Innlent

Skutlurnar á hringferðalagi

Það verður tilkomumikil sjón á hringveginum næstu vikuna því nú laust fyrir hádegið lagði eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, Skutlurnar, í hringferðalag eftir þjóðvegi eitt.

Það var glaðbeittur hópur af sextán leðurklæddum konum með bleikt merki Skutlanna sem tygjaði sig af stað í glaðasólskini í Árbænum í morgun, með nesti, hjálm og barmafulla tanka. Skutlurnar tóku sig saman fyrir rúmu ári og munu hjóla hringinn á sjö dögum - á löglegum hraða, að sjálfsögðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×