Erlent

Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum

Marmoset apar eru á meðal þeirra minnstu í heiminum.
Marmoset apar eru á meðal þeirra minnstu í heiminum. MYND/AFP

Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag. Apinn lauk flugferðinni í kjöltu mannsins og hagaði sér vel, að sögn talskonunnar.

Apinn mun hafa ferðast undir hatti mannsins alla leiðina frá höfuðborg Perú, Líma og klóra menn sér nú í hausnum yfir því hvernig honum tókst að koma apanum óséðum í gegnum eftirlitshlið flugvallana. Að sögn heilbrigðisyfirvalda í New York mun apinn, sem er á stærð við hnefa, vera við góða heilsu. Honum verður haldið í einangrun í New York um mánaðartíma og að henni lokinni fær hann líklegast pláss í dýragarði borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×