Innlent

Mikil og góð berjaspretta fyrir vestan

Berjaspretta er með besta móti á Vestfjörðum og eru krækiber og bláber víða orðin þroskuð og safarík þótt lítið hafi rignt fyrir vestan í sumar. Góð berjaspretta fyrir vestan er reyndar ekkert einsdæmi því hún er góð víða um land enda hefur verið hlýtt í veðri, þó sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu.

Bláber eru orðin fullþroskuð mjög víða og er það í fyrra lagi sem bláber eru orðin sæt og safarík á stórum breiðum.

Á Barðaströnd er bláberjasprettan til dæmis mjög góð og voru hlíðarnar bláar af berjum í Teigsskógi í norðurverðum Þorskafirði á dögunum þegar Stöð 2 var þar á ferð. Þar týndu ferðamenn aðalbláberin upp í sig en þau eru alveg í sérflokki á þessum slóðum.

Reikna má með því að margir noti næstu helgi til berjatínslu sunnanlands og vestan enda er spáð bjartviðri, sem sagt, góðu berjatínsluveðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×