Innlent

Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu. Maðurinn réðst gegn konunni í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík í lok árs 2005 og kýldi hana í brjóstkassann þannig að hún marðist. Maðurinn viðurkenndi brotið og út frá því og gögnum málsins var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×