Fleiri fréttir Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í kókaínmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir innflutning á fjórum kílóum af kókaíni í lok síðasta árs. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn. 8.8.2007 11:26 Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. 8.8.2007 10:50 Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. 8.8.2007 10:42 Tourette-einkenni hurfu eftir náttúrulækningar Þegar sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með Tourette heilkenni, leist henni illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann. 8.8.2007 10:26 Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." 8.8.2007 10:19 Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. 8.8.2007 09:46 Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. 8.8.2007 09:35 Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. 8.8.2007 08:30 Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. 8.8.2007 08:21 Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. 7.8.2007 23:15 Kveikt í á Klambratúni Kveikt var í afklippum af trjám á Klambratúni nú fyrr í kvöld. Að sögn vakstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða haug af trjágreinum sem borgarstarfsmenn höfðu safnað saman af svæðinu. 7.8.2007 22:51 Fjölskylda frá Monakó slapp ómeidd úr bílveltu Mildi þykir að ekki fór verr þegar jeppabifreið frá bílaleigu valt á Landsvegi síðdegis í dag. Fimm manna fjölskylda frá Mónakó var um borð í bílnum, hjón með þrjá unglinga og sluppu þau öll með minniháttar skrámur. Jeppinn er hins vegar mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. 7.8.2007 22:29 Erill hjá Landsbjörgu um helgina Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í átta verkefni um verslunarmannahelgina og voru mörg hundruð liðsmanna sveitanna að störfum. Í fjögur skipti var um að ræða leit að einstaklingum og í þrjú skipti þurftu björgunarsveitamenn að koma slösuðum til hjálpar. 7.8.2007 22:02 32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. 7.8.2007 21:46 Forvarnir virka Svo virðist sem öflugt forvarnastarf karlahóps femínistafélagsins sé að skila sér um verslunarmannahelgar því engar nauðganir voru tilkynntar til neyðarmóttöku þetta árið. 7.8.2007 21:12 Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. 7.8.2007 21:04 Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. 7.8.2007 20:26 Iðnaðarráðherra vill breyta lögum um FIT-kostnað Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða lög fjármálastofnana um innheimtu svokallaðs FIT-kosnaðar rækilega. Bankar innheimta FIT-kostnað þegar fólk fer yfir á reikningum. Björgvin telur núverandi lög byggð á veikum grunni og því sé nauðsynlegt að breyta þeim. 7.8.2007 20:06 Ekki hafa allir sem vilja fengið bílastæðaskífur Eigendur vistvænna bíla hafa margir hverjir lent í vandræðum með að fá bílastæðaskífur sem veita þeim rétt til að leggja ókeypis í Reykjavík. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur en alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins. 7.8.2007 19:34 Feðgar báru sjálfir út póst úr týndri pósttösku Feðgar í Reykjavík báru sjálfir út póst í hverfinu sínu, eftir að hafa beðið í tvo daga eftir því að Íslandspóstur næði í pósttösku sem lá á glámbekk í götunni. Íslandspóstur segir að bréfberum sé heimilt að skilja pósttöskur eftir á svokölluðum „öruggum svæðum“, en atvikið sýni að endurskoða þurfi þær reglur. 7.8.2007 19:11 Maður ósáttur við að Neyðarlínan brást ekki við símtali hans Maður sem hringdi á Neyðarlínuna þegar ókunnugur maður gekk inní svefnherbergi hans um miðja nótt, gagnrýnir að Neyðarlínan hafi ekki komið honum til hjálpar. Maðurinn hringdi tvisvar í Neyðarlínuna, en þagði til að fæla ekki hinn óboðna gest. Samkvæmt verklagsreglum Neyðarlínunnar greina neyðarverðir slík símtöl, til að meta hvort raunveruleg þörf sé á aðstoð. 7.8.2007 19:06 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lét lífið í umferðarslysi á Laugarvatnsvegi í gær hét Eiríkur Óli Gylfason. Hann var búsettur í Skriðuseli 4 í Reykjavík. Eiríkur Óli var fæddur árið 1981 og lætur eftir sig unnustu og barn. 7.8.2007 19:04 Umhverfisráðherra vill skerpa á eftirlitshlutverki sveitarstjórna varðandi smávirkjanir Umhverfisráðherra segir að skerpa þurfi á eftirlitshlutverki sveitarstjórna og möguleika þeirra á að grípa inn þegar framkvæmdaaðilar smærri virkjana fylgi ekki framkvæmdaáætlunum. Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða hvernig leyfisveitingum og eftirliti er háttað vegna slíkra framkvæmda. 7.8.2007 19:01 Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. 