Fleiri fréttir HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent. 10.8.2007 10:40 Berjast gegn óhreinum veitingastöðum Kínversk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn óhreinlæti á veitingastöðum til að koma í veg fyrir matareitrun og hvers konar sýkingar. Herferð stjórnvalda er liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking á næsta ári. 10.8.2007 10:11 Björgunarsveitarbíll á bólakaf Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn. 10.8.2007 09:34 Borga tólf milljarða króna í bætur vegna flóða Tryggingafyrirtækið Allianz gerir ráð fyrir því að bætur vegna flóðanna í Englandi í síðasta mánuði muni kosta fyrirtækið um tólf milljarða króna. Þá mun fyrirtækið einnig þurfa að borga bætur vegna flóða í Þýskalandi upp á tæpa fimm milljarða króna. 10.8.2007 09:23 Björgunarstörfum áframhaldið í Utah Enn hefur björgunarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum ekki tekist að bjarga námuverkamönnunum sex sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Ekker vitað hvort mennirnir séu enn á lífi. 10.8.2007 08:40 Barn féll fjóra metra og lifði af Tveggja ára gamall danskur drengur féll fjóra metra út um opinn eldhúsglugga í fjölbýlishúsi í Kaupmannahöfn í gær án þess að skaðast alvarlega. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en er ekki í lífshættu. 10.8.2007 08:36 Íraksstríðið var illa skipulagt, segir Rasmussen Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur viðurkennt að Íraksstríðið hafi verið illa skipulagt og að ástandið í íRAK sé lagt í frá viðunandi. 10.8.2007 08:30 Vel mætt á kertafleytingu Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. 9.8.2007 23:31 Vonast til að ná sambandi við námuverkamenn Björgunarmenn sem vinna nú hörðum höndum að því að bjarga námuverkamönnum sem hafa verið fastir í námugöngum í Utah í Bandaríkjunum síðan á mánudag. Verið er að bora holu niður á þann stað þar sem talið er að mennirnir séu og búist er við því að borinn ljúki verki sínu á næstu klukkutímum. 9.8.2007 22:25 Kertafleytingar í kvöld Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri nú eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945 9.8.2007 21:36 Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 21:14 Heilsa sjómanna Er ímyndin um hinn hrausta íslenska sjómanninn orðin blekking ein? Sonja Sif Jóhannsdóttir vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að kanna heilsu íslenskra sjómanna og flest bendir til að þol þeirra sé til dæmis heldur undir meðallagi. 9.8.2007 20:05 Hátíðarhöld hafa varpað skugga á ímynd Akureyrar Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbannsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi fallið skuggi á þá viðleitni bæjaryfirvalda að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags þegar skipulagðar skemmtanir í bænum hafi farið úr böndunum. Aðgerðir voru því nauðsynlegar. 9.8.2007 19:24 Markviss stefna, hærri laun og sveigjanlegur vinnutími laðar að starfsfólk á leikskóla Það tók nokkrar vikur að ráða 40 manns í nýja leikskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ meðan leikskólar Reykjavíkur eru í vandræðum með að fullmanna sína leikskóla. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir markvissa stefnu lykilatriði, ásamt hærri launum og sveigjanlegri vinnutíma. 9.8.2007 19:18 Leiktæki sem 11 ára stúlka festist í er kolólöglegt Leiktæki sem ellefu ára stúlka festist í, í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, er kolólöglegt. Forvarnarfulltrúi fann fimm atriði sem uppfylla ekki öryggisstaðla við skoðun í dag. 9.8.2007 19:03 Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. 9.8.2007 18:56 Eina "álverið" í Reykjavík rifið innan skamms Landsvirkjun ætlar að hætta rekstri eina "álversins" í Reykjavík um næstu mánaðamót. Ástæðan? Landsvirkjun mun afhenda Reykjavíkurborg gamla vararafstöðvarhúsið við Elliðaár til niðurrifs. Rafstöðin hefur stundum verið kölluð "litla álverið" en kælirásir í gólfinu hafa verið griðastaður fyrir ál - lifandi glerál. 