Fleiri fréttir Blaðamaður enn í haldi 19.3.2007 13:42 Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni ,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér. 19.3.2007 13:23 Danir verjast reykbanni Danskir veitingamenn hyggjast verja um tveim milljörðum króna til þess að tryggja að viðskiptavinir þeirra geti haldið áfram að fá sér smók, þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Danmörku um miðjan ágúst næstkomandi. Peningunum verður varið til þess að útbúa reykingaaðstöðu bæði innan dyra og utan. 19.3.2007 13:19 Eldfjallagarður á Reykjanesskaga Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman. 19.3.2007 13:02 Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum. 19.3.2007 12:19 Fjárhagslegur ávinningur brostinn Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn. 19.3.2007 12:17 Versta veðrið gengið yfir í bili Holtavörðuheiði var lokuð í nótt vegna ófærðar og þurftu ökumenn því að aka Laxárdalsheiði og Heydal til að komast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Áhlaupið er nú gengið yfir landið og í hönd fer hláka með tilheyrandi vatnsaga víða um land. 19.3.2007 12:15 Yfirheyrslur hafnar yfir meintum nauðgara Yfirheyrslur eru hafnar yfir ungum útlendingi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi, grunuðum um að hafa nauðgað ungri konu á kvennasalerni á Hótel Sögu aðfaranótt laugardags. 19.3.2007 12:13 Dauðskelkaður á fyrsta klassa Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn. 19.3.2007 12:06 Enn logar ófriðarbál Þrjár bílsprengjur og tvær aðrar sprengjur hafa grandað 18 og sært 37 til viðbótar í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Í nótt verða 4 ár liðin frá innrás bandamanna í Írak. Ekkert lát virðist vera á ófriðaröldunni í landinu, þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir. 19.3.2007 11:39 Hvessir á morgun með snjókomu og slyddu Stíf norðanátt verður fram á daginn á austanverðu landinu með snjóéljum og víða skafrenningi, en síðdegis eða í kvöld verður vindur yfirleitt orðinn hægur víðast hvar á landinu. Á morgun snýst vindur hins vegar til hvassrar sunnanáttar áttar á vestanverðu landinu með snjókomu sem smám saman þróast yfir í slyddu og síðar rigningu. 19.3.2007 11:22 HIV and Drugs: A Ticking Timebomb 19.3.2007 11:14 Alveg bannað að mæta fullur á árshátíð Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni hefur verið skipaður skólameistari þar áfram til næstu fimm ára. Hann hefur sinnt starfinu frá því að fyrrverandi skólameistari fór í námsleyfi árið 2001 og var formlega skipaður haustið 2002. 19.3.2007 10:57 Hellisheiði opnuð fyrir vel búna bíla Hellisheiði var opnuð nú í kvöld fyrir fjórhjóladrifnum bílum en fyrr í dag þurfti að loka heiðinni vegna skafrennings og slæmrar færðar. Snjómokstursbílar eru enn á ferðinni og er reiknað með að heiðin verið orðin opin öllum bílum síðar í kvöld. 18.3.2007 20:49 Lögregla á inni mikið frí vegna óeirða Kostnaðurinn við óeirðirnar í Kaupmannahöfn í tengslum við niðurif Ungómshússins í byrjun mánaðarins tekur á sig ýmsar myndir ef marka má frétt á vef Politiken. 18.3.2007 20:32 Jeppi og snjóruðningstæki rákust saman í Víkurskarði Umferðaróhapp varð í Víkurskarði á Norðurlandi í morgun þar sem jeppi og snjóruðningstæki rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki slys á fólki en draga þurfti jeppan af vettvangi. 18.3.2007 20:15 Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða. 18.3.2007 20:00 Réttur þriðjungur Bandaríkjamanna styður stríðið í Írak Rétt liðlega þriðjungur Bandaríkjamanna styður hernaðinn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem bandaríska fréttastöðin CNN birti í dag en hún var gerð í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak ásamt stuðningsmönnum sínum og steyptu Saddam Hussein af stóli. 18.3.2007 19:47 Skeytti skapi sínu á stórverslun Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun. 18.3.2007 19:45 Grunur um að árásir tengist átökum gengja 15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja. 18.3.2007 19:30 Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum. 18.3.2007 19:13 Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf. 18.3.2007 19:06 Þjónustumiðstöð fyrir Norðurhöf verði á Vestfjörðum Varaþingmaður frá Suðureyri fékk samþykkta þingsályktunartillögu í nótt um að þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. 