Innlent

Stígamót hljóta styrk í kjölfar tónleika

Sprengjuhöllin var á meðal þeirra sem tróðu upp á tónleikunum.
Sprengjuhöllin var á meðal þeirra sem tróðu upp á tónleikunum. MYND/Atlon

Hundrað þúsund krónur söfnuðust á tónleikum sem haldnir voru þann fyrsta ágúst síðastliðinn þar sem kynbundnu ofbeldi var mótmælt. Fjölmargir listamenn komu fram en gestir voru hvattir til að veita frjáls framlög til Stígamóta.

Það voru Karlahópur Femínistafélagsins, Jafningjafræðslan og V-dags samtökin sem stóðu að tónleikunum og munu fulltrúar hópanna afhenda afrakstur söfnunarinnar Stígamótakonum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×