9.8.2007 18:53 Mosfellsbær 20 ára Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana. 9.8.2007 18:49 Nýtt langdrægt farsímakerfi komið á fyrir lok næsta árs Mjög hefur gagnrýnt hversu mörg svæði á landinu eru utan GSM-netsins og hefur þá sérstaklega verið bent á hættuna sem getur stafað af því ef slys verða á fjölförnum þjóðvegum sem eru ekki neinu símasambandi. 9.8.2007 18:44 Stærstur í heimi Stærsti maður í heimi ku vera Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik en hann mælist 2 metrar og 57 sentimetrar á hæð. Sakvæmt heimsmetabók Guiness þá er Stadnik rúmlega 22 sentimetrum hærri en fyrirrennari hans, Baó Tjintjún en hann er ekki nema tveir metrar og 36 sentimetrar á hæð. 9.8.2007 18:44 Rússar hefja kaldastríðsflug á ný Rússar hafa tekið upp kaldastríðs flug sitt á nýjan leik og senda nú sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir. Stefna þeir að því að endurheimta sinn fyrir sess og sýna hervald sitt langt út fyrir eigin landamæri. 9.8.2007 18:42 Reksturinn kostar milljarð út næsta ár Rekstur íslenska ratstjárstöðvakerfisins mun kosta milljarð króna út næsta ár, en ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlögum. Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir það og er ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Aðeins hluti af kerfinu nýtist Íslandi. 9.8.2007 18:32 Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. 9.8.2007 18:30 Indverjar ætla að opna sendiráð á Íslandi Indverjar áforma að opna sendiráð á Íslandi. Frá þessu er greint í dagblaðinu Hindustan Times. Auk sendiráðs í Reykjavík er gert ráð fyrir að Indverjar komi sendiráðum á laggirnar í Guatemala, Níger og í Malí. 9.8.2007 17:55 Von á yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrar Töluverð umræða hefur skapast í kjölfar undirskriftasöfnunar sem Birgir Torfason veitingamaður á Akureyri stendur fyrir vegna þess að ungmennum var bannað að tjalda í bænum um síðustu helgi. Bæjarfulltrúi segir í samtali við Vísi að yfirlýsingar vegna málsins sé að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 9.8.2007 17:38 Nýr strengur fyrir netþjónabú Ljósleiðarastrengurinn sem fyrirtækið Hibernia Atlantic hyggst leggja til Íslands haustið 2008 er stórt skref í átt til þess að á Íslandi geti erlend fyrirtæki reist netþjónabú. 9.8.2007 16:20 Bátur lenti undir fallandi ísjaka Átján ferðamenn slösuðust þegar skipstjóri á útsýnisbáti hætti sér of nærri Hornbreen jökli á Svalbarða í dag. Gríðarlegur jaki klofnaði frá jöklinum og féll í sjóinn. Báturinn steypti stömpum í öldurótinu og fólkið þeyttist til og frá eins og tuskudúkkur. Fregnum ber ekki saman um hvort einhver hluti jakans lenti á bátnum. 9.8.2007 16:05 Lokað fyrir bílaumferð á Gaypride Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við þúsundum gesta í Gleðigöngunni sem fer niður Laugarveginn á laugardag. Lokað verður fyrir almenna umferð á Laugavegi, Bankastræti og í Lækjargötu strax frá laugardag vegna göngunnar. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir. 9.8.2007 16:03 Formaður VG fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir harðlega hvernig bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa haldið á málum hvað varðar breytta stöðu utanríkis- og öryggismála í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers af Íslandi. 9.8.2007 15:43 Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20 Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15 Stór hluti ratsjárkerfisins gagnslaus Íslendingar hafa ekkert gagn af stórum hluta þeirra upplýsinga sem ratsjárkerfið hér á landi skilar. Eins og staðan er í dag nýtist ekkert sá hluti kerfisins sem Bandaríkjamenn notuðu til þess að hafa eftirlit með ferðum ókunnra véla við landið. Því er spursmál hvort Íslendingar hafa eitthvað að gera við að halda þeim hluta kerfisins gangandi. Með ærnum tilkostnaði. 9.8.2007 14:30 Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9.8.2007 14:30 Gjörbylting í fjarskiptum Fyrirtækið Hibernia Atlantic vinnur að því að leggja nýjan ljósleiðarastreng, sem mun tengja Ísland við neðanjarðarstrengjanet í Norður-Atlantshafi, eftir því sem fram kemur á vefnum Teleography.com. 9.8.2007 13:39 Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. 