18.3.2007 19:02 Aur flæddi niður fjallshlíðina Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær. 18.3.2007 19:00 Miðjuflokkurinn með forystu eftir fyrstu tölur í Finnlandi Miðjuflokkur Mattis Vahanens, forsætisráðherra Finnlands, hefur forystu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í þingkosningum í Finnlandi en búið er að telja fjórðung atkvæða. Hafði flokkurinn fengið 24,8 prósent atkvæða en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Jafnaðarmannaflokkurinn, er með 22,9 prósent. 18.3.2007 18:59 Alþingi samþykkir að stofna stærsta þjóðgarð Evrópu Vatnajökulsþjóðgarður, sem Alþingi samþykkti að stofna í gærkvöldi, verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann mun ná yfir einn áttunda hluta Íslands. 18.3.2007 18:57 Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu. 18.3.2007 18:54 Þjálfari Pakistans í krikket deyr á heimsmeistaramóti Þjálfari pakistanska landsliðsins í krikket lést á sjúkrahúsi í Kingston á Jamaíku en hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu fyrr í dag, degi eftir að liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu í krikket sem fram fer á Jamaíku. 18.3.2007 18:51 Milljón manns fallið í Írak Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. 18.3.2007 18:45 Landbúnaðarráðherra hefur flutt 160 opinber störf í eigið kjördæmi Ráðherrar hafa áhrif á hagvöxt og tekjustig landshluta með stjórnvaldsaðgerðum sínum. Landbúnaðarráðherra hefur flutt í eigið kjördæmi 160 opinber störf á tíu árum en Ísafjörð virðist vanta málsvara. 18.3.2007 18:45 Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. 18.3.2007 18:33 Holtavörðuheiði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið Björgunarsveitir hafa í dag hjálpað fólki sem lenti í vandræðum á bæði Hellisheiði og Holtavörðuheiði vegna hvassviðris og ofankomu. Þá hafa snjóflóð fallið á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í dag. Illviðrið færir sig nú yfir á austurhluta landsins og ræður Slysavarnafélagið Landsbjörg fólki frá því að leggjast í ferðalög á illa búnum bílum. 18.3.2007 18:30 Fernt flutt á sjúkrahús eftir árekstur - Hellisheiði ófær Fernt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jeppa var ekið aftan á fólksbíl á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag. Að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild var fólkið allt í fólksbílnum, þar af eitt barn, og gengst það nú undir rannsókn. 18.3.2007 17:25 Munurinn á Sarkozy og Royal minnkar Aðeins hefur dregið saman með Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista í Frakklandi, og helsta andstæðingi hennar, íhaldsmanninum og innanríkisráðherranum Nicolas Sarkozy, samkvæmt tveimur nýjum skoðana könnunum. Tölurnar benda hins vegar enn til þess að Sarkozy verði næsti forseti Frakklands. 18.3.2007 17:03 Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan. 18.3.2007 16:37 Tafir á umferð á Hellisheiði vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Hellisheiði nú á fjórða tímanum þar sem jeppi og fólksbíll rákust saman. Um aftanákeyrslu var að ræða en ekki er vitað hvor ók aftan á hvorn. Tveir eða þrír munu hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins en meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg. 18.3.2007 16:26 Eldri gerðir berklabóluefnis betri Eldri gerðir berklabóluefnis virðast virka betur er þær nýrri. Þetta segja franskir læknar. Breytingar sem gerðar hafa verið á erfðaþáttum bóluefnisins til að reyna að draga úr hliðarverkunum þess hafa einnig leitt til þess að það virkar verr. Rannsakendur við Lois Pasteur-stofnunina vilja nú gera tilraunir með eldri gerðir bóluefnis og taka það aftur í notkun. 18.3.2007 16:21 Stjórnarandstæðingum meina að yfirgefa Simbabve Yfirvöld í Simbabve hafa meinað fjórum félögum í stjórnarandstöðunni að fara úr landi og börðu einn þeirra þegar hann hugðist fljúga til Evrópu á fund. 18.3.2007 16:15 Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005. 18.3.2007 15:58 Íhuga að malbika tunglið Vísindamenn kanna nú mögulega hættu sem geimförum stafar af því að anda að sér tunglryki. Rannsókn bendir til þess að smæstu agnir tunglryks gætu verið eitraðar en sannreyna á kenninguna með tilraunum á músum. NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman rannsóknarteymi sem á að kanna málið og komast að niðurstöðu fyrir fyrirætlaða tunglferð árið 2020. 18.3.2007 15:52 Framtíðarlandið býður þjóð og ráðamönnum sáttmála Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem samtökin bjóða þjóðinni og ráðamönnum að undirrita. Sáttmálinn kveður á um að þjóðin hafi kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði fær að njóta sín ásamