Innlent

Rafmagnslaust á stórum hluta landsins í dag

Rafmangslaust varð á stórum hluta Íslands í dag þegar mistök starfsmanns og mikið álag á landsnetinu urðu til þess að byggðarlínu Landsnets sló út. Ólíklegt þykir að Landsnet sé skaðabótaskylt vegna tjóns sem viðskiptavinir þess hafi orðið fyrir í rafmagnsleysinu sem varði í allt að eina og hálfa klukkustund.

Líklegast er talið að rekja megi rafnmagsleysi sem varð á stórum hluta Íslands í dag til mannlegra mistaka. Rafmagnslaust varð á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austfjörðum sem og hjá Orkubúi Vestfjarða, Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, Norðuráli og Fjarðaráli.

Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhver skaði hafi hlotist af rafmagnsleysinu en þó er víst að stóriðjan hefur orðið fyrir einhverju framleiðslutapi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Landsneti segir álag á kerfinu gera það að verkum að jarðhlaup eins og það sem átti sér stað í dag slái út heilu byggðarlögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×