Innlent

Nærri hundrað milljónir í Kringluna á 20 árum

Kringlan fagnar 20 ára í afmæli í dag. Á þessum tuttugu árum hafa hartnær hundrað milljónir gesta komið í þessa vinsælu verslunarmiðstöð.

Á þessum degi fyrir tveimur áratugum klippti Pálmi Jónsson kenndur við Hagkaup á borða og bauð Íslendingum að versla í fyrstu íslensku verslunarmiðstöðinni sem gerð var að erlendri fyrirmynd.

Pálmi Jónsson var aðalhvatamaðurinn að byggingu Kringlunnar.

Fjöldi heimsókna í þessa vinsælu verslunarmiðstöð er rösklega 98 milljónir á þessum 20 árum og lætur það nærri að hver einasti núlifandi Íslendingur hafi komið í Kringluna 327 sinnum frá því hún var opnuð.

Í afmælisvikunni verður viðskiptavinum boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Hápunkturinn verður á næsta laugardag en þá mun Ingibjör Pálmadóttir, dóttir frukvöðulsins, afhjúpa brjótstmynd af föður sínu. Brjóstmyndin er gjöf Ingibjargar á þessum tímamótum.

Allir þeir Íslendingar sem eru nákvæmlega jafnaldrar kringlunnar fá gjafir frá Kringlunni og verslunum í henni.

Kringlan hefur vaxið eins og aðrir Íslendingar og er nú 52 þúsund fermetrar ef allt er talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×