Fleiri fréttir Óttast um geimferjuna Endeavour 11.8.2007 11:26 Banna samfarir á timburfleka Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta. 11.8.2007 11:02 Grímseyjarferjan er mesta skrifli 11.8.2007 09:50 Fiskidagurinn mikli á Dalvík Í dag er Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur á Dalvík en talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið komnir á tjaldvæði bæjarins í gær. Í gærkvöldi buðu heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu. 11.8.2007 09:49 Hoppandi reiður innbrotsþjófur og ölvaður golfari Tólf gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ýmist fyrir að keyra fullir eða fyrir að vera ofurölvi. Þrír ungir piltar gerðu tilraun til að brjótast inn í efnalaug í vesturbænum í nótt. Árvökull nágranni kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. Þeir náðust skömmu seinna en þá hafði hljaupið í kekki á milli þeirra og brotist út slagsmál. 11.8.2007 09:39 Bein útsending frá gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride leggur af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi, niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhól. Byrjað verður að setja gönguna saman klukkan 12 á hádegi. Gangan er liður í Hinsegin dögum, baráttudögum homma og lesbía. Vegna göngunnar og þeirrar dagskrá sem verður í miðbænum í dag verður Lækjargötu lokað frá Skólabrú að Geirsgötu fram eftir degi. 11.8.2007 09:30 Klámstjarnan varð honum að falli Jaison Biagini, framhaldsskólakennari í Monessen, sagði upp vinnunni eftir að hafa farið á stefnumót með klámmyndastjörnunni Akiru. Stefnumótið var hluti af ferð til St. Pétursborgar sem Biagini vann í samkeppni á vegum útvarpsstöðvarinnar Sirius. Skólastjórnin féllst á afsagnarbeiðni Biaginis síðastliðinn þriðjudag. 10.8.2007 22:58 Fjölmenni á leið til Dalvíkur Mikil umferð streymir nú í átt að Dalvík en Fiskidagar hófust þar í dag. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur allt gengið vel. Enginn hefur verið tekinn fyrir ölvunar- eða lyfjaakstur og ökumenn hafa virt hraðatakmörk. 10.8.2007 22:22 Slökkvilið kallað að Hafnarbraut Slökkvilið var kallað að Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu vegna reyks sem lagði frá húsi í götunni. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak hússins til að kanna aðstæður en enginn eldur virðist hafa verið í húsinu. Talið er að reykinn hafi lagt frá reykofni sem er í húsinu. 10.8.2007 21:18 Þrír létust í námuslysi Þrír létust í námuslysi í suðurhluta Indiana, að því er BBC greinir frá. Þetta er annað námuslysið í Bandaríkjunum í þessari viku. Ekki er vitað hversu margir voru í námunni þegar slysið varð. Slysið varð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Sex manns er saknað eftir námuslysið sem varð í Utah á mánudag. 10.8.2007 20:32 Vantar 140 starfsmenn Tæplega 96 prósent stöðugilda hafa verið mönnuð í grunnskólum Reykjavíkur. Enn vantar þó um 140 starfsmenn, og í sumum skólum er ástandið verra en áður vegna þess hversu margir eru í launalausum leyfum eða námsleyfum. 10.8.2007 20:00 Jón eða sr. Jón? Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld hefur sektum vegna þeirra sem leggja ólöglega í stæði fyrir fatlaða fjölgað verulega. Nánast á sama tíma og fréttin var í loftinu gerðist starfsmaður Stöðvar 2 sig sekan um sama virðingarleysi eins og sést á mynd sem tekin var fyrir framan Loftkastalann. Árvökulum lesanda Vísis er þökkuð ábendingin og biðst Stöð 2 afsökunar á hegðun starfsmannsins. 10.8.2007 19:23 Ráðherra vill hefja olíuleit við Ísland Iðnaðarráðherra vill gefa út sérleyfi til olíuleitar við Ísland innan árs. Hann segir öll gögn um málið vera jákvæð, og að áhugasamir aðilar hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna olíuleitar við norðausturhorn landsins. 