7.8.2007 19:00 Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. 7.8.2007 19:00 Hálslón að verða fullt Mun hraðar hefur runnið í Hálslón en áætlað var og vantar nú aðeins rúma 10 metra upp á að það verði fullt. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar í október og hyggjast forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar stýra streyminu síðustu metrana meðan gengið er frá yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 18:58 Ferðamönnum fjölgar í Drekagili Ferðamannastraumur um hálendi Íslands hefur aukist mikið að undanförnu. Herðubreiðarlindir sem áður voru einn vinsælasti áningastaðurinn á Sprengisandsleið hafa nú þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum áningastað, Drekagili. 7.8.2007 18:56 Samkeppni virkari en áður hjá olíufélögunum Virkari samkeppni á olíumarkaðnum hérlendis varð til þess að afkoma olíufyrirtækjanna er lakari nú en fyrri ár. Slegist er um hvern viðskiptavin að sögn Alberts Þórs Magnússonar, framkvæmdrastjóra Atlantsolíu. 7.8.2007 18:55 Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. 7.8.2007 18:45 Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. 7.8.2007 18:45 Fréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá vegna bilunnar Sökum tækniörðugleika eru fréttir Stöðvar 2 nú sendar út í lokaðri dagskrá. Verið er að vinna í því að laga bilunina og eru áhorfendur beðnir velvirðingar á óþægindunum. 7.8.2007 18:40 Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund. 7.8.2007 18:30 37 umferðaróhöpp og 15 afstungur 37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall. 7.8.2007 17:38 Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð Fyrsta sendingin af bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, “ segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er. 7.8.2007 17:32 Heitavatnslaust í Staðarhverfinu Heitavatnslögn er liggur í Staðahverfið í Grafarvogi fór í sundur um kl. 15:30 í dag - þriðjudag. Unnið er að viðgerð og vonast er til að heitt vatn verði komið á um kl. 21 í kvöld. 7.8.2007 16:59 Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík. Annar ökumannanna sem var tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi var stöðvaður fyrir þetta brot tvisvar sinnum á innan við sólarhring. 7.8.2007 16:46 Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. 7.8.2007 16:45 Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. 7.8.2007 16:13 Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. 7.8.2007 16:06 Rafmagn allsstaðar komið á Rafmagn er nú komið á allstaðar á landinu, bæði hjá almenningi og stóriðjufyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Álverin hafa fengið heimild fyrir fullri notkun rafmagns. 7.8.2007 16:01 Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Foreldrar í hverfinu hafa verið varaðir við manninum. 7.8.2007 15:14 Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. 7.8.2007 14:25 Hálslón að fyllast Ekki er búist að Hálslón verði fullt fyrr enn skömmu áður en raforkuframleiðsla á að hefjast í október. Aðeins vantar rúma tíu metra upp á að lónið verði fullt en forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hyggjast stýra streyminu síðustu metrana vegna frágangsvinnu sem eftir er á yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 13:47 Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. 7.8.2007 13:14 Mun færri fíkniefnamál á útihátíðum en í fyrra Fíkniefnamál um nýliðna verslunarmannahelgi virðast hafa verið einungis fjórðungur af þeim fjölda mála sem komu upp í fyrra. Lögregla telur að þetta megi meðal annars þakka öflugu eftirliti fyrir og um helgina. 7.8.2007 13:07 Sjá næstu 50 fréttir
Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í kókaínmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir innflutning á fjórum kílóum af kókaíni í lok síðasta árs. Mennirnir voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. júlí síðastliðinn. 8.8.2007 11:26
Hundur skaut eigandann í bakið Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum. 8.8.2007 10:50
Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt. 8.8.2007 10:42
Tourette-einkenni hurfu eftir náttúrulækningar Þegar sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með Tourette heilkenni, leist henni illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann. 8.8.2007 10:26
Vill banna Kóraninn í Hollandi Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi." 8.8.2007 10:19
Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin. 8.8.2007 09:46
