Fleiri fréttir

Annar grunaðra hryðjuverkamanna leiddur fyrir dómara

Íraski læknirinn Bilal Abdullah verður leiddur fyrir dómara í Lundúnum í dag fyrir þátt sinn í hryðjuverkaárásinni á Glasgow-flugvöll fyrir viku og að hafa skipulagt sprengutilræði í Lundúnum degi áður.

Segir stjórnvöld tefla öryggi borgara í hættu

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins sakar stjórnmálamenn um að spila með öryggi 350 fjölskyldna á ósvífinn og óábyrgan hátt. Aldrei hafi staðið til að fara að íslenskum öryggiskröfum í íbúðum á Keflavíkurflugvelli. Sett hafi verið bráðabirgðalög sem fresta endurbótum á rafkerfi vallarins fram til 2010..

Gagnrýna ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu aflaheimilda

Forystumenn félaga útgerða og sjómanna, einstakar útgerðir og forystumenn sveitarfélaga hafa margir gagnrýnt harðlega ákvörðun Einars K Guðfinssonar sjávarútvegsráðherra frá því í gær, að skera aflaheimildir í þorski niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári.

Ólæti á Akranesi í nótt

Mikil ölvun var á Akranesi í nótt þar sem nú standa yfir írskir dagar. Þó nokkuð var um slagsmál og pústra. Þrír gistu fangageymslur þar af einn vegna fíkniefna sem fundust á honum. Alls komu tólf fíkniefnamál upp í bænum í nótt, þau eru öll til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi. Tjaldstæði bæjarins voru yfirfull og var mikið ónæði þar í nótt, einkum vegna ungmenna.

Níu björguðust þegar bát steytti á skeri

Níu manns voru í mikilli hættu þegar skemmtibáturinn Stacy steytti á skeri út af Akraneshöfn laust eftir miðnættið í nótt. Fíkniefnalögreglumenn voru fyrstir á staðinn bát sem þeir fengu til verksins en í honum voru vanir björgunarmenn. Björgunarsveitir voru kallaðar út frá Akranesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út. Hún fór þó ekki af stað þar sem fólkinu var öllu bjargað um borð í björgunarbátinn Margréti frá Akranesi. Nú er unnið að því að þétta bátinn en stefnt er að því að ná honum á flot á flóðinu um hádegið.

Bíll valt í Mosfellsbæ

Fólksbíll valt á Hafrarvatnsvegi við Mosfellsbæ í snemma í nótt. Þrír karlmenn á tvítugsaldri voru í bílnum og hlutu minniháttar meiðsl. Þeir voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Grunur er um ölvun.

Sundabraut ekki frestað en framhaldið er óljóst

„Það er ekki verið að fresta framkvæmdum við Sundabraut og það stendur ekki til,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Fréttablaðið upplýsti í gær að hluti þeirra fjögurra milljarða króna, sem samkvæmt samgönguáætlun eiga að fara í Sundabraut á næsta ári, yrði nýttur til vegaframkvæmda annars staðar á landinu.

Lögin skoðuð verði dómurinn staðfestur

Réttargæslumaður fórnarlambs meintrar nauðgunar er ósammála forsendum og niðurstöðu héraðsdóms. Hún segir sérstakt að byggja á óáreiðanlegum framburði ákærða frekar en einkar trúverðugri stúlkunni.

Bíll valt á Glerárgötu

Árekstur varð á Glerárgötu á Akureyri um tíuleytið í kvöld. Tveir bílar rákust saman með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Lögreglan á Akureyri gat litlar upplýsingar veitt um málið. Þó er vitað að engin slys urðu á fólki.

Lýst eftir stúlku

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir 17 ára stúlku, Kolbrúnu Söru Runólfsdóttur. Kolbrún hefur haft aðsetur á Árbót í Aðaldal að undanförnu en lögreglan hóf að grennslast eftir henni þegar ljóst var að hún myndi ekki skila sér þangað aftur úr leyfi. Gert er ráð fyrir að Kolbrún sé stödd í Reykjavík. Þeir sem þekkja til Kolbrúnar og vita um ferðir hennar síðastliðinn sólarhring eru beðnir um að láta lögreglu vita í síma 4441000 eða 4441100.

Umhverfisvænn bíll á Bessastaði

Forstjóri Toyota í Evrópu afhenti forseta Íslands í dag nýja Lexus bifreið sem gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Forsetinn verður fyrsti þjóðhöfðinginn í heiminum sem tekur slíka bifreið í notkun.

Ljóst að störfum fækkar í sjávarútvegi

Erfitt er fyrir sjávarútveginn að svo mikil kvótaskerðing sé tilkynnt aðeins degi eftir að Seðlabankinn ákveður að halda stýrivöxtum óbreyttum og krónan heldur áfram að styrkjast. Þetta segir formaður Sjómannasambands Íslands sem segir ljóst að störfum í sjávarútvegi muni fækka.

Vörugjöld verði lögð niður á þessu kjörtímabili

Viðskiptaráðherra segir ríkisstjórnina stefna að því að leggja niður vörugjöld á þessu kjörtímabili. Hann sé sammála Samtökum atvinnulífsins og segir vörugjöldin úreldan og handahófskenndan skatt sem heyri brátt sögunni til.

