi Sterkar líkur eru taldar á því boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Browns, mælist nú með 10% meira fylgi en Íhaldsflokkurinn. 12.8.2007 12:28 Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. 12.8.2007 12:16 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12.8.2007 12:13 Erill hjá lögreglu á Dalvík Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi. 12.8.2007 12:12 Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur verið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 12:10 Norður-Kórea þrjóskast enn Snurða er hlaupin á þráðinn í undirbúningi fyrir leiðtogafund Norður og Suður-Kóreumanna sem er fyrirhugaður í lok mánaðarins. Fulltrúar Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þeir ætluðu ekki að mæta á fyrsta formlega undirbúningsfundinn sem halda átti á morgun. 12.8.2007 11:38 Passið ykkur á Hólsfjallavegi Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. 12.8.2007 11:27 Frakklandsforseti fékk hamborgara og pylsur Vel fór á með George Bush Bandaríkjaforseta og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gær. Þjóðarleiðtogarnir tveir hittust á óformlegum fundi heimili Bush-fjölskyldunnar í Main í Bandaríkjunum. Bush fóðraði frakklandsforseta á hamborgurum og grillpylsum og þeir fóru í siglingu sér til skemmtunar. 12.8.2007 11:10 Fangageymslur fullar 12.8.2007 10:18 Á flótta á nærunum einum 12.8.2007 10:16 Hópslagsmál á veitingastað 12.8.2007 10:14 Perri á reiðhjóli 12.8.2007 10:13 Bjargað af þaki bíls í miðri á Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli bjargaði í gærkvöldi karlmanni sem var fastur á þaki bíls í miðri Gilsá í Markárfljóti. Svo virðist sem maðurinn hafi villst af leið og farið yfir ána á röngum stað. Bíll hans hafði borist niður ána nokkurn spöl þegar honum var bjargað. 12.8.2007 09:45 Stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar Sextán ára stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar sem ók aftan á mótorhjól sem hún var farþegi á um sjöleytið í dag. Þetta gerðist á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Mótorhjólið hafði numið staðar á gatnamótunum. 11.8.2007 20:32 Rosa fjör á Króksmóti Óhætt er að segja að Sauðárkrókur sé iðandi af lífi þessa dagana, en í morgun hófst hið árlega Króksmót fyrir 5., 6., og 7. flokk drengja og stúlkna í fótbolta. Mótið setti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Tindstóls, á vel heppnaðri setningarathöfn í morgun, en þetta er 20. Króksmótið sem félagið heldur. 11.8.2007 20:06 Norska prinsessan tjáir sig um englana Marta Lovísa Noregsprinsessa hefur loks tjáð sig um englana sína. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar hún lýsti því yfir að hún gæti bæði talað við engla og dýr. Nokkru síðar tilkynnti hún að hún væri farin í tveggja vikna veikindafrí. Það var rakið til álags á henni eftir hina gríðarlegu fjölmiðlaumfjöllun um englana. 11.8.2007 20:00 Lækkunin á síðustu vikum nemur milljörðum króna Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum náðu að rétta sig aðeins af fyrir lokun í gærkvöldi eftir snarpa lækkun fyrr um daginn. Hlutabréf lækkuðu um allan heim í gær og hafa íslensk hlutabréf lækkað um fjögur hundruð milljarða króna á síðustu vikum. 11.8.2007 19:34 Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. 11.8.2007 19:22 Áhrif veikingar krónunnar á síðustu vikum Gengislækkun krónunnar undanfarið hefur haft þau áhrif að tuttugu milljóna króna lán sem var tekið um miðjan júlí hefur hækkað um tvær milljónir króna. Á sama tíma hefur þeim Íslendingum fjölgað sem hafa kosið að taka lán í erlendri mynt og veðja þannig á stöðugt gengi krónunnar. 