9.8.2007 13:34 Mætti ekki á friðarfund Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki. 9.8.2007 13:13 SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð. 9.8.2007 12:31 Mikill meirihluti kvenna fær of litla fólínsýru Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru eða borða nóg af fólasínríku fæði. Þetta sýnir ný og umfangsmikil rannsókn sænskra vísindamanna. Rannsóknin sýnir að mikill meirihluti kvennanna borðar of lítið af fólasíni. 9.8.2007 12:19 Samfylkingin gagnrýnir aukafund um Kársnes í gær Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir Sjálfstæðismenn í bænum fyrir að hafa boðað til aukafundar í gær vegna nýs deiliskiplags á Kársnesi, þar sem fjölga á íbúðum. Réttara hefði verið að taka málið fyrir á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar í lok ágúst. Bæjarstjóri Kópavogs neitar því að fundinum hafi verið flýtt til að keyra málið í gegn. 9.8.2007 12:16 Skoða myndir úr öryggismyndavélum til að finna skemmdarvarga Málningu var slett á sendiráð Íslands við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nótt og slagorð gegn áliðnaði á Íslandi skrifuð á bygginguna. Lögreglan í Kaupmannahöfn skoðar meðal annars myndir úr öryggismyndavélum í nágrenni sendiráðsins til þess að reyna að komast að því hver var þarna að verki. 9.8.2007 12:14 Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. 9.8.2007 11:28 Gömul sprengja drepur fjóra Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn. 9.8.2007 11:13 Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. 9.8.2007 11:01 Malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl þegar malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi um níuleytið á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurfti að senda tækjabíl á vettvang til að hreinsa upp olíu sem lak úr bílnum. 9.8.2007 10:41 Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum. 9.8.2007 10:39 Sjá næstu 50 fréttir
HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent. 10.8.2007 10:40
Berjast gegn óhreinum veitingastöðum Kínversk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn óhreinlæti á veitingastöðum til að koma í veg fyrir matareitrun og hvers konar sýkingar. Herferð stjórnvalda er liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking á næsta ári. 10.8.2007 10:11
Björgunarsveitarbíll á bólakaf Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn. 10.8.2007 09:34
Borga tólf milljarða króna í bætur vegna flóða Tryggingafyrirtækið Allianz gerir ráð fyrir því að bætur vegna flóðanna í Englandi í síðasta mánuði muni kosta fyrirtækið um tólf milljarða króna. Þá mun fyrirtækið einnig þurfa að borga bætur vegna flóða í Þýskalandi upp á tæpa fimm milljarða króna. 10.8.2007 09:23
Björgunarstörfum áframhaldið í Utah Enn hefur björgunarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum ekki tekist að bjarga námuverkamönnunum sex sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Ekker vitað hvort mennirnir séu enn á lífi. 10.8.2007 08:40
Barn féll fjóra metra og lifði af Tveggja ára gamall danskur drengur féll fjóra metra út um opinn eldhúsglugga í fjölbýlishúsi í Kaupmannahöfn í gær án þess að skaðast alvarlega. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en er ekki í lífshættu. 10.8.2007 08:36
Íraksstríðið var illa skipulagt, segir Rasmussen Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur viðurkennt að Íraksstríðið hafi verið illa skipulagt og að ástandið í íRAK sé lagt í frá viðunandi. 10.8.2007 08:30
Vel mætt á kertafleytingu Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. 9.8.2007 23:31
Vonast til að ná sambandi við námuverkamenn Björgunarmenn sem vinna nú hörðum höndum að því að bjarga námuverkamönnum sem hafa verið fastir í námugöngum í Utah í Bandaríkjunum síðan á mánudag. Verið er að bora holu niður á þann stað þar sem talið er að mennirnir séu og búist er við því að borinn ljúki verki sínu á næstu klukkutímum. 9.8.2007 22:25