Felur eistun fyrir lögreglunni Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall. 8.8.2007 09:35
Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita. 8.8.2007 08:30
Björgunaðgerðum í Utah frestað Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu. 8.8.2007 08:21
Rússar hvattir til að láta af ásökunum Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna. 7.8.2007 23:15
Kveikt í á Klambratúni Kveikt var í afklippum af trjám á Klambratúni nú fyrr í kvöld. Að sögn vakstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða haug af trjágreinum sem borgarstarfsmenn höfðu safnað saman af svæðinu. 7.8.2007 22:51
Fjölskylda frá Monakó slapp ómeidd úr bílveltu Mildi þykir að ekki fór verr þegar jeppabifreið frá bílaleigu valt á Landsvegi síðdegis í dag. Fimm manna fjölskylda frá Mónakó var um borð í bílnum, hjón með þrjá unglinga og sluppu þau öll með minniháttar skrámur. Jeppinn er hins vegar mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. 7.8.2007 22:29
Erill hjá Landsbjörgu um helgina Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í átta verkefni um verslunarmannahelgina og voru mörg hundruð liðsmanna sveitanna að störfum. Í fjögur skipti var um að ræða leit að einstaklingum og í þrjú skipti þurftu björgunarsveitamenn að koma slösuðum til hjálpar. 7.8.2007 22:02
32 barna faðir látinn laus Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur. 7.8.2007 21:46
Forvarnir virka Svo virðist sem öflugt forvarnastarf karlahóps femínistafélagsins sé að skila sér um verslunarmannahelgar því engar nauðganir voru tilkynntar til neyðarmóttöku þetta árið. 7.8.2007 21:12
Stolin Picasso málverk komin í leitirnar Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna. 7.8.2007 21:04
Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn. 7.8.2007 20:26
Iðnaðarráðherra vill breyta lögum um FIT-kostnað Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir nauðsynlegt að endurskoða lög fjármálastofnana um innheimtu svokallaðs FIT-kosnaðar rækilega. Bankar innheimta FIT-kostnað þegar fólk fer yfir á reikningum. Björgvin telur núverandi lög byggð á veikum grunni og því sé nauðsynlegt að breyta þeim. 7.8.2007 20:06
Ekki hafa allir sem vilja fengið bílastæðaskífur Eigendur vistvænna bíla hafa margir hverjir lent í vandræðum með að fá bílastæðaskífur sem veita þeim rétt til að leggja ókeypis í Reykjavík. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur en alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins. 7.8.2007 19:34
Feðgar báru sjálfir út póst úr týndri pósttösku Feðgar í Reykjavík báru sjálfir út póst í hverfinu sínu, eftir að hafa beðið í tvo daga eftir því að Íslandspóstur næði í pósttösku sem lá á glámbekk í götunni. Íslandspóstur segir að bréfberum sé heimilt að skilja pósttöskur eftir á svokölluðum „öruggum svæðum“, en atvikið sýni að endurskoða þurfi þær reglur. 7.8.2007 19:11
Maður ósáttur við að Neyðarlínan brást ekki við símtali hans Maður sem hringdi á Neyðarlínuna þegar ókunnugur maður gekk inní svefnherbergi hans um miðja nótt, gagnrýnir að Neyðarlínan hafi ekki komið honum til hjálpar. Maðurinn hringdi tvisvar í Neyðarlínuna, en þagði til að fæla ekki hinn óboðna gest. Samkvæmt verklagsreglum Neyðarlínunnar greina neyðarverðir slík símtöl, til að meta hvort raunveruleg þörf sé á aðstoð. 7.8.2007 19:06
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lét lífið í umferðarslysi á Laugarvatnsvegi í gær hét Eiríkur Óli Gylfason. Hann var búsettur í Skriðuseli 4 í Reykjavík. Eiríkur Óli var fæddur árið 1981 og lætur eftir sig unnustu og barn. 7.8.2007 19:04
Umhverfisráðherra vill skerpa á eftirlitshlutverki sveitarstjórna varðandi smávirkjanir Umhverfisráðherra segir að skerpa þurfi á eftirlitshlutverki sveitarstjórna og möguleika þeirra á að grípa inn þegar framkvæmdaaðilar smærri virkjana fylgi ekki framkvæmdaáætlunum. Skipaður hefur verið starfshópur til að endurskoða hvernig leyfisveitingum og eftirliti er háttað vegna slíkra framkvæmda. 7.8.2007 19:01
Blóð á veggjum hótelherbergisins Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. 7.8.2007 19:00
Hústökumönnum hent út Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn. 7.8.2007 19:00
Hálslón að verða fullt Mun hraðar hefur runnið í Hálslón en áætlað var og vantar nú aðeins rúma 10 metra upp á að það verði fullt. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar í október og hyggjast forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar stýra streyminu síðustu metrana meðan gengið er frá yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 18:58
