Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Maðurinn játaði brot sitt.
Maðurinn játaði brot sitt. MYND/365

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gengið í skrokk á öðrum manni. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu 23 þúsund krónu vegna læknisvottorðs.

Það var í maí síðastliðnum að maðurinn réðst að öðrum manni á veitingastað á Álftanesi. Kýldi hann manninn þrisvar sinnum í andlitið og sparkaði í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot, blóðnasir og mar á öðrum hluta höfuðs.

Maðurinn játaði brot sitt hefur auki greitt fórnarlambinu skaðabætur. Hann hefur ekki komist áður í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×