Innlent

Mosaeldur kviknaði út frá sígarettustubbi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. MYND/Heiða

Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kviknaði við þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Eldurinn náði ekki að breiða mikið úr sér og aðeins eru um 12 til 14 fermetrar brunnir. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hins vegar hefði getað farið verr en slóði sem varð á vegi eldsins og lítil gola sáu til þess að hann náði ekki að breiða úr sér.

 

Sígarettustubbur fannst þar sem eldurinn blossaði upp og segir lögregla líklegast að það sé örsök bálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×