Innlent

Hoppandi reiður innbrotsþjófur og ölvaður golfari

Tólf gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ýmist fyrir að keyra fullir eða fyrir að vera ofurölvi. Þrír ungir piltar gerðu tilraun til að brjótast inn í efnalaug í vesturbænum í nótt. Árvökull nágranni kallaði til lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru piltarnir á bak og burt. Þeir náðust skömmu seinna en þá hafði hljaupið í kekki á milli þeirra og brotist út slagsmál.

Má segja að einn þeirra hafi verið hoppandi reiður þar sem hann stóð á húddi bifreiðarinn sem piltarnir voru á og hoppaði þar hvað af tók. Lögregla handsamaði piltana og gista þeir nú fangageymslu. Þá var lögregla kölluð að hótel Sögu þar sem einarður golfáhugamaður svaf með golfsettið í fanginu. Að sögn lögreglu gat hann ekki upplýst hver hann væri né hvar hann hefði aðsetur og var hann og golfsettið því flutt í fangageymslu. Ekki fylgdi sögunni hvort maðurinn hefði verið úrvinda eftir að hafa leikið 18 holur nú eða hvort hann hafi verið á leið að leika þá nítjándu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×