Ferðamönnum fjölgar í Drekagili Ferðamannastraumur um hálendi Íslands hefur aukist mikið að undanförnu. Herðubreiðarlindir sem áður voru einn vinsælasti áningastaðurinn á Sprengisandsleið hafa nú þurft að lúta í lægra haldi fyrir öðrum áningastað, Drekagili. 7.8.2007 18:56
Samkeppni virkari en áður hjá olíufélögunum Virkari samkeppni á olíumarkaðnum hérlendis varð til þess að afkoma olíufyrirtækjanna er lakari nú en fyrri ár. Slegist er um hvern viðskiptavin að sögn Alberts Þórs Magnússonar, framkvæmdrastjóra Atlantsolíu. 7.8.2007 18:55
Ekki ákveðið hvort bólusett verður Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl. 7.8.2007 18:45
Kapphlaup við tímann Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi. 7.8.2007 18:45
Fréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá vegna bilunnar Sökum tækniörðugleika eru fréttir Stöðvar 2 nú sendar út í lokaðri dagskrá. Verið er að vinna í því að laga bilunina og eru áhorfendur beðnir velvirðingar á óþægindunum. 7.8.2007 18:40
Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund. 7.8.2007 18:30
37 umferðaróhöpp og 15 afstungur 37 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tvö óhappana má rekja til ölvunaraksturs en athygli vekur að í 15 tilfellum af þessum 37 reyndu ökumenn að stinga af eftir óhappið og segir lögregla það óvenju hátt hlutfall. 7.8.2007 17:38
Tvöhundruð bílastæðaskífur komnar í umferð Fyrsta sendingin af bílastæðaskífum sem ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík geta notað til að leggja frítt. „Tvö hundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin, “ segir Pálmi F. Randversson hjá Umhverfissviði borgarinnar. Um 800 visthæfar bifreiðar eru á götum borgarinnar, enn sem komið er. 7.8.2007 17:32
Heitavatnslaust í Staðarhverfinu Heitavatnslögn er liggur í Staðahverfið í Grafarvogi fór í sundur um kl. 15:30 í dag - þriðjudag. Unnið er að viðgerð og vonast er til að heitt vatn verði komið á um kl. 21 í kvöld. 7.8.2007 16:59
Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík. Annar ökumannanna sem var tekinn fyrir þessar sakir í Kópavogi var stöðvaður fyrir þetta brot tvisvar sinnum á innan við sólarhring. 7.8.2007 16:46
Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta. 7.8.2007 16:45
Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna. 7.8.2007 16:13
Slökkt á sónar til verndar hvölum Bandaríska sjóhernum hefur verið bannað að nota sónarbúnað sem er á mið-tíðni á heræfingum við strendur Kaliforníu fram til loka ársins 2009. Alríkisdómstóll dæmdi dýraverndunarsinnum í hag, sem héldu því fram að tækin hefðu slæm áhrif á sjávarspendýr á svæðinu. 7.8.2007 16:06
Rafmagn allsstaðar komið á Rafmagn er nú komið á allstaðar á landinu, bæði hjá almenningi og stóriðjufyrirtækjum, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Álverin hafa fengið heimild fyrir fullri notkun rafmagns. 7.8.2007 16:01
Kynferðisbrotadeild rannsakar mál 5 ára gamallar stúlku Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimm ára gamallar stúlku sem hefur sakað fullorðin karlmann um að hafa áreitt sig kynferðislega í Laugarneshverfinu þann 30. júní síðastliðinn. Skýrsla hefur verið tekin af barninu og meintum geranda og búist er við að málið verði sent ríkissaksóknara fyrir vikulok. Foreldrar í hverfinu hafa verið varaðir við manninum. 7.8.2007 15:14
Móses fékk ekki að endurtaka leikinn Samkvæmt Biblíunni leiddi Móses Gyðinga út úr Egyptalandi. Þegar þeir komu að Rauða hafinu lyfti hann staf sínum og skildi að hafið, þannig að Gyðingar gengu þar yfir þurrum fótum. En Guð lét vötnin falla yfir her Faraós sem á eftir kom og hafið gleypti hann. 7.8.2007 14:25
Hálslón að fyllast Ekki er búist að Hálslón verði fullt fyrr enn skömmu áður en raforkuframleiðsla á að hefjast í október. Aðeins vantar rúma tíu metra upp á að lónið verði fullt en forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hyggjast stýra streyminu síðustu metrana vegna frágangsvinnu sem eftir er á yfirfalli Kárahnjúkastíflu. 7.8.2007 13:47
Stebba snitsel stungið í steininn Stefán býr í Berlín. Hann er 160 kíló að þyngd og þarf því matinn sinn og vel af honum. Stefán heldur sérstaklega upp á vínarsnitsel og pantar það oft á veitingastöðum sem hann sækir. Með matnum drekkur hann býsnin öll af bjór. Þetta væri svosem ekki fréttnæmt nema vegna þess að Stefáni láist jafnan að borga fyrir matinn. 7.8.2007 13:14
Mun færri fíkniefnamál á útihátíðum en í fyrra Fíkniefnamál um nýliðna verslunarmannahelgi virðast hafa verið einungis fjórðungur af þeim fjölda mála sem komu upp í fyrra. Lögregla telur að þetta megi meðal annars þakka öflugu eftirliti fyrir og um helgina. 7.8.2007 13:07