Innlent

Um 100 þúsund kr. á mann úr Samvinnutryggingum

Finnur Ingólfsson, einn stjórnarmanna, mætir á aðalfund Samvinnutrygginga í júní þegar ákveðið var að leggja niður félagið.
Finnur Ingólfsson, einn stjórnarmanna, mætir á aðalfund Samvinnutrygginga í júní þegar ákveðið var að leggja niður félagið. MYND/365

Venjuleg fjölskylda sem tryggði hjá Samvinnutryggingum gt árin 1987 og 1988 má búast við að fá að meðaltali um 100.000 kr. eftir að skiptum á félaginu lýkur í ár. Kristinn Hallgrímsson hrl. formaður skiptanefndarinnar segir að þeir hafi tekið stikkprufur á hvaða upphæðir hver fái og þetta sé niðurstaðan.

"Fyrirtæki sem voru í viðskiptum við Samvinnutryggingar á þessum tíma munu fá hærri upphæðir en þetta enda viðskipti þeirra umfangsmeiri en einstaklinga," segir Kristinn Hallgrímsson. Eins og fram hefur komið í fréttum munu greiðslur úr tryggingarfélaginu verða í formi hlutabréfa í dótturfélagi þess Gift. Yfir 40.000 manns eiga rétt á greiðslum.

Kröfulýsingafrestur rennur út þann 3. september og eftir það mun skiptanefndin fara yfir kröfurnar og skipta svo félaginu. Kristinn segir að ef allt gangi að óskum við þá vinnu muni þeir sem eiga rétt á greiðslum fá þær í hendur í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×