Sýknudómur Héraðsdóms skelfilegt afturhvarf til fortíðar

Atli Gíslason lögmaður segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir nauðgun á Hótel Sögu,skelfilegt afturhvarf til fortíðar. Dómurinn noti viðbrögð stúlkunnar við meintri nauðgun gegn henni. Ekki hefur verið ákveðið hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu

Borgarneslögreglan veitti ökumanni eftirför um Hvalfjörð á sjötta tímanum í kvöld. Maðurinn var mældur á 116 á 90 kafla í Hafnarskógi. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að keyra á lögreglubifreið og í veg fyrir hana.

Gjaldþrota kvótakerfi og auknar líkur á brotkasti

Kvótakerfið er gjaldþrota og ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skertan þorskkvóta kallar á aukið brottkast. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðunnar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis.

Óbreyttir stýrivextir ættu að draga úr neyslugleði

Sérfræðingar greiningadeilda bankanna telja verðbólguhorfur hafa versnað. Það hafi leitt til þess að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hafi tafist. Háir stýrivextir hafi ekki náð að slá á þenslu í þjóðfélaginu en ákvörðun Seðlabankans um óbreytta vexti ætti þó að draga úr neyslugleði heimilanna.

SSR greiðir launin

Talsmenn Íslandspósts segja að Svæðisskrifstofa fatlaðra í Reykjavík greiði laun þess fólks sem taki þátt í tilraunaverkefni á vegum Svæðisskrifstofu fatlaðra, Hins hússins og Íþrótta- og tómstundaráðs.

Bílvelta á Reykjanesbraut í dag

Bílvelta varð við Vogaveg á Reykjanesbraut um eittleytið í dag. Að sögn lögreglunnar urðu engin alvarleg slys á fólki, en einn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur með minniháttar meiðsl. Þá var bíl ekið inn í garð í Keflavík um fjögurleytið í dag. Engan sakaði í því óhappi.

Árekstur í Hrútafirði

Árekstur varð á Síkárbrú í Hrútafirði á fimmta tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki. Brúnni var lokuð um stund en nú er búið að opna hana aftur. Mikil umferð er í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þessa stundina.

Morgundagurinn er vinsælasti brúðkaupsdagur ársins

Á morgun er 7. dagur júlímánaðar eða 07.07.07. Búist er við að mörg brúðhjón verði gefin saman á þessum degi en nokkrir hafa þurft að hverfa frá vegna þess að skortur er á veislusölum.

Bráðabirgðalög um húsnæði á varnarliðssvæðinu

Forseti Íslands undirritaði í dag lög þess efnis að heimilt sé að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010. Raflagnir og rafföng á svæðinu eru í samræmi við bandaríska staðla og því verður að skipta um að þeim tíma liðnum

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gengið í skrokk á öðrum manni. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 23 þúsund krónu vegna læknisvottorðs.

Tóku ekkert mark á skoðunum reyndra manna

Stjórnvöld tóku ekkert mark á skoðunum reyndra manna þegar þau ákváðu að skera niður þorskkvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Hann lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun stjórnvalda.

SPRON hækkar vexti á íbúðalánum

SPRON hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána í íslenskum krónum úr 5.0% í 5.2%. Hækkunin tekur aðeins til nýrra lánveitinga og gildir frá og með næsta mánudegi. Áður höfðu Kaupþing og Glitnir einnig ákveðið að hækka vexti á húsnæðislánum í 5,2 prósent.

Fimmtíu og fimm ára gömul íslensk kona ól barn í gærkvöld

Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra ól son rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld. Móður og barni heilsast vel. Sigríður er 55 ára og elst íslenskra kvenna til að ala barn, svo vitað sé. Sigríður er eiginkona Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Kallar á aukið brottkast og svindl

Kvótakerfið er gjaldþrota og taka verður upp gjörbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi að mati Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um verulegan samdrátt í þorskkvóta kalla á aukið brottkast og svindl.

Mótvægisaðgerðir geta styrkt landsbyggðina til lengri tíma

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn niðurskurði aflaheimilda kann að styrkja samfélög á landsbyggðinni til lengri tíma ef rétt verður að þeim staðið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Hann lýsir yfir skilningi á ákvörðun sjávarútvegsráðherra en finnst eðlilegt að á móti verði rannsóknir á þorskstofninum stórauknar.

Illa rökstudd ákvörðun sem vinnur gegn landsbyggðinni

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um verulegan samdrátt í þorskkvóta er illa rökstudd og vinnur gegn smærri fyrirtækjum í sjávarútvegi að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að þetta muni valda miklum búsifjum á landsbyggðinni.

Hús sprakk í Svíþjóð

Kröftug sprenging varð í húsi í Södersvik austan við Norrtälje í Svíþjóð í nótt og er það gjörónýtt. Enginn var í húsinu sem er til útleigu en næstu leigjendur áttu að taka við á morgun. Samkvæmt lögreglu hafði enginn haft í hótunum við þá sem tengjast húsinu og urðu eigendurnir fyrir miklu áfalli.

