Innlent

Bein útsending frá gleðigöngu

Gleðigangan Gay Pride leggur af stað í dag klukkan tvö frá Hlemmi, niður Laugarveg og Bankastræti að Arnarhól. Byrjað verður að setja gönguna saman klukkan 12 á hádegi. Gangan er liður í Hinsegin dögum, baráttudögum homma og lesbía. Vegna göngunnar og þeirrar dagskrá sem verður í miðbænum í dag verður Lækjargötu lokað frá Skólabrú að Geirsgötu fram eftir degi. Bein útsending verður frá göngunni á visir.is milli kl. tvö og þrjú.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að reynt verði að halda öðrum lokunum í lágmarki og því ættu viðskiptavinir verslana og þjónustufyrirtækja við Laugaveg og Bankastræti að komast leiðar sinnar fyrir og eftir gleðigönguna. Sem fyrr beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks að það noti bílastæði í nágrenni miðborgarinnar. Sömuleiðis er bent á bílastæðahús að ógleymdum strætó en hann er ávallt upplagt að taka. Þeir sem leggja ökutækjum sínum næst gönguleiðinni mega búast við töluverðum umferðartöfum. Gert er ráð fyrir töluverðum fjölda gesta í miðborginni á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×