11.8.2007 19:20 Segjast hafa sleppt 2 gíslum Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast hafa látið tvo Suður-Kóreumenn lausa úr gíslingu en halda enn átján eftir. Gíslarnir munu vera konur sem mannræningjarnir segja veikar. 11.8.2007 19:16 Fjölmenni á Fiskideginum mikla Talið er að hátt í fjörtíu þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Veðrið lék við gesti sem gæddu sér meðal annars á silung, saltfiskbollum og hrefnukjöti. 11.8.2007 19:15 Fagna afmæli konungs Enginn núlifandi konungur hefur ríkt eins lengi og Rama níundi, konungur Tælands, og innan tveggja ára verður hann sá þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd í heimssögunni. Í dag var áttræðis afmælis Rama níunda minnst um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. 11.8.2007 19:14 Kapphlaup um Norðurpólinn Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. 11.8.2007 19:12 Gleði í gleðigöngu Hinsegin daga Næstum þriðjungur Íslendinga sleikti sólina á útihátíðum á landinu í dag. Lögregla telur að ríflega fimmtíu þúsund manns hafi gengið niður Laugaveginn í Reykjavík í Gleðigöngu til stuðnings réttindabaráttu samkynhneygðra. Það þýðir að aldrei hafi fleiri Íslendingar verið saman komnir á einum stað en í miðbænum í dag. 11.8.2007 19:06 Til sölu; föt af gömlum einræðisherra Elsti sonur Ágústusar Pinochet fyrrverandi einræðisherra í Chile hefur sett safn af jakkafötum sem faðir hans átti í sölu hjá klæðskera miðborg Santiago. Pinochet sem stjórnaði landinu með harðri hendi í 17 ár, lést í fyrra. Ágústus Pinochet Hiriart segir að faðir hans hafi notað þessu föt bæði í starfi sínu og einkalífi. 11.8.2007 17:53 Madeleine litla kann að vera látin Portúgalska lögreglan segir að hugsanlegt sé að litla breska telpan Madeleine McCann sé látin. Fram að þessu hefur verið litið á hvarf hennar sem mannrán. Eitthundrað dagar eru nú liðnir frá því Madeleine hvarf. Þetta er í fyrsta skipti sem portúgalska lögreglan ljáir máls á því að hún hafi verið myrt. Lögregluforingi sem stýrir rannsókninni segir að foreldrarnir liggi ekki undir grun. 11.8.2007 16:52 Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. 11.8.2007 16:14 Kostun Sýnar 2 tryggð í þrjú ár Í dag voru staðfestir samningar um kostun Sýnar 2 til næstu þriggja ára. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og vátryggingafélagið Vörður. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við þetta tækifæri að kostendur tryggðu að Enski boltinn bærist um land allt á hagstæðum kjörum. 11.8.2007 15:34 Byrjað að grafa eftir námumönnunum Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum eru nú búnir að bora víða holu ofan í námuna þar sem talið er að sex námumenn séu fastir eftir að hrun varð í námunni síðastliðinn mánudag. Ætlunin er að láta videomyndavél og hljóðnema síga niður í holuna og reyna að sjá hvort þeir eru á lífi. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan óhappið varð. 11.8.2007 15:27 Innflytjendur ráða úrslitum í norskum kosningum Innflytjendur geta ráðið úrslitum í borgarstjórnarkosningum í Osló sem fram fara síðar á þessu ári. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum gera nú hosur sínar grænar fyrir þeim og bjóða meðal annars í kebab grillveislur. "Það erum við sem ákveðum hvort verður hægri eða vinstri stjórn í Osló næstu fjögur árin," segir formaður ráðs innflytjenda. 