Fleiri fréttir

Skutlurnar á hringferðalagi

Það verður tilkomumikil sjón á hringveginum næstu vikuna því nú laust fyrir hádegið lagði eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, Skutlurnar, í hringferðalag eftir þjóðvegi eitt.

Farþegar Hafsúlunnar voru ekki óttaslegnir

Ferðamenn sem voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni urðu nær ekkert skelkaðir þegar eldur kom þar upp í gær og virtust hafa gaman að því þegar björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelsigæslunnar komu á staðinn. 75 manns voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Kemur á óvart hversu dýr hver ferð er

Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs á milli lands og Eyja sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álagstímum. Samgönguráðherra segir hafa komið á óvart hversu dýr hver ferð er.

Hitafundur með íbúum Flóahrepps í gær

Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja urriðafossvirkjun á aðalskipulag svæðisins. Oddviti hreppsins segir Landsvirkjun hafa boðið ýmis atriði sem vert hafi verið að skoða. Hitafundur var haldinn með íbúum hreppsins í gær.

Nico Rosberg keyrir Williams-bílinn í dag

Tuttugu manna teymi vann að því hörðum höndum að setja saman Williams formúlubíl í vetrargarðinum í Smáralindinni í gær. Þýski formúluökumaðurinn Nico Rosberg hyggst svo keyra bílinn síðdegis í dag fyrir gesti og gangandi.

Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sér enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér af því hvernig Landsvirkjun svarar ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík. Ráðherrann segir þetta mál fyrirtækjanna. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum.

Sex ára drengur klæddur í sjálfsmorðssprengjuvesti

Talibanar fengu Jamal Gul, sex ára afganskan dreng til að bera sjálfsmorðssprengju. Þeir settu hann í sprengjuvesti og sögðu honum að ef hann ýtti á takka myndi vestið sprauta blómum. "Þegar þeir settu vestið á mig vissi ég fyrst ekki hvað ég ætti að halda en svo fann ég fyrir sprengjunni," sagði Jamal við fréttamenn AP fréttastofunnar.

Ófullkominn bruni í gasísskáp olli tjaldvagnaslysi

Ófullkominn bruni í gasísskáp varð til þess að eldri hjón misstu meðvitund í tjaldvagni sínum í Djúpadal í Barðastrandarsýslu í upphafi mánaðarins. Þetta er niðurstaða í rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins.

Sven-Göran til Manchester City

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur tekið við framkvæmdastjórastöðunni hjá Manchester City. Fréttastofan Sky News skýrði frá þessu fyrir stundu. Eriksson, sem er 59 ára Svíi, hefur verið atvinnulaus eftir Heimsmeistarakeppnina sem fór fram síðasta sumar. Manchester City er við að taka yfirtökutilboði taílenska auðkýfingsins Thaksin Shinawatra.

Dæmdur til dauða í Kína

Kínverskur réttarstóll dæmdi í morgun mann frá Taívan, Chung Wan-yi til dauða. Maðurinn var dæmdur fyrir að stjórna eiturlyfjahring í Kína. Í gær var annar taívanskur maður líflátinn fyrir svipaðar sakir.

Ölfusárbrú lokuð í kvöld

Ölfusárbrú verður lokað í kvöld frá klukkan 21 til tvö í nótt vegna framkvæmda við hringtorgið við brúna á Selfossi. Vegagerðin bendir vegfarendum á Hringveginum á að fara um Ölfusárósabrú á Eyrarbakkavegi meðan á lokun stendur.

Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu. Maðurinn réðst gegn konunni í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík í lok árs 2005 og kýldi hana í brjóstkassann þannig að hún marðist.

Fellibylur í Pakistan

Fellibylur reið yfir strendur Pakistan í morgun, aðeins einum degi eftir að flóð banaði yfir 200 manns í Karachi borg.Yfirvöld í Pakistan hafa flutt þúsundir manna á brott af lágum landsvæðum.

Bílaeltingaleikur í Hollandi

Ökumaður í Hollandi sem var undir áhrifum kókaíns brást illa við þegar lögregla reyndi að stöðva för hans. Í kjölfarið hófst mikill eltingaleikur sem fjöldi lögreglubíla og þyrla tóku þátt í.

Evrópusambandið ræðir við Tyrki

Evrópusambandið stækkaði í dag viðræðugrundvöll við Tyrkland þegar hafist var handa að ræða um hagtölur og fjármálastjórn í landinu. Enn var þó horft fram hjá tveimur mikilvægustu punktunum í aðildaviðræðunum, efnahags- og gjaldmiðilsmálum.

Gengið gegn umferðarslysum á þremur stöðum

Gengið verður gegn umferðarslysum á þremur stöðum á landinu í dag og hefjast göngurnar klukkan 17. Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum standa fyrir göngu í Reykjavík þar sem gengið verður frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og að þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi.

Sjö farast í kolanámu í Rússlandi

Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í metansprengingu í kolanámu í Rússlandi í gær. Kolanáman er í eigu stálsmiðjunni Severstal í Vorkuta. Þriggja manna er enn saknað og er þeirra leitað.

Morðingi Önnu Lindh kærir illa meðferð

Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur kært lækni og hjúkrunarkonu í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð fyrir að taka ekki mark á kvörtunum sínum. Hann fékk blóðtappa í lungun í byrjun ársins.

Skaut fangavörð til bana og lagði á flótta

Fangi í Utah ríki í Bandaríkjunum náði byssu af fangaverði sem var að gæta hans og skaut hann til bana í dag. Lögregla yfirbugaði manninnn nokkru síðar á veitingastað í nágrenninu eftir eltingaleik.

Gaddafi hvetur til stofnunar Bandaríkja Afríku

Forseti Líbíu, Muammar Gaddafi hefur heitið því að berjast fyrir því að sameina ríki Afríku undir einni ríkisstjórn. Í ræðu sem hann hélt í Gíneu í dag sagði hann að sjálfstæð ríki í álfunni ættu sér enga framtíð, eina lausnin fælist í sameinaðri Afríku.

Tveir látnir í vatnavöxtum á Bretlandi

Tveir eru látnir eftir mikil flóð í kjölfar helliregns sem gengið hafa yfir Bretlandseyjar í dag. Björgunarsveitarmenn fengu ekkert að gert þegar maður drukknaði en fótleggur hans festist í niðurfalli. Þá hefur verið staðfest að þrettán ára gamall drengur hafi drukknað þegar áin Sheaf í Sheffield flæddi yfir bakka sína.

Dreng bjargað í Sundlaug Akureyrar

Líðan sex ára gamals drengs sem bjargað var frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í dag er stöðug. Hann er kominn til meðvitundar og verður á gjörgæslu í nótt til eftirlits, að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði gegn málfrelsi

Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi í dag gegn málfrelsi námsmanna þegar nemandi tapaði máli sínu fyrir réttinum. Nemandinn hafði veifað fána sem á stóð „Bong hits 4 Jesus“, sem útleggja mætti á þá leið: „Fáum okkur í haus fyrir Jesús“.

Mosaeldur kviknaði út frá sígarettustubbi

Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kviknaði við þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Eldurinn náði ekki að breiða mikið úr sér og aðeins eru um 12 til 14 fermetrar brunnir. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hins vegar hefði getað farið verr en slóði sem varð á vegi eldsins og lítil gola sáu til þess að hann náði ekki að breiða úr sér.

Sarkozy skorar á alþjóðasamfélagið

Forseti Frakklands skorar á alþjóðasamfélagið að sýna Súdönum hörku taki þeir ekki þátt í samvinnu um endalok átakanna í Darfur. Hann segir þögnina um stríðsglæpi í Darfur viðhalda átökum á svæðinu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir umheiminn hafa brugðist íbúum Darfurs.

Hrapaði um tvær hæðir við björgun slökkviliðs

Kínverskum manni var naumlega bjargað frá bruna á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Shanghaí á laugardag. Björgunarsveit og nágrannar fylgdust með þegar slökkviliðsmaður klifraði upp stiga og afhenti manninum öryggisbelti sem hann festi í handrið. Hann féll síðan um tvær hæðir en öryggislínan bjargaði honum frá því að hrapa til jarðar.

Fomúlubíll í Smáralind

Formúlubíllinn sem Nico Rosberg ekur við Smáralind á morgun, þriðjudag, er kominn til Íslands og hefur verið settur upp í Vetrargarði Smáralindar. Í tilkynningu kemur fram að bílnum, sem vegur um 600 kg, fylgi 20 manna starfslið ásamt tæplega 8 tonnum af búnaði. Þetta er 2007 útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams liðsins á brautum um allan heim.

Skerðing þorkskvóta getur jafngilt lokun frystihúsa

Verði að öllu farið að tillögu Hafró um skerðingu þorskvótans getur það jafngilt því að loka þurfi fimmtán til tuttugu frystihúsum. Þetta er mat Starfsgreinasambandsins en fulltrúar þeirra funduðu með sjávarútvegsráðherra í dag.