Kertafleytingar í kvöld Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri nú eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945 9.8.2007 21:36
Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 21:14
Heilsa sjómanna Er ímyndin um hinn hrausta íslenska sjómanninn orðin blekking ein? Sonja Sif Jóhannsdóttir vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að kanna heilsu íslenskra sjómanna og flest bendir til að þol þeirra sé til dæmis heldur undir meðallagi. 9.8.2007 20:05
Hátíðarhöld hafa varpað skugga á ímynd Akureyrar Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbannsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi fallið skuggi á þá viðleitni bæjaryfirvalda að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags þegar skipulagðar skemmtanir í bænum hafi farið úr böndunum. Aðgerðir voru því nauðsynlegar. 9.8.2007 19:24
Markviss stefna, hærri laun og sveigjanlegur vinnutími laðar að starfsfólk á leikskóla Það tók nokkrar vikur að ráða 40 manns í nýja leikskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ meðan leikskólar Reykjavíkur eru í vandræðum með að fullmanna sína leikskóla. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir markvissa stefnu lykilatriði, ásamt hærri launum og sveigjanlegri vinnutíma. 9.8.2007 19:18
Leiktæki sem 11 ára stúlka festist í er kolólöglegt Leiktæki sem ellefu ára stúlka festist í, í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, er kolólöglegt. Forvarnarfulltrúi fann fimm atriði sem uppfylla ekki öryggisstaðla við skoðun í dag. 9.8.2007 19:03
Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. 9.8.2007 18:56
Eina "álverið" í Reykjavík rifið innan skamms Landsvirkjun ætlar að hætta rekstri eina "álversins" í Reykjavík um næstu mánaðamót. Ástæðan? Landsvirkjun mun afhenda Reykjavíkurborg gamla vararafstöðvarhúsið við Elliðaár til niðurrifs. Rafstöðin hefur stundum verið kölluð "litla álverið" en kælirásir í gólfinu hafa verið griðastaður fyrir ál - lifandi glerál. 9.8.2007 18:53
Mosfellsbær 20 ára Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana. 9.8.2007 18:49
Nýtt langdrægt farsímakerfi komið á fyrir lok næsta árs Mjög hefur gagnrýnt hversu mörg svæði á landinu eru utan GSM-netsins og hefur þá sérstaklega verið bent á hættuna sem getur stafað af því ef slys verða á fjölförnum þjóðvegum sem eru ekki neinu símasambandi. 9.8.2007 18:44
Stærstur í heimi Stærsti maður í heimi ku vera Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik en hann mælist 2 metrar og 57 sentimetrar á hæð. Sakvæmt heimsmetabók Guiness þá er Stadnik rúmlega 22 sentimetrum hærri en fyrirrennari hans, Baó Tjintjún en hann er ekki nema tveir metrar og 36 sentimetrar á hæð. 9.8.2007 18:44
Rússar hefja kaldastríðsflug á ný Rússar hafa tekið upp kaldastríðs flug sitt á nýjan leik og senda nú sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir. Stefna þeir að því að endurheimta sinn fyrir sess og sýna hervald sitt langt út fyrir eigin landamæri. 9.8.2007 18:42
Reksturinn kostar milljarð út næsta ár Rekstur íslenska ratstjárstöðvakerfisins mun kosta milljarð króna út næsta ár, en ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlögum. Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir það og er ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Aðeins hluti af kerfinu nýtist Íslandi. 9.8.2007 18:32
Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. 9.8.2007 18:30
Indverjar ætla að opna sendiráð á Íslandi Indverjar áforma að opna sendiráð á Íslandi. Frá þessu er greint í dagblaðinu Hindustan Times. Auk sendiráðs í Reykjavík er gert ráð fyrir að Indverjar komi sendiráðum á laggirnar í Guatemala, Níger og í Malí. 9.8.2007 17:55
Von á yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrar Töluverð umræða hefur skapast í kjölfar undirskriftasöfnunar sem Birgir Torfason veitingamaður á Akureyri stendur fyrir vegna þess að ungmennum var bannað að tjalda í bænum um síðustu helgi. Bæjarfulltrúi segir í samtali við Vísi að yfirlýsingar vegna málsins sé að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 9.8.2007 17:38