11.8.2007 14:17 Tugir þúsunda í Gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride lagði af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi. Hún fór niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar hófust útitónleikar fyrir stundu sem standa yfir í um 90 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku tugir þúsunda þátt í göngunni. Bein útsending var frá göngunni á visir.is. 11.8.2007 13:49 Börn hlaupa fyrir börn Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 18. ágúst nk. verður í annað sinn efnt til Latabæjarhlaups sem er sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri. Í ár munu þátttökugjöldin í hlaupinu renna óskipt til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í fyrra hlupu um 4.200 börn og standa vonir til að a.m.k. jafnmargir hlaupi í ár. Þátttökugjaldið í ár er það sama og í fyrra eða 800 kr. 11.8.2007 13:42 Rjúktu á reykjara Frændur okkar Danir eru uppfinningasamir í besta lagi. Þeir hafa áhyggjur af því að með nýjum reykingalögum sem taka gildi 15. ágúst einangrist reykingamenn. Það hefur því verið opnuð sérstök stefnumótasíða fyrir reykingafólk á netinu. Þar geta menn skráð upplýsingar um sig og sent mynd, og þannig komist í samband við annað fólk sem reykir. 11.8.2007 13:12 Big Ben þegir í mánuð Einn þekktasti klukkuturn heims, sjálfur Big Ben í Lundúnum, þagnaði klukkan átta í morgun. Bjöllurnar hringja ekki í heilan mánuð vegna viðhalds. Klukkan sjálf mun þó aðeins stöðvast í nokkrar klukkustundir í dag. 11.8.2007 12:41 Ekki gin- og klaufaveiki á fjórða býlinu Gin- og klaufaveiki greindist ekki að fjórða nautgripabúinu í Surrey á Suður-Englandi líkt og óttast var í gær. Búið stendur fyrir utan varnarsvæði sem markað var í kringum bú þar sem veikin greindist fyrst fyrir rúmri viku. Síðan þá hefur hún greinst á tveimur býlum til viðbótar innan varnarsvæðisins. 11.8.2007 12:35 Sjá næstu 50 fréttir
Jökla verður laxveiðiá Búið er að breyta Jöklu í laxveiðiá. Áin, sem áður var mórauð og úfin, er nú tær bróðurpart ársins. Um fimmtíu þúsund laxaseiðum var sleppt þarna í vor í tilraunaskyni og útlit er fyrir að á komandi árum verði hægt að stunda stangveiði í þessu gamla jökulfljóti. 12.8.2007 18:58
Víkingainnrásin sögð á enda Breskt blað gerir því skóna í dag að svokallaðri Víkingainnrás á breskan fjármálamarkað sé lokið. Þrjár helstu leiðir íslenskra fyrirtækja til að fjármagna kaup á breskum félögum séu nú lokaðar eða illfærar vegna niðursveiflu á alþjóðamörkuðum síðustu daga. Forstjóri Baugs segir sókn félagsins á markaði í Bretlandi hvergi nærri lokið. 12.8.2007 18:45
Laun hækka og miðaverð líka Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum. 12.8.2007 18:33
Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn undir sjávarmál Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, sjálf Hovedbanegården, verður komin undir sjávarmál innan 100 ára samkvæmt útreikningum dönsku landmælinganna. Í dag er brautarstöðin 30 sentimetrum yfir sjávarmáli. En með hlýnandi loftslagi og hækkun á yfirborði sjávar verður hún allt að 29 sentimetrum undir sjávarmáli eftir eitthundrað ár eða svo. 12.8.2007 17:31
Færeyingar fjölmenna á menningarnótt Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan til okkar og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns. 12.8.2007 17:09
Skemmdirnar á Endeavour minniháttar Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag. 12.8.2007 16:49
Skjótið til að drepa -líka konur og börn Austur-þýskir landamæraverðir höfðu skipun um að skjóta til þess að drepa ef þeir sáu fólk reyna að flýja yfir Berlínarmúrinn. Þetta hefur nú verið sannað svart á hvítu í skjali frá árinu 1973 sem fannst í skjalasafni í bænum Magdeburg í síðustu viku. Skipunin um að drepa kom frá leyniþjónustunni Stasi. 12.8.2007 15:36