Bylting í heyskap

Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum.

Fjölgun hjólhýsa og stærri bílafloti hér á landi eru merki um velmegun

Stærri bílafloti, fjölgun hjólhýsa og tjaldvagna og betri vegir eru allt merki um aukna velmegun í íslensku samfélagi segir prófessor í félagsfræði. Lögreglan í Reykjavík segir umferðarteppuna á þjóðveginum í gær sjaldan hafa verið eins mikla. Stóraukinn fjöldi hjólhýsa og tjaldvagna á vegunum sé meginástæðan.

Fatahreinsun sýknuð af þriggja milljarða skaðabótum

Bandarískur dómari tapaði í dag máli sem hann höfðaði gegn eigendum þvottahúss í Washington vegna buxna sem týndust í hreinsun en komu síðar í leitirnar. Fatahreinsunin var sýknuð af rúmlega þriggja milljarða króna skaðabótakröfu. Ákæran var byggð á slagorði hreinsunarinnar sem sagðist tryggja ánægju viðskiptavina.

Sökkva Hagavatni

Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi.

Alcan bíður svars frá Landsvirkjun

Væntanlegt svar Landsvirkjunar við ósk Alcan um framlengingu raforkusamnings gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum og verður þannig prófsteinn á stjóriðjustefnu nýrrar ríkisstjórnar. Forstjóri Alcan vonar að stjórnmálamenn reyni ekki að bregða fæti fyrir áform fyrirtækisins.

Stjórn Alþóðabankans samþykkir tilnefningu Zoellicks

Robert Zoellick hefur fengið blessun stjórnar Alþjóðabankans og mun hann því taka við af Paul Wolfowitz sem forseti bankans. Zoellick var tilnefndur af George Bush Bandaríkjaforseta og hann mun setjast á forsetastól 30. júní næstkomandi.

Eldur slökktur um borð í Hafsúlunni

Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni rétt fyrir klukkan hálf sex. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og er báturinn kominn til hafnar. 75 manns voru um borð í bátnum úti fyrir Lundey í Skerjafirði þegar eldurinn kviknaði.

Dularfullur hryggur rannsakaður

Bandarískir vísindamenn leggja á næstu dögum af stað í 40 daga rannsóknarleiðangur norður á boginn að hinum leyndardómsfulla Gakkel-hrygg. Hryggurinn er staðsettur neðan sjávar milli Grænlands og Síberíu, þar sem Norður-Ameríku-, og Evrópuflekarnir skiljast að. Svæðið vakti athygli eftir að kunnugt varð um mikla uppsprettu heits vatns þar. Margir telja að á þessum afskektu slóðum sé auðugt og sérstakt lífríki að finna sem þróast hafi einangrað umhverfis hverina í aldanna rás.

Vilja að virkjun í Hverfisfljóti fari í umhverfismat

Landvernd hefur sent umhverfisráðherra bréf þar sem farið er fram á að ráðherra ógildi úrskurð Skipulagsstofnunar varðandi virkjun í Hverfisfljóti í Hnútu í Skaftárhreppi. Stofnunin komst að því að þessi 2,5 megavatta virkjun þyrfti ekki að fara í umhverfismat.

Alvarlegum umferðarslysum fjölgar um 60 prósent milli ára

Alvarlegum umferðarslysum fjölgaði um 60 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2007 miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta sýna tölur Umferðarstofu. Alls slösuðust 52 alvarlega í 48 slysum á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra voru þeir 33 í 30 slysum.

Skógareldar í Kaliforníu

Miklir skógareldar í Kaliforníu hafa eyðilagt meira en 200 heimili og neytt um þúsund manns til að yfirgefa heimili sín. 460 slökkviliðsmenn eru að berjast við eldinn og búist er við sú tala muni tvöfaldast fyrir kvöldið.

Fyrsta búrfæðing djöflaskötunnar

Á sædýrasafni í Japan er fæðingu djöflaskötu ákaft fagnað en þetta er í fyrsta skipti sem þessi dýrategund fjölgar sér búri. Fæðingin gekk að óskum hjá hinni 4,2 metra löngu móður og litli djöflaskötuunginn byrjaði fljótlega að synda um búrið og leika sér.

Embætti borgarritara og borgarlögmanns endurvakin

Embætti borgarritara og borgarlögmanns verða endurvakin samkvæmt nýsamþykktum breytingum á stjórnkerfi og skipuriti Reykjavíkurborgar. Það var gert á borgarstjórnarfundi í síðustu viku eftir tillögu Vilhálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra.

Sjá næstu 50 fréttir