Nýr strengur fyrir netþjónabú Ljósleiðarastrengurinn sem fyrirtækið Hibernia Atlantic hyggst leggja til Íslands haustið 2008 er stórt skref í átt til þess að á Íslandi geti erlend fyrirtæki reist netþjónabú. 9.8.2007 16:20
Bátur lenti undir fallandi ísjaka Átján ferðamenn slösuðust þegar skipstjóri á útsýnisbáti hætti sér of nærri Hornbreen jökli á Svalbarða í dag. Gríðarlegur jaki klofnaði frá jöklinum og féll í sjóinn. Báturinn steypti stömpum í öldurótinu og fólkið þeyttist til og frá eins og tuskudúkkur. Fregnum ber ekki saman um hvort einhver hluti jakans lenti á bátnum. 9.8.2007 16:05
Lokað fyrir bílaumferð á Gaypride Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við þúsundum gesta í Gleðigöngunni sem fer niður Laugarveginn á laugardag. Lokað verður fyrir almenna umferð á Laugavegi, Bankastræti og í Lækjargötu strax frá laugardag vegna göngunnar. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir. 9.8.2007 16:03
Formaður VG fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir harðlega hvernig bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa haldið á málum hvað varðar breytta stöðu utanríkis- og öryggismála í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers af Íslandi. 9.8.2007 15:43
Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20
Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15
Stór hluti ratsjárkerfisins gagnslaus Íslendingar hafa ekkert gagn af stórum hluta þeirra upplýsinga sem ratsjárkerfið hér á landi skilar. Eins og staðan er í dag nýtist ekkert sá hluti kerfisins sem Bandaríkjamenn notuðu til þess að hafa eftirlit með ferðum ókunnra véla við landið. Því er spursmál hvort Íslendingar hafa eitthvað að gera við að halda þeim hluta kerfisins gangandi. Með ærnum tilkostnaði. 9.8.2007 14:30
Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9.8.2007 14:30
Gjörbylting í fjarskiptum Fyrirtækið Hibernia Atlantic vinnur að því að leggja nýjan ljósleiðarastreng, sem mun tengja Ísland við neðanjarðarstrengjanet í Norður-Atlantshafi, eftir því sem fram kemur á vefnum Teleography.com. 9.8.2007 13:39
Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. 9.8.2007 13:34
Mætti ekki á friðarfund Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki. 9.8.2007 13:13
SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð. 9.8.2007 12:31
Mikill meirihluti kvenna fær of litla fólínsýru Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru eða borða nóg af fólasínríku fæði. Þetta sýnir ný og umfangsmikil rannsókn sænskra vísindamanna. Rannsóknin sýnir að mikill meirihluti kvennanna borðar of lítið af fólasíni. 9.8.2007 12:19
Samfylkingin gagnrýnir aukafund um Kársnes í gær Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir Sjálfstæðismenn í bænum fyrir að hafa boðað til aukafundar í gær vegna nýs deiliskiplags á Kársnesi, þar sem fjölga á íbúðum. Réttara hefði verið að taka málið fyrir á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar í lok ágúst. Bæjarstjóri Kópavogs neitar því að fundinum hafi verið flýtt til að keyra málið í gegn. 9.8.2007 12:16
Skoða myndir úr öryggismyndavélum til að finna skemmdarvarga Málningu var slett á sendiráð Íslands við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nótt og slagorð gegn áliðnaði á Íslandi skrifuð á bygginguna. Lögreglan í Kaupmannahöfn skoðar meðal annars myndir úr öryggismyndavélum í nágrenni sendiráðsins til þess að reyna að komast að því hver var þarna að verki. 9.8.2007 12:14
Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. 9.8.2007 11:28
Gömul sprengja drepur fjóra Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn. 9.8.2007 11:13
Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. 9.8.2007 11:01
Malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl þegar malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi um níuleytið á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurfti að senda tækjabíl á vettvang til að hreinsa upp olíu sem lak úr bílnum. 9.8.2007 10:41
Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum. 9.8.2007 10:39