Mótmælabúðir reistar við Heathrow flugvöll Búist er við miklum truflunum á Heathrow flugvelli í Lundúnum frá og með þriðjudegi, vegna umhverfisverndarsinna sem eru að reisa mótmælabúðir við flugvöllinn. Mótmælendurnir eru frá margvíslegum samtökum sem hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og vilja mótmæla nýrri flugbraut sem á að leggja á flugvellinum. Mótmælin eiga að standa í eina viku. 12.8.2007 14:36
Kåtar konur í Kaupmannahöfn Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn fær engan frið eftir að danska blaðið BT skýrði frá því að þar væri verið að prófa pillur sem ykju kynhvöt kvenna. Þetta er tilraunaverkefni sem fjöldi kvenna tekur þátt í. Eftir að BT birti frétt sína hringdu konur í bunkum í sjúkrahúsið og vildu fá að taka þátt í verkefninu. 12.8.2007 13:55
Leyfðu okkur að deyja herra forseti Indversk hjón hafa skrifað forseta landsins og beðið hann um að leyfa þeim og dóttur þeirra að deyja með læknishjálp vegna ofsókna sem þau mega þola vegna þess að hjónin eru bæði alnæmissjúk. Í bréfi sínu til forsetans segja hjónin að þau séu barin daglega og nágrannarnir ráðist jafnvel inn á heimili þeirra. Lögreglan skipti sér ekkert af þessu. 12.8.2007 13:32
Snemmbúnum kosningum spáð í Bretlandi Sterkar líkur eru taldar á því boðað verði til snemmbúinna þingkosninga í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Browns, mælist nú með 10% meira fylgi en Íhaldsflokkurinn. 12.8.2007 12:28
Nýtt eldflaugavarnarkerfi í Rússlandi Rússar ætla að byggja nýtt eldflaugavarnarkerfi sem svar við því bandaríska sem koma á fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Rússlandsforseti segir kerfið tilbúið eftir átta ár. 12.8.2007 12:16
Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12.8.2007 12:13
Erill hjá lögreglu á Dalvík Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi. 12.8.2007 12:12
Neyðarhjól koma að góðum notum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur nú til umráða mótorhjól til að veita fyrstu aðstoð þegar umferð er mikil og erfiðlega getur verið að koma sjúkrabíl á staðinn. Hjólið hefur reynst vel og fór til að mynda í þrjú útköll niður í miðbæ Reykjavíkur í gærdag. 12.8.2007 12:10
Norður-Kórea þrjóskast enn Snurða er hlaupin á þráðinn í undirbúningi fyrir leiðtogafund Norður og Suður-Kóreumanna sem er fyrirhugaður í lok mánaðarins. Fulltrúar Norður-Kóreu tilkynntu í morgun að þeir ætluðu ekki að mæta á fyrsta formlega undirbúningsfundinn sem halda átti á morgun. 12.8.2007 11:38
Passið ykkur á Hólsfjallavegi Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Umferð um Vesturlandsveg við vegamót Þingvallavegar hefur verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. 12.8.2007 11:27
Frakklandsforseti fékk hamborgara og pylsur Vel fór á með George Bush Bandaríkjaforseta og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gær. Þjóðarleiðtogarnir tveir hittust á óformlegum fundi heimili Bush-fjölskyldunnar í Main í Bandaríkjunum. Bush fóðraði frakklandsforseta á hamborgurum og grillpylsum og þeir fóru í siglingu sér til skemmtunar. 12.8.2007 11:10
Bjargað af þaki bíls í miðri á Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli bjargaði í gærkvöldi karlmanni sem var fastur á þaki bíls í miðri Gilsá í Markárfljóti. Svo virðist sem maðurinn hafi villst af leið og farið yfir ána á röngum stað. Bíll hans hafði borist niður ána nokkurn spöl þegar honum var bjargað. 12.8.2007 09:45
Stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar Sextán ára stúlka kastaðist upp á framrúðu bifreiðar sem ók aftan á mótorhjól sem hún var farþegi á um sjöleytið í dag. Þetta gerðist á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Mótorhjólið hafði numið staðar á gatnamótunum. 11.8.2007 20:32
