Innlent

Hitafundur með íbúum Flóahrepps í gær

Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja urriðafossvirkjun á aðalskipulag svæðisins. Oddviti hreppsins segir Landsvirkjun hafa boðið ýmis atriði sem vert hafi verið að skoða. Hitafundur var haldinn með íbúum hreppsins í gær.

Það var fjölmennt á íbúafundi í félagsheimilinu Þjórsárveri í gærkvöld þegar sveitastjórn Flóahrepps kynnti tvær tillögur að aðalskipulagi svæðisins. Önnur skipulagstillagan var með Urriðafossvirkjun í aðalskipulagi en hin var án virkjunar. Hreppsnefndin hafði áður samþykkt að virkjunin yrði ekki sett á aðalskipulag því ekki væri nægilegur ávinningur af virkjuninni fyrir sveitarfélagið.

Eftir þá ákvörðun átti Landsvirkjun fund með hreppsnefndinni og bauð sveitarstjórninnni meðal annars endurbætur á vegum í sveitarfélaginu, kostun á nýjum aðveitum, og endurbótum á gsm sambandi. Fjölmargir íbúar Flóahrepps mótmæltu því harðlega á fundinum í gær að virkjunin yrði í aðalskipulagi.

Halldóra Gunnarsdóttir, talsmaður Sólar í Flóa, samtaka áhugafólks um verndun Þjórsárvera, segir Landsvirkjun bjóða sveitastjórninni fríðindi sem ríkið ætti að skaffa sveitarfélaginu. Aðalsteinn Sveinsson Oddviti Flóahrepps segir að eftir fundinn með Landsvirkjun hafi verið sæst á að halda viðræðum áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×