Innlent

Breiðavíkurdrengirnir boðaðir í stjórnarráðið

Frá Breiðavík, Myndin er á heimasíðu Breiðavíkursamtakana.
Frá Breiðavík, Myndin er á heimasíðu Breiðavíkursamtakana.

Nefnd sú sem ríkisstjórnin setti á laggirnar til að rannsaka Breiðavíkurmálið er nú að taka viðtöl við þá sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á árunum 1952 til 1975. Eru viðkomandi boðaðir í viðtal í húsakynni forsætisráðuneytisins við Hverfisgötu. Viðtölin hófust í síðustu viku og munu standa næstu þrjár vikurnar.

Þuríður Björk Sigurjónsdóttir hdl, ritari nefndarinnar, segir að allir sem nefndin hafði náð til af vistmönnum í Breiðuvík hafi verið boðaðir í viðtal. "Við fengum mjög góðar viðtökur við erindi okkar og hafa rúmlega 60 staðfest komu sína á fund nefndarinnar," segir Þuríður.

Þuríður segir að í viðtölum þessum sé farið yfir reynslusögu hvers og eins af vistmönnum í Breiðuvík. "Við reiknum með að ræða við 12 manns á hverjum degi og þessari vinnu ætti að ljúka nú eftir þrjár vikur," segir Þuríður. "það sem af er hefur þessi vinna okkar gengið mjög greiðlega."

Viðtölin sem hér um ræðir og upplýsingar sem þau veita munu síðan verða uppistaðan í skýrslu nefndarinnar til ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×