10.8.2007 19:04 Klippir snigla í tvennt Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar. 10.8.2007 19:00 Forsetabíllinn kannski ekki svo umhverfisvænn Nýi forsetabíllinn er kannski ekki eins umhverfisvænn eins og verið hefur látið. Í ítarlegri úttekt á bílnum í The New York Times er hann sagður allt annað en það. Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sem nýlega kynntu svokölluð græn bílastæði keyra ekki um á vistvænum bílum. 10.8.2007 18:59 Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls. 10.8.2007 18:55 Sjöhundruð sektir vegna bílastæða fatlaðra Sífellt fleiri brjóta umferðarlögin með því að leggja í bílastæði sem eru sérmerkt fötluðum. Sjöhundruð sektir hafa verið gefnar út það sem af er árinu. Fötluð kona segir svo mikinn ágang í sérmerktu stæðin, að hún neyðist til að borga hundrað þúsund krónur fyrir stæði í bílastæðahúsi í hverfi í miðborginni 10.8.2007 18:51 Forsætisráðherra segir að ratsjárstöðvakerfið virki Forsætisráðherra segir ekki rétt að hluti íslenska ratsjárstöðvarkerfisins gagnist ekki, þar sem kerfið í heild sinni sé forsenda heræfinga og lofteftirlits erlendra ríkja hér við land. Hann segir að á næstu vikum og mánuðum verði unnið að nánari útfærslu á rekstri ratsjárstöðvanna, en Íslendingar taka við rekstri þeirra eftir 5 daga. 10.8.2007 18:47 Deiliskipulagi fyrir HB Granda nýlega breytt Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes. Stjórnarformaður Faxaflóahafna segir ákvörðunina koma sér á óvart þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu þrýst á að fá stærra svæði undir starsemi sína á Norðurgarðinum og deiliskipulaginu var breytt miðað við það síðastliðið vor. 10.8.2007 18:46 Umdeild mannvirki eins og virkjanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu geti falist í þeim stöðum sem verða til við umdeildar framkvæmdir einsog við byggingu virkjana á borð við þá við Kárahnjúka. 10.8.2007 18:45 Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði Þorpið við Kárahnjúka er til sölu en það getur hýst hátt á annað þúsund manns. Þeir sem geta flutt það í heilu lagi í burtu fá það nánast ókeypis. Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði. 10.8.2007 18:45 Verksviði SÞ í Írak breytt Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003. 10.8.2007 18:45 Óttast að alheimskreppa skelli á Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. 10.8.2007 18:30 Geimhótel opnar árið 2012 Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012. Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. 10.8.2007 18:09 Hreinsunarstarfi að ljúka á Hálsabraut Hreinsunarstarfi er að ljúka á Hálsabraut í Reykjavík. Olíuleki kom upp á sjötta tímanum í kvöld. Umferðaróhapp varð þegar bíll rann í olíunni og hafnaði á ljósastaur. Þá urðu talsverðar umferðartafir á staðnum. Lögregla og starfsmenn borgarinnar unnu að því að hreinsa lekann upp. 10.8.2007 17:52 Geir til Skotlands með Rótarý Geir Haarde, forsætisráðherra, fer fremstur í flokki íslenskra rótarý félaga í heimsókn þeirra til Skotlands í næstu viku. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er greint frá því að von sé á 50 íslenskum rótarý meðlimum úr Rótarý klúbbnum Miðborgu. Þarlendir rótarý félagar munu taka á móti hópnum og hafa skoðunaferðir verið skipulagðar til markverðustu staða svæðisins. 10.8.2007 16:34 Reykvísk börn fá Frístundakort Um næstu mánaðarmót fá tæplega 20 þúsund börn á aldrinum 6 til 18 ára með lögheimili í Reykjavík rétt til þáttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfssemi þegar Frístundakortin svokölluðu verða innleidd. 