Innlent

Ísbjörn, ugla, fálki og örn í Bolungarvík

Ísbjörn, ugla, fálki og örn eru meðal þess sem hægt er að sjá á endurbættu Náttúrugripasafni Vestfjarða í Bolungarvík sem opnað var um helgina.

Boðið var til opnunarhátíðar í tilefni af formlegri opnun upplýsingamiðstöðvar og Náttúrugripasafns Bolungarvíkur á laugardaginn. Gagngerar breytingar hafa átt sér stað í safninu og er nú möguleiki á að halda fyrirlestar í sal safnsins fyrir allt að hundrað og fimmtíu manns.

Fuglar, blöðruselsbrimill, selir, refir, minkar og hvítabjörn eru á meðal þess sem sjá má á safninu. Þar einnig sérstök steinasýning og fuglasýning þar sem finna má bæði innlenda fugla og erlenda, sem hingað hafa komið, á ýmsum aldursskeiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×