Fleiri fréttir Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit“ og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum. 7.8.2007 11:31 OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03 Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47 Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28 Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19 Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 7.8.2007 10:15 Átta milljón ára gamall skógur í Ungverjalandi 7.8.2007 10:09 Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47 Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26 Gistinóttum fjölgar Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006. 7.8.2007 09:18 Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. 7.8.2007 08:41 Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33 Katja Gniesmer er fundin Katja Gniesmer, konan sem auglýst var eftir fyrr í kvöld, er fundin. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í gærmorgun en hún fannst eftir að lögreglan í Snæfellsbæ auglýsti eftir henni í kvöld. 6.8.2007 21:00 Stöðvaður á 169 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara. 6.8.2007 20:55 Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35 Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6.8.2007 19:27 Bílvelta á Skaftártunguvegi Bílvelta varð á Skaftártunguvegi um kl. 16 í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru erlendir ferðamenn á ferð í í bílaleigubil þegar sprakk á dekki. Fólkið hugðist hægja á bílnum og leggja honum í vegkantinum. Talið er að vegkanturinn hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt. 6.8.2007 19:24 Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu Talið er að hátt í sex þúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins. 6.8.2007 19:13 Hátt í 11 þúsund manns í Herjólfsdal Hátíðarhöld hafa víðast hvar á landinu farið vel fram. Hátt í ellefu þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 6.8.2007 19:06 Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu. 6.8.2007 19:01 Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag. 6.8.2007 18:46 Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45 Var veitt eftirför skömmu áður en hann ók út af Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum skammt frá Laugarvatni í morgun. Lögreglan hafði skömmu áður reynt að stöðva för bílsins en misst sjónar af honum. 6.8.2007 18:44 Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28 Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. 6.8.2007 18:21 Bresk kona dæmd í fangelsi fyrir tvíkvæni Breskur dómstóll hefur dæmt fimm barna móður, Suzanne Mitchell, í skilorðsbundið fangelsi fyrir tvíkvæni. Suzanne giftist konu við borgaralega athöfn í Shrewsbury á meðan hún var ennþá gift karlmanni. 6.8.2007 16:11 Danskir dýraverndunarsinnar mótmæla bjarnardrápum Aðgerðarsinnar úr dýraverndarsamtökunum PETA og Anima ætla að koma saman fyrir framan breska sendiráðið í Kaupmannahöfn á morgun til að mótmæla því að lífverðir Elísabetar Englandsdrottningar beri húfur sem unnar eru úr ekta bjarnarfeldi. 6.8.2007 15:02 Umferð til borgarinnar farin að aukast Umferð til borgarinnar er farin að aukast að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fara um 200 bílar á hverjum tíu mínútum um Sandskeið. Lögreglan segir þó að allt gangi vel og veður sé gott og mjög góð færð. Lögreglan býst við að umferðin verði mest upp úr klukkan fjögur og verði þétt allt til klukkan átta. 6.8.2007 14:57 Listaverkum stolið í Nice Grímuklæddir þjófar stálu fjórum málverkum úr listasafni í Nice í suðurhluta Frakklands í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum þar í landi að fimm menn hefðu verið að verki. Þeir hefðu stolið tveimur verkum eftir flæmska listamanninn Breugel og tveimur verkum eftir listamennina Sisley og Monet. 6.8.2007 14:28 Flugvél hlekktist á í Nýjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Nýjadal, skammt frá Sprengisandi, á ellefta tímanum í gærkvöld þegar að flugvél þar hlekktist á í flugtaki. Fjórir útlendingar voru um borð í flugvélinni og voru meiðsl þeirra minniháttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú aðdraganda slyssins. 6.8.2007 13:42 Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. 6.8.2007 12:42 190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31 Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð. 6.8.2007 12:24 Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11 Fluttur á slysadeild eftir að flugeldur sprakk við jörðu Einn drengur var fluttur á slysadeild þegar flugeldur sprakk við jörðu á flugeldasýningu á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Í dagbók lögreglunnar segir að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. 