10.8.2007 15:50 Dagur hissa á að Björn Ingi komi af fjöllum Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn furðar sig á því að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna komi af fjöllum hvað varðar flutning HB Granda upp á Akranes. "Hafi engin samtöl átt sér stað milli meirihluta borgarstjórnar og lykilfyrirtækja í sjávarútvegi um viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda er það með ólíkindum," segir Dagur í pósti til vísir.is 10.8.2007 15:19 Óbreytt líðan eftir slys í Kópavogslaug Líðan drengsins sem fannst meðvitundarlaus í Sundlaug Kópavogs þann 26. apríl síðastliðinn er óbreytt. Pétur Lúðvígsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins segir drenginn, sem er fimmtán ára gamall, ekki enn vera kominn til meðvitundar. Lögregla lauk rannsókn sinni á málinu í júní og enn er allt á huldu um tildrög slyssins. 10.8.2007 14:48 Kortleggja allt yfirborð tunglsins Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010. 10.8.2007 14:42 Faðmlagakennsla á ástarviku Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar. 10.8.2007 14:22 Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar. 10.8.2007 14:00 Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar. 10.8.2007 13:42 Big Ben þegir þunnu hljóði Einn frægasti klukkuturn heims, Big Ben í London mun þagna í heilan mánuð frá og með morgundeginum. Sökum viðhalds munu bjöllurnar ekki hringja á ný fyrr en í september. Sjálf klukkan mun stöðvast í nokkrar klukkustundir á morgun en viðhaldsvinnan er liður í því að koma turninum í sem best horf áður en hann fagnar 150 ára afmæli sínu árið 2009. 10.8.2007 13:38 Og fjarskipti mega krefjast greiðslu vegna hlerunar Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskiptum, sem nú heitir Vodafone, hafi verið heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun. 10.8.2007 12:56 Bæjarstjóri býður fram sáttahönd Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa ákveðið að takmarka aðgang ungmenna á aldrinum 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina af illri nauðsyn. Hún hvetur til sátta í málinu og aðstandandi undirskriftasöfnunar gegn meirihluta bæjarstjórnar segist reiðubúinn að ræða við bæjarstjóra. 10.8.2007 12:45 Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi. 10.8.2007 12:44 Fleiri þúsund fermetrar inn á fasteignamarkaðinn Reikna má með fleiri þúsund fermetrar flæði inn á markaðinn þegar vinnubúðir Impreglio verða settar í sölu á næstunni. Mestu flutningar fólks á landinu standa nú yfir frá því í Vestmannaeyjagosinu 1973. 10.8.2007 12:34 Vélin spann hálfhring skömmu fyrir lendingu Flugkennari og nemi hans þykja hafa sloppið furðuvel þegar þeir þurftu að nauðlenda flugvél sinni í Kapelluhrauni suður af Straumsvík laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd flugslysa voru þeir við hægflugsæfingu á svokölluðu Suðursvæði. 10.8.2007 12:30 Skjálftar mælast við Herðubreiðartögl Engin skjálftahrina hefur komið við Upptyppinga síðan í fyrradag en einhverjir skjálftar hafa þó mælst á svæðinu. Flestir skjálftanna sem nú mælast norðan Vatnajökuls eru við Herðubreiðartögl aðeins suður af Herðubreiðarlindum. 10.8.2007 12:23 Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt 2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta. 10.8.2007 12:22 Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. 10.8.2007 12:12 Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá HB Granda Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í tengslum við þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem nýtt fiskiðjuver verður reist. 10.8.2007 12:12 Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum. 10.8.2007 12:11 Stakk sér út í grunnu laugina Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. 10.8.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Banna samfarir á timburfleka Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta. 11.8.2007 11:02
Fiskidagurinn mikli á Dalvík Í dag er Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur á Dalvík en talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið komnir á tjaldvæði bæjarins í gær. Í gærkvöldi buðu heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu. 11.8.2007 09:49
