Fleiri fréttir

Treg laxveiði truflar ekki eftirspurn næsta sumars

Hin trega laxveiði í ám landsins það sem af er sumri hefur ekki haft áhirf á eftirspurn eftir veiðileyfum fyrir næsta sumar. Bjarni Júlíusson formaður SVFR segir ennfremur að ekki sé merkjanlegur munur á að menn falli frá veiðileyfum sínum í ár miðað við fyrri ár. "Það er að vísu ívíð meir um slikt nú miðað við fyrri ár en vart merkjanlegur munur," segir Bjarni.

Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini

Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá.

Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi

Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi.

Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands

Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu.

Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki

Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki.

Stígamót hljóta styrk í kjölfar tónleika

Hundrað þúsund krónur söfnuðust á tónleikum sem haldnir voru þann fyrsta ágúst síðastliðinn þar sem kynbundnu ofbeldi var mótmælt. Fjölmargir listamenn komu fram en gestir voru hvattir til að veita frjáls framlög til Stígamóta.

Endeavour tekst á loft

Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu.

Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum

Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag.

Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu

Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín.

Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar

Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina.

Náttúran gegn Tourette

Sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með touretteheilkenni fyrir einu og hálfu ári síðan og var bent á að ekkert væri hægt að gera nema að láta drenginn á lyf ef einkennin versnuðu.

Hugmynd Björns ekki framkvæmanleg

Ívar Agnarsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Sólon í Bankastræti, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd Björns Bjarnasonar ráðherra að taka sér aðgerðir Akureyringa um verslunarmannahelgina til fyrirmyndar í viðleitni við að draga úr óreglu og ólátum í miðborginni um helgar eins og hann orðar það á heimasíðu sinni.

Séríslenskur sjúkdómur nýtist til rannsókna á Alzheimers og Parkinson

Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu, sem er séríslenskur sjúkdómur, nýtast til rannsókna á Alzheimers og Parkinson sjúkdómunum. Heilablæðingin er einn sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi. Doktor í sameindalíffræði segir að aðeins séu um 20 arfberar enn á lífi með genið.

Bið til jóla eftir úthlutuðum leikskólaplássum í Reykjavík

Foreldrar sem hafa fengið pláss fyrir börn sín á leikskólum Reykjavíkur nú í haust gætu sumir þurft að bíða til jóla eftir því að börnin komist að vegna manneklu. Um tvö hundruð manns vantar í störf á leikskólum borgarinnar. Skortur er líka á grunnskólakennurum og starfsmönnum skólavistunar.

Leikskólinn Völlur opnar á Vellinum

Mikið líf og fjör er á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þessa dagana, en innan tveggja vikna verða íbúarnir orðnir um sjöhundruð. Í dag var skrifað undir samninga við Hjallastefnuna um rekstur leik og grunnskóla. Leikskólinn fær nafnið Völlur.

Illa gengur að manna störf í Dalabyggð og Reykhólasveit

Á sama tíma og atvinnuástand fer versnandi víða í sjávarplássum vegna skerðingar á þorskkvóta vantar sárlega starfsfólk í Dalabyggð og Reykhólasveit. Ljóst er að þessar byggðir keppa við höfuðborgarsvæðið um fólk í sömu störf.

23 ára aldurstakmark í miðborginni um helgar?

Í pistli sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ritaði á heimasíðu sinni í gær veltir hann fyrir sér samstarfi mótshaldara og lögreglu um verslunarmannahelgina. Hann segir að reynsluna af því samstarfi og þeim ákvörðunum sem teknar voru, meðal annars á Akureyri, eigi að nýta þegar hugað sé að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur.

Mál og menning kaupir Eddu

Mál og menning hefur keypt útgáfuhluta Eddu af Björgólfi Guðmundssyni. Starfsfólk heldur störfum sínum. Formaður Máls og menningar, Þröstur Ólafsson, segir sameiningu Máls og menningar og Vöku-Helgafells á sínum tíma í einn útgáfurisa hafa mistekist.

Mikil og góð berjaspretta fyrir vestan

Berjaspretta er með besta móti á Vestfjörðum og eru krækiber og bláber víða orðin þroskuð og safarík þótt lítið hafi rignt fyrir vestan í sumar. Góð berjaspretta fyrir vestan er reyndar ekkert einsdæmi því hún er góð víða um land enda hefur verið hlýtt í veðri, þó sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu.

Tugir barna notið hágæslu

Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.

Samkeppnin ekki grimm

Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu.

Jarðskjálfti í Indónesíu

Sterkur jarðskjálfti sem mældist 7.0 á Richter kvarðanum reið yfir í Indónesíu nálægt eyjunni Vestur Jövu á sjötta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru í 112 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta.

Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar

Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg.

Stærsta þekkta reikistjarna í heimi

Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter.

Allt um höfrunga

Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala.

Vinsældir Vísis aukast verulega

Heimsóknir á fréttavefinn Vísi aukist verulega, eða um 7% á milli kannana, samkvæmt niðurstöðu fjölmiðlakönnunar Capacent Gallup fyrir maí til júlí 2007.

Sér grefur gröf

Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig.

Kalli Bjarni edrú og laus úr fangelsi

Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni, er laus úr gæsluvarðhaldi sem hann hefur setið í frá því að hann var gripinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í byrjun júní. Að sögn móður hans Sveinbjargar Karlsdóttur er Kalli Bjarni edrú.

Myndir úr safni Björgólfsfeðga til sýnis

Listasafn Reykjavíkur undirbýr sýningu á verkum Eggerts Péturssonar listmálara sem verður á Kjarvalsstöðum og hefst 31. ágúst næstkomandi. Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála Listasafnsins, segir að um tímamótasýningu sé að ræða. Sýningin spanni allan feril Eggerts og sýnd verði verk sem hafi ekki sést áður. Þar af eru mörg verk í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar.

Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon

Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar.

Landlæknir sáttur við náttúrulækningar

Matthías Halldórsson landlæknir segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar, ekki sé verið að plokka peninga af bágstöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi.

Hugo kemur til bjargar

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur opinberlega heitið öllum samstarfsríkjum sínum í Suður-Ameríku aðstoð í orkumálum ef þörf krefur. Í Venesúela eru ríkulegar olíu-, og gaslindir. Hugo tilkynnti þetta á dögunum í ræðu sem hann hélt í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires.

Ráðherra lítur eineltið alvarlegum augum

Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra lítur eineltið innan Veðurstofunnar alvarlegum augum en vill ekki blanda sér í starfsmannamál einstakra stofnana sem heyra undir embætti hennar. Þetta kom fram í samtali vísir.is við aðstoðarkonu ráðherrans, Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Tveir veðurfræðingar á Veðurstofunni tjáðu sig um málið í Kastljósinu í gærkvöldi.

Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni

Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi.

Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter

Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október.

Umhverfislýsing um íslenskar fiskveiðar undirrituð

Umhverfislýsingu um íslenskar fiskveiðar er ætlað að mæta kröfum erlendra kaupenda um gæðavottun íslenskra fiskafurða. Íslendingar velja að fara þessa leið í stað þess að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um gæðavottun, sem íslenskur sjávarútvegur telur ekki fullnægjandi.

Google auglýsir í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson

Svo virðist sem Google leitarvélin sé farin að auglýsa Prins Póló í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. Neðarlega á forsíðu danska blaðsins BT má sjá nafn fyrirtækisins. Þegar smellt er á það kemur upp auglýsing frá Ásbirni Ólafssyni sem hægt er að lesa bæði á Íslensku og ensku. Þar eru ýmsar vörur sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Svosem Knorr, Sonax og auðvitað Prinsinn.

Lögregluaðstoð veitt í 40 prósentum tilfella

Lögregluaðstoð var veitt í rúmum fjörutíu prósenta tilfella þegar hringt var til Neyðarlínunnar í júní mánuði. Um tuttugu prósent símtalanna var ekki hægt að greina þar sem fólk hringdi óvart úr farsímum, eða sleit sjálft símtalinu.

Hnúfubakur leikur listir sínar á Faxaflóa

Hnúfubakur eða hnúfubakar hafa leikið listir sínar fyrir gesti í hvalaskoðunarskipum Hvalaskoðunar Reykjavíkur undanfarna daga. Þetta er í þriðja sinn á innan við viku sem hnúfubakur hefur komið stökkvandi upp úr sjónum skammt frá hvalaskoðunarbát úti á Faxaflóa en það er afar fágætt að sögn Evu Maríu Þórarinsdóttur, markaðsstjóra Hvalaskoðunar Reykjavíkur.

Þrýsti á vitlausan hnapp

Einn rofi, sem var óvart þrýst á, olli rafmagnsleysinu í gær þegar ríflega helmingi af rafmagni landsins sló út í einu vetfangi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri kerfisstjórnar hjá Landsneti, staðfesti það í morgun að mistökin hefðu orðið hjá starfsmönnum.

Þrjátíu láta lífið í Bagdad

Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í loftárás bandarískra herþyrla á hverfi Sjíta múslima í Bagdad í morgun. Árásin hefur vakið mikla reiði meðal Sjíta múslima sem segja hina látnu hafa verið óbreytta borgara. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast einungis hafa skotið á herskáa múslima.

Búfénaði slátrað á þriðja búinu

Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum.

Sjá næstu 50 fréttir