Innlent

Stöðvaður tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur

Tólf ökumenn voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta hafi allt verið karlmenn, flestir á þrítugs- og fertugsaldri. Tveir hafi verið stöðvaðir í Kópavogi en hinir tíu víðsvegar í Reykjavík.

Annar ökumannanna sem lögreglan hafði afskipti af í Kópavogi var stöðvaður tvisvar sinnum á innan við sólarhring. Hann var fyrst tekinn við Smáralind eftir hádegi á sunnudag og svo aftur á Dalvegi snemma á mánudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×