Rosa fjör á Króksmóti Óhætt er að segja að Sauðárkrókur sé iðandi af lífi þessa dagana, en í morgun hófst hið árlega Króksmót fyrir 5., 6., og 7. flokk drengja og stúlkna í fótbolta. Mótið setti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Tindstóls, á vel heppnaðri setningarathöfn í morgun, en þetta er 20. Króksmótið sem félagið heldur. 11.8.2007 20:06
Norska prinsessan tjáir sig um englana Marta Lovísa Noregsprinsessa hefur loks tjáð sig um englana sína. Það vakti mikla athygli um allan heim þegar hún lýsti því yfir að hún gæti bæði talað við engla og dýr. Nokkru síðar tilkynnti hún að hún væri farin í tveggja vikna veikindafrí. Það var rakið til álags á henni eftir hina gríðarlegu fjölmiðlaumfjöllun um englana. 11.8.2007 20:00
Lækkunin á síðustu vikum nemur milljörðum króna Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum náðu að rétta sig aðeins af fyrir lokun í gærkvöldi eftir snarpa lækkun fyrr um daginn. Hlutabréf lækkuðu um allan heim í gær og hafa íslensk hlutabréf lækkað um fjögur hundruð milljarða króna á síðustu vikum. 11.8.2007 19:34
Helmingur leikmanna á Englandi útlendingar Nær helmingur leikmanna sem spila í bresku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru útlendingar og nú þrýsta ráðherrar í Bretlandi á að heimamenn fái fleiri tækifæri í deildinni. 11.8.2007 19:22
Áhrif veikingar krónunnar á síðustu vikum Gengislækkun krónunnar undanfarið hefur haft þau áhrif að tuttugu milljóna króna lán sem var tekið um miðjan júlí hefur hækkað um tvær milljónir króna. Á sama tíma hefur þeim Íslendingum fjölgað sem hafa kosið að taka lán í erlendri mynt og veðja þannig á stöðugt gengi krónunnar. 11.8.2007 19:20
Segjast hafa sleppt 2 gíslum Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan segjast hafa látið tvo Suður-Kóreumenn lausa úr gíslingu en halda enn átján eftir. Gíslarnir munu vera konur sem mannræningjarnir segja veikar. 11.8.2007 19:16
Fjölmenni á Fiskideginum mikla Talið er að hátt í fjörtíu þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Veðrið lék við gesti sem gæddu sér meðal annars á silung, saltfiskbollum og hrefnukjöti. 11.8.2007 19:15
Fagna afmæli konungs Enginn núlifandi konungur hefur ríkt eins lengi og Rama níundi, konungur Tælands, og innan tveggja ára verður hann sá þjóðhöfðingi sem lengst hefur verið við völd í heimssögunni. Í dag var áttræðis afmælis Rama níunda minnst um allan heim, meðal annars hér á Íslandi. 11.8.2007 19:14
Kapphlaup um Norðurpólinn Kapphlaup er hafið um Norðurpólinn. Danir, Kanadamenn og Rússar hafa allir gripið til aðgerða til að styrkja tilkall sitt til heimskautasvæðisins, þar sem eru mikilvægar siglingaleiðir og gnótt af olíu og gasi. 11.8.2007 19:12
Gleði í gleðigöngu Hinsegin daga Næstum þriðjungur Íslendinga sleikti sólina á útihátíðum á landinu í dag. Lögregla telur að ríflega fimmtíu þúsund manns hafi gengið niður Laugaveginn í Reykjavík í Gleðigöngu til stuðnings réttindabaráttu samkynhneygðra. Það þýðir að aldrei hafi fleiri Íslendingar verið saman komnir á einum stað en í miðbænum í dag. 11.8.2007 19:06
Til sölu; föt af gömlum einræðisherra Elsti sonur Ágústusar Pinochet fyrrverandi einræðisherra í Chile hefur sett safn af jakkafötum sem faðir hans átti í sölu hjá klæðskera miðborg Santiago. Pinochet sem stjórnaði landinu með harðri hendi í 17 ár, lést í fyrra. Ágústus Pinochet Hiriart segir að faðir hans hafi notað þessu föt bæði í starfi sínu og einkalífi. 11.8.2007 17:53