Hoppandi reiður innbrotsþjófur og ölvaður golfari Tólf gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ýmist fyrir að keyra fullir eða fyrir að vera ofurölvi. Þrír ungir piltar gerðu tilraun til að brjótast inn í efnalaug í vesturbænum í nótt. Árvökull nágranni kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. Þeir náðust skömmu seinna en þá hafði hljaupið í kekki á milli þeirra og brotist út slagsmál. 11.8.2007 09:39
Bein útsending frá gleðigöngu Gleðigangan Gay Pride leggur af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi, niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhól. Byrjað verður að setja gönguna saman klukkan 12 á hádegi. Gangan er liður í Hinsegin dögum, baráttudögum homma og lesbía. Vegna göngunnar og þeirrar dagskrá sem verður í miðbænum í dag verður Lækjargötu lokað frá Skólabrú að Geirsgötu fram eftir degi. 11.8.2007 09:30
Klámstjarnan varð honum að falli Jaison Biagini, framhaldsskólakennari í Monessen, sagði upp vinnunni eftir að hafa farið á stefnumót með klámmyndastjörnunni Akiru. Stefnumótið var hluti af ferð til St. Pétursborgar sem Biagini vann í samkeppni á vegum útvarpsstöðvarinnar Sirius. Skólastjórnin féllst á afsagnarbeiðni Biaginis síðastliðinn þriðjudag. 10.8.2007 22:58
Fjölmenni á leið til Dalvíkur Mikil umferð streymir nú í átt að Dalvík en Fiskidagar hófust þar í dag. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur allt gengið vel. Enginn hefur verið tekinn fyrir ölvunar- eða lyfjaakstur og ökumenn hafa virt hraðatakmörk. 10.8.2007 22:22
Slökkvilið kallað að Hafnarbraut Slökkvilið var kallað að Hafnarbraut í Kópavogi fyrir stundu vegna reyks sem lagði frá húsi í götunni. Slökkviliðsmenn fóru upp á þak hússins til að kanna aðstæður en enginn eldur virðist hafa verið í húsinu. Talið er að reykinn hafi lagt frá reykofni sem er í húsinu. 10.8.2007 21:18
Þrír létust í námuslysi Þrír létust í námuslysi í suðurhluta Indiana, að því er BBC greinir frá. Þetta er annað námuslysið í Bandaríkjunum í þessari viku. Ekki er vitað hversu margir voru í námunni þegar slysið varð. Slysið varð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Sex manns er saknað eftir námuslysið sem varð í Utah á mánudag. 10.8.2007 20:32
Vantar 140 starfsmenn Tæplega 96 prósent stöðugilda hafa verið mönnuð í grunnskólum Reykjavíkur. Enn vantar þó um 140 starfsmenn, og í sumum skólum er ástandið verra en áður vegna þess hversu margir eru í launalausum leyfum eða námsleyfum. 10.8.2007 20:00
Jón eða sr. Jón? Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld hefur sektum vegna þeirra sem leggja ólöglega í stæði fyrir fatlaða fjölgað verulega. Nánast á sama tíma og fréttin var í loftinu gerðist starfsmaður Stöðvar 2 sig sekan um sama virðingarleysi eins og sést á mynd sem tekin var fyrir framan Loftkastalann. Árvökulum lesanda Vísis er þökkuð ábendingin og biðst Stöð 2 afsökunar á hegðun starfsmannsins. 10.8.2007 19:23
Ráðherra vill hefja olíuleit við Ísland Iðnaðarráðherra vill gefa út sérleyfi til olíuleitar við Ísland innan árs. Hann segir öll gögn um málið vera jákvæð, og að áhugasamir aðilar hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna olíuleitar við norðausturhorn landsins. 10.8.2007 19:04
Klippir snigla í tvennt Spánarsniglarnir alræmdu hafa gert Dönum lífið leitt í sumar. Þeir éta allt sem að kjafti kemur og hafa gert garyrkjumenn gráhærða. Skaðvaldur segir ein dönsk kona og klippir skriðdýrin í sundur. Sniglar þessir hafa numið land á Íslandi en þurrkarnir hér hafa verið þeim erfiðir í sumar. 10.8.2007 19:00
Forsetabíllinn kannski ekki svo umhverfisvænn Nýi forsetabíllinn er kannski ekki eins umhverfisvænn eins og verið hefur látið. Í ítarlegri úttekt á bílnum í The New York Times er hann sagður allt annað en það. Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sem nýlega kynntu svokölluð græn bílastæði keyra ekki um á vistvænum bílum. 10.8.2007 18:59
Dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkóhóls Yfirvöld ættu að íhuga að bæta folínsýru í brauð eða korn til að auka neyslu þess meðal Íslendinga segir Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum. Nýleg rannsókn sýnir að neysla fólinsýru minnkar líkur á krabbameini og dregur úr frumuskemmdum við neyslu alkahóls. 10.8.2007 18:55
Sjöhundruð sektir vegna bílastæða fatlaðra Sífellt fleiri brjóta umferðarlögin með því að leggja í bílastæði sem eru sérmerkt fötluðum. Sjöhundruð sektir hafa verið gefnar út það sem af er árinu. Fötluð kona segir svo mikinn ágang í sérmerktu stæðin, að hún neyðist til að borga hundrað þúsund krónur fyrir stæði í bílastæðahúsi í hverfi í miðborginni 10.8.2007 18:51
Forsætisráðherra segir að ratsjárstöðvakerfið virki Forsætisráðherra segir ekki rétt að hluti íslenska ratsjárstöðvarkerfisins gagnist ekki, þar sem kerfið í heild sinni sé forsenda heræfinga og lofteftirlits erlendra ríkja hér við land. Hann segir að á næstu vikum og mánuðum verði unnið að nánari útfærslu á rekstri ratsjárstöðvanna, en Íslendingar taka við rekstri þeirra eftir 5 daga. 10.8.2007 18:47
Deiliskipulagi fyrir HB Granda nýlega breytt Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes. Stjórnarformaður Faxaflóahafna segir ákvörðunina koma sér á óvart þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu þrýst á að fá stærra svæði undir starsemi sína á Norðurgarðinum og deiliskipulaginu var breytt miðað við það síðastliðið vor. 10.8.2007 18:46
Umdeild mannvirki eins og virkjanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu geti falist í þeim stöðum sem verða til við umdeildar framkvæmdir einsog við byggingu virkjana á borð við þá við Kárahnjúka. 10.8.2007 18:45
Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði Þorpið við Kárahnjúka er til sölu en það getur hýst hátt á annað þúsund manns. Þeir sem geta flutt það í heilu lagi í burtu fá það nánast ókeypis. Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði. 10.8.2007 18:45
Verksviði SÞ í Írak breytt Verksvið Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur verið víkkað að tillögu Breta og Bandaríkjamanna. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru andvígir því að þurfa að snúa aftur til Íraks en þaðan voru þeir flestir kallaðir eftir mannskæða sprengjuárás 2003. 10.8.2007 18:45
Óttast að alheimskreppa skelli á Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. 10.8.2007 18:30
Geimhótel opnar árið 2012 Fyrsta hótelið sem fyrirhugað er að opna í geimnum, "Galactic Suite", áætlar að vera búið að opna fyrir viðskipti árið 2012. Arkitektarnir sem að eru að hanna hótelið segja að það verði það dýrasta í heiminum, en þriggja daga dvöl þar mun kosta 4 milljón dollara eða um 265 milljónir íslenskra króna. 10.8.2007 18:09
Hreinsunarstarfi að ljúka á Hálsabraut Hreinsunarstarfi er að ljúka á Hálsabraut í Reykjavík. Olíuleki kom upp á sjötta tímanum í kvöld. Umferðaróhapp varð þegar bíll rann í olíunni og hafnaði á ljósastaur. Þá urðu talsverðar umferðartafir á staðnum. Lögregla og starfsmenn borgarinnar unnu að því að hreinsa lekann upp. 10.8.2007 17:52
Geir til Skotlands með Rótarý Geir Haarde, forsætisráðherra, fer fremstur í flokki íslenskra rótarý félaga í heimsókn þeirra til Skotlands í næstu viku. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er greint frá því að von sé á 50 íslenskum rótarý meðlimum úr Rótarý klúbbnum Miðborgu. Þarlendir rótarý félagar munu taka á móti hópnum og hafa skoðunaferðir verið skipulagðar til markverðustu staða svæðisins. 10.8.2007 16:34
Reykvísk börn fá Frístundakort Um næstu mánaðarmót fá tæplega 20 þúsund börn á aldrinum 6 til 18 ára með lögheimili í Reykjavík rétt til þáttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfssemi þegar Frístundakortin svokölluðu verða innleidd. 10.8.2007 15:50