Markvisst unnið að því að útrýma mávi af tjörninni

Andavarp á tjörninni hefur ekki tekist vel í ár, að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Fáir ungar hafa komist á legg. Ástæðurnar eru þær að lítið er af æti við tjörnina og að mávurinn hefur étið ungana.

Erfið ákvörðun en nauðsynleg

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir ákvörðun um að skera niður þorskkvótann um 63 þúsund tonn hafi verið erfið og honum sé fullljóst að hún skapar mikinn vanda fyrir sjávarbyggðir í landinu. Þetta kom fram í máli ráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.

Hætta á að fólk geti drukknað á Hróaskeldu

Rauði krossinn í Danmörku varar við því að hætta sé á að fólk geti drukknað á Hróaskelduhátíðinni. Þar hefur úrkoma verið mikil undanfarið og stór svæði eru þakin vatni. Talsmenn Rauða krossins á svæðinu segja að hætta á því að fólk geti drukknað sé raunveruleg, sérstaklega ef það er mjög ölvað og getur ekki komið sér upp úr vatninu af sjálfsdáðum.

Sársaukafullt fyrir sjávarútveginn

Samdráttur á aflaheimildum í þorski um 63 þúsund tonn fyrir næsta fiskveiðiár á eftir að verða mjög sársaukafullt fyrir sjávarútveginn að mati framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann undrast að ríkisstjórnin skuli einungis taka mið af tillögum Hafrannsóknarstofnunar í ákvörðun sinni.

Réttargæslumaður stúlkunnar ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur

Réttargæslumaður stúlkunnar sem kærði nauðgun á Hótel Sögu í mars síðastliðnum segist ósammála sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn einblíni of mikið viðbrögð stúlkunnar frekar en verknaðinn. Lögmaður hins ákærða segir líklegt að hann eigi rétt á bótum eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði.

Umferðarstofa hvetur bílstjóra til að sýna bifhjólamönnum tillitssemi

Umferðarstofa hefur sent frá sér tilkynningu vegna andúðar og tillitsleysi bílstjóra í garð bifhjólamanna.Að undanförnu hefur mikið verið rætt um hraðakstur bifhjólamanna. Lítið hefur hins vegar borið á réttmætri gagnrýni á hegðun margra bílstjóra í umgengni sinni við bifhjólamenn.

Nektarhlaupið í Pamplona

Hundruð dýraverndunarsinna hlupu nærri naktir á götum borgarinnar Pamplona á Spáni í gær til þess að mótmæla hinu árlega nautahlaupi í borginni.

Nýr og umhverfisvænn forsetabíll

Forseti Íslands tekur við nýrri Lexus tvinnbifreið frá Tadashi Arashima, forstjóra Toyota í Evrópu, seinni partinn í dag. Bifreiðin er af gerðinni Lexus LS600h og er knúinn Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri átta strokka bensínvél.

Kaupþing og Glitnir hækka vexti á íbúðarlánum

Kaupþing hækkaði vexti á nýjum íbúðarlánum í dag um 0,25 prósent og eru vextirnir þá komnir í 5,2 prósent. Þetta var tilkynnt í gær eftir að ljóst var að Seðlabankinn myndi ekki lækka stýrivexti á þessu ári. Glitnir hefur einnig ákveðið að hækka vexti á nýjum verðtryggðum húsnæðislánum um 0,25 prósent, eða upp í 5,2 prósent eins og Kaupþing.

Þrjú sveitarfélög greiða 7,6 milljarða fyrir Hitaveitu Suðurnesja

Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Grindavík þurfa að greiða ríkinu 7,6 milljarða fyrir hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á miðvikudag í næstu viku. Reykjanesbær borgar um 4,7 milljarða króna, Hafnarfjörður tæpa tvo milljarða og Grindavík um einn milljarð króna.

Málverk seldist á 2,2 milljarða

Málverk eftir endurreisnarlistamanninn Raphael seldist á uppboði í gær fyrir meira en 2,2 milljarða íslenskra króna. Verkið er af ítalska greifanum Lorenzo d'Medici, forföður þess sem nú er á skjánum í Bachelor þáttunum á Skjá einum. Verkið hafði ekki sést opinberlega síðan árið 1968.

Mótmæltu mannránum og ofbeldi

Hundruð þúsunda manna í Kólumbíu mótmæltu í gær mannránum FARC, samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna. Talið er að um þrjú þúsund Kólumbíumenn séu nú í haldi mannræningja.

Krónan hækkar við kvótalækkun

Gengi krónunnnar hækkaði í morgun um 0,6%, strax og sjávarútvegsráðhera var búinn að tilkynna um niðurskurð þorskkvótans. Talið er að útflultningstekjur landsmanna dragist saman um 16 milljarða króna á ársgrundvelli vegna niðurskurðarins, og landsframleiðsla dregst saman um 0,7 prósent, þar af 0,2 á þessu ári þar sem næsta fiskveiðiár hefst frysta september.

Sjá næstu 50 fréttir