Madeleine litla kann að vera látin Portúgalska lögreglan segir að hugsanlegt sé að litla breska telpan Madeleine McCann sé látin. Fram að þessu hefur verið litið á hvarf hennar sem mannrán. Eitthundrað dagar eru nú liðnir frá því Madeleine hvarf. Þetta er í fyrsta skipti sem portúgalska lögreglan ljáir máls á því að hún hafi verið myrt. Lögregluforingi sem stýrir rannsókninni segir að foreldrarnir liggi ekki undir grun. 11.8.2007 16:52
Vilja hluta af Kolaportinu undir bílastæði Minnihlutinn í borgarstjórn reynir nú að koma í veg fyrir að tollstjóri fái 5000 fermetra bílastæði með viðbyggingu ofan jarðar við tollhúsið. Til þess að koma stæðinu fyrir þyrfti að ganga á húsnæði Kolaportsins. Aðstandendur þess hafa miklar áhyggjur af málinu. 11.8.2007 16:14
Kostun Sýnar 2 tryggð í þrjú ár Í dag voru staðfestir samningar um kostun Sýnar 2 til næstu þriggja ára. Kostunaraðilar eru Vodafone, 10-11, Iceland Express og vátryggingafélagið Vörður. Ari Edwald, forstjóri 365, sagði við þetta tækifæri að kostendur tryggðu að Enski boltinn bærist um land allt á hagstæðum kjörum. 11.8.2007 15:34
Byrjað að grafa eftir námumönnunum Björgunarmenn í Utah fylki í Bandaríkjunum eru nú búnir að bora víða holu ofan í námuna þar sem talið er að sex námumenn séu fastir eftir að hrun varð í námunni síðastliðinn mánudag. Ætlunin er að láta videomyndavél og hljóðnema síga niður í holuna og reyna að sjá hvort þeir eru á lífi. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan óhappið varð. 11.8.2007 15:27
Innflytjendur ráða úrslitum í norskum kosningum Innflytjendur geta ráðið úrslitum í borgarstjórnarkosningum í Osló sem fram fara síðar á þessu ári. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum gera nú hosur sínar grænar fyrir þeim og bjóða meðal annars í kebab grillveislur. "Það erum við sem ákveðum hvort verður hægri eða vinstri stjórn í Osló næstu fjögur árin," segir formaður ráðs innflytjenda. 11.8.2007 14:17
Tugir þúsunda í Gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride lagði af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi. Hún fór niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar hófust útitónleikar fyrir stundu sem standa yfir í um 90 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tóku tugir þúsunda þátt í göngunni. Bein útsending var frá göngunni á visir.is. 11.8.2007 13:49
Börn hlaupa fyrir börn Í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Glitnis 18. ágúst nk. verður í annað sinn efnt til Latabæjarhlaups sem er sérstaklega ætlað börnum 9 ára og yngri. Í ár munu þátttökugjöldin í hlaupinu renna óskipt til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í fyrra hlupu um 4.200 börn og standa vonir til að a.m.k. jafnmargir hlaupi í ár. Þátttökugjaldið í ár er það sama og í fyrra eða 800 kr. 11.8.2007 13:42
Rjúktu á reykjara Frændur okkar Danir eru uppfinningasamir í besta lagi. Þeir hafa áhyggjur af því að með nýjum reykingalögum sem taka gildi 15. ágúst einangrist reykingamenn. Það hefur því verið opnuð sérstök stefnumótasíða fyrir reykingafólk á netinu. Þar geta menn skráð upplýsingar um sig og sent mynd, og þannig komist í samband við annað fólk sem reykir. 11.8.2007 13:12
Big Ben þegir í mánuð Einn þekktasti klukkuturn heims, sjálfur Big Ben í Lundúnum, þagnaði klukkan átta í morgun. Bjöllurnar hringja ekki í heilan mánuð vegna viðhalds. Klukkan sjálf mun þó aðeins stöðvast í nokkrar klukkustundir í dag. 11.8.2007 12:41
Ekki gin- og klaufaveiki á fjórða býlinu Gin- og klaufaveiki greindist ekki að fjórða nautgripabúinu í Surrey á Suður-Englandi líkt og óttast var í gær. Búið stendur fyrir utan varnarsvæði sem markað var í kringum bú þar sem veikin greindist fyrst fyrir rúmri viku. Síðan þá hefur hún greinst á tveimur býlum til viðbótar innan varnarsvæðisins. 11.8.2007 12:35