Dagur hissa á að Björn Ingi komi af fjöllum Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn furðar sig á því að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna komi af fjöllum hvað varðar flutning HB Granda upp á Akranes. "Hafi engin samtöl átt sér stað milli meirihluta borgarstjórnar og lykilfyrirtækja í sjávarútvegi um viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda er það með ólíkindum," segir Dagur í pósti til vísir.is 10.8.2007 15:19
Óbreytt líðan eftir slys í Kópavogslaug Líðan drengsins sem fannst meðvitundarlaus í Sundlaug Kópavogs þann 26. apríl síðastliðinn er óbreytt. Pétur Lúðvígsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins segir drenginn, sem er fimmtán ára gamall, ekki enn vera kominn til meðvitundar. Lögregla lauk rannsókn sinni á málinu í júní og enn er allt á huldu um tildrög slyssins. 10.8.2007 14:48
Kortleggja allt yfirborð tunglsins Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010. 10.8.2007 14:42
Faðmlagakennsla á ástarviku Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar. 10.8.2007 14:22
Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar. 10.8.2007 14:00
Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar. 10.8.2007 13:42
Big Ben þegir þunnu hljóði Einn frægasti klukkuturn heims, Big Ben í London mun þagna í heilan mánuð frá og með morgundeginum. Sökum viðhalds munu bjöllurnar ekki hringja á ný fyrr en í september. Sjálf klukkan mun stöðvast í nokkrar klukkustundir á morgun en viðhaldsvinnan er liður í því að koma turninum í sem best horf áður en hann fagnar 150 ára afmæli sínu árið 2009. 10.8.2007 13:38
Og fjarskipti mega krefjast greiðslu vegna hlerunar Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskiptum, sem nú heitir Vodafone, hafi verið heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun. 10.8.2007 12:56
Bæjarstjóri býður fram sáttahönd Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa ákveðið að takmarka aðgang ungmenna á aldrinum 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina af illri nauðsyn. Hún hvetur til sátta í málinu og aðstandandi undirskriftasöfnunar gegn meirihluta bæjarstjórnar segist reiðubúinn að ræða við bæjarstjóra. 10.8.2007 12:45
Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi. 10.8.2007 12:44
Fleiri þúsund fermetrar inn á fasteignamarkaðinn Reikna má með fleiri þúsund fermetrar flæði inn á markaðinn þegar vinnubúðir Impreglio verða settar í sölu á næstunni. Mestu flutningar fólks á landinu standa nú yfir frá því í Vestmannaeyjagosinu 1973. 10.8.2007 12:34
Vélin spann hálfhring skömmu fyrir lendingu Flugkennari og nemi hans þykja hafa sloppið furðuvel þegar þeir þurftu að nauðlenda flugvél sinni í Kapelluhrauni suður af Straumsvík laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd flugslysa voru þeir við hægflugsæfingu á svokölluðu Suðursvæði. 10.8.2007 12:30
Skjálftar mælast við Herðubreiðartögl Engin skjálftahrina hefur komið við Upptyppinga síðan í fyrradag en einhverjir skjálftar hafa þó mælst á svæðinu. Flestir skjálftanna sem nú mælast norðan Vatnajökuls eru við Herðubreiðartögl aðeins suður af Herðubreiðarlindum. 10.8.2007 12:23
Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt 2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta. 10.8.2007 12:22
Íraksstríðið illa skipulagt Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein. 10.8.2007 12:12
Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá HB Granda Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í tengslum við þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem nýtt fiskiðjuver verður reist. 10.8.2007 12:12
Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum. 10.8.2007 12:11
Stakk sér út í grunnu laugina Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. 10.8.2007 12:00