Innlent

Ölfusárbrú lokuð í kvöld

MYND/E.Ól

Ölfusárbrú verður lokað í kvöld frá klukkan 21 til tvö í nótt vegna framkvæmda við hringtorgið við brúna á Selfossi. Vegagerðin bendir vegfarendum á Hringveginum á að fara um Ölfusárósabrú á Eyrarbakkavegi meðan á lokun stendur.

Þá segir Vegagerðin í tilkynningu að búast megi við umferðartöfum á Vestfjarðavegi nr. 60 í Pennusneiðingi ofan Flókalundar á morgun vegna ræsagerðar. Enn fremur verða tafir á Grindarvíkurvegi vegna framkvæmda í dag og næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×