6.8.2007 11:29 Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21 Eldur í sumarbústað við Vesturhópsvatn Lögreglunni á Blönduósi barst tilkynning um eld í sumarbústaði við Vesturhópsvatn klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglumanna gekk vel að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 6.8.2007 10:36 Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus er vaknaður Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst meðvitundarlaus á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er vaknaður og kominn úr öndunarvél. Ekki er vitað hvað kom fyrir manninn en lögreglan vonast til að geta yfirheyrt hann í dag. 6.8.2007 10:30 Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29 Ökuréttindalaus á 139 km hraða Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför. 6.8.2007 10:27 Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24 Féll af svölum á annarri hæð Maður féll af annarri hæð fjölbýlishúss í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í teiti og fór út af svalir hússins til að fá sér frískt loft. Hann klifraði svo upp á svalarhandriðið með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir að hann hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. 6.8.2007 10:22 Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19 Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 6.8.2007 10:02 Sjá næstu 50 fréttir
Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit“ og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum. 7.8.2007 11:31
OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03
Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47
Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28
Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19
Þrjú alvarleg bílslys í umdæmi Selfosslögreglu Þrjú alvarleg bílslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um verslunarmannahelgina. Í gær varð banaslys á Laugarvatnsvegi á móts við bæinn Þóroddsstaði. Á sunnudag varð bílvelta við Hvítárholt, nálægt Flúðum og á laugardagsmorgun velti bíll nærri Ingólfsfjalli, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglunnar. 7.8.2007 10:15
Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47
Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26
Gistinóttum fjölgar Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006. 7.8.2007 09:18
Á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli Lögreglan í Borgarnesi hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt í eftirliti sínu á vegum í umdæmi hennar. Þannig var ungur ökumaður tekinn á 176 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um tíuleytið í gærkvöld en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar á klukkustund. 7.8.2007 08:41
Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33
Katja Gniesmer er fundin Katja Gniesmer, konan sem auglýst var eftir fyrr í kvöld, er fundin. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í gærmorgun en hún fannst eftir að lögreglan í Snæfellsbæ auglýsti eftir henni í kvöld. 6.8.2007 21:00
Stöðvaður á 169 kílómetra hraða Ungur ökumaður var stöðvaður á 169 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, nálægt Keldum, um áttaleytið í kvöld. Á þessum slóðum er 80 kílómetra hámarkshraði. Að sögn lögreglu var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Sektarheimildir lögreglu ná ekki yfir svo mikinn hraða og því þarf maðurinn að mæta fyrir dómara. 6.8.2007 20:55
Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6.8.2007 19:27
Bílvelta á Skaftártunguvegi Bílvelta varð á Skaftártunguvegi um kl. 16 í dag. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru erlendir ferðamenn á ferð í í bílaleigubil þegar sprakk á dekki. Fólkið hugðist hægja á bílnum og leggja honum í vegkantinum. Talið er að vegkanturinn hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bíllinn valt. 6.8.2007 19:24
Hátt í sex þúsund manns á ein með öllu Talið er að hátt í sex þúsund manns hafi verið á hátíðinni ein með öllu á Akureyri um helgina sem er helmingi færra en vant er. Hátíðarhaldarar eru ósáttir við ákvörðun bæjarins um að meina fólki á aldrinum þrettán til átján ára aðgengi að tjaldsvæðum bæjarins. 6.8.2007 19:13
Hátt í 11 þúsund manns í Herjólfsdal Hátíðarhöld hafa víðast hvar á landinu farið vel fram. Hátt í ellefu þúsund manns voru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. 6.8.2007 19:06
Lögreglan lýsir eftir konu Lögreglan á Snæfellsnesi lýsir eftir Katju Gniesmer. Katja er fædd árið 1973, hún er um 176 cm á hæð, grannvaxin og með snoðklippt hár. Hún var klædd rauðri flíspeysu og svörtum joggingbuxum þegar hún fór frá heimilinu. 6.8.2007 19:01
Illa brotinn í andliti eftir líkamsárás Maður liggur illa brotinn í andliti á gjörgæsludeild Landspítalans eftir líkamsárás fyrir framan skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í fyrrnótt. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mannsins gekkst hann undir sex klukkustunda aðgerð í dag. 6.8.2007 18:46
Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45
Var veitt eftirför skömmu áður en hann ók út af Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar hann ók bíl sínum út af og velti honum skammt frá Laugarvatni í morgun. Lögreglan hafði skömmu áður reynt að stöðva för bílsins en misst sjónar af honum. 6.8.2007 18:44
Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28
Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. 6.8.2007 18:21
Bresk kona dæmd í fangelsi fyrir tvíkvæni Breskur dómstóll hefur dæmt fimm barna móður, Suzanne Mitchell, í skilorðsbundið fangelsi fyrir tvíkvæni. Suzanne giftist konu við borgaralega athöfn í Shrewsbury á meðan hún var ennþá gift karlmanni. 6.8.2007 16:11
Danskir dýraverndunarsinnar mótmæla bjarnardrápum Aðgerðarsinnar úr dýraverndarsamtökunum PETA og Anima ætla að koma saman fyrir framan breska sendiráðið í Kaupmannahöfn á morgun til að mótmæla því að lífverðir Elísabetar Englandsdrottningar beri húfur sem unnar eru úr ekta bjarnarfeldi. 6.8.2007 15:02
Umferð til borgarinnar farin að aukast Umferð til borgarinnar er farin að aukast að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fara um 200 bílar á hverjum tíu mínútum um Sandskeið. Lögreglan segir þó að allt gangi vel og veður sé gott og mjög góð færð. Lögreglan býst við að umferðin verði mest upp úr klukkan fjögur og verði þétt allt til klukkan átta. 6.8.2007 14:57
Listaverkum stolið í Nice Grímuklæddir þjófar stálu fjórum málverkum úr listasafni í Nice í suðurhluta Frakklands í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum þar í landi að fimm menn hefðu verið að verki. Þeir hefðu stolið tveimur verkum eftir flæmska listamanninn Breugel og tveimur verkum eftir listamennina Sisley og Monet. 6.8.2007 14:28
Flugvél hlekktist á í Nýjadal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Nýjadal, skammt frá Sprengisandi, á ellefta tímanum í gærkvöld þegar að flugvél þar hlekktist á í flugtaki. Fjórir útlendingar voru um borð í flugvélinni og voru meiðsl þeirra minniháttar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú aðdraganda slyssins. 6.8.2007 13:42
Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Þjóðhátíð í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Vestmannaeyja rétt fyrir klukkan 5 í nótt til að sækja mann sem hafði verið fluttur á sjúkrahúsið með höfuðáverka eftir slys og í framhaldi var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. 6.8.2007 12:42
190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31
Átak gegn nauðgunum á Þjóðhátíð Karlahópur Femínistafélags Íslands stóð í fyrsta sinn fyrir forvarnarátakinu Karlmenn segja nei við nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Engin nauðgun hefur verið kærð. 6.8.2007 12:24
Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11
Fluttur á slysadeild eftir að flugeldur sprakk við jörðu Einn drengur var fluttur á slysadeild þegar flugeldur sprakk við jörðu á flugeldasýningu á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Í dagbók lögreglunnar segir að drengurinn hafi ekki slasast alvarlega. 6.8.2007 11:29
Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21
Eldur í sumarbústað við Vesturhópsvatn Lögreglunni á Blönduósi barst tilkynning um eld í sumarbústaði við Vesturhópsvatn klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglumanna gekk vel að slökkva eldinn og engin slys urðu á fólki. 6.8.2007 10:36
Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus er vaknaður Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst meðvitundarlaus á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er vaknaður og kominn úr öndunarvél. Ekki er vitað hvað kom fyrir manninn en lögreglan vonast til að geta yfirheyrt hann í dag. 6.8.2007 10:30
Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29
Ökuréttindalaus á 139 km hraða Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför. 6.8.2007 10:27
Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24
Féll af svölum á annarri hæð Maður féll af annarri hæð fjölbýlishúss í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Maðurinn var í teiti og fór út af svalir hússins til að fá sér frískt loft. Hann klifraði svo upp á svalarhandriðið með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglan segir að hann hafi sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður. 6.8.2007 10:22
Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19
Maðurinn sem féll í Glerárgljúfur enn hætt kominn Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á laugardagsmorgun er enn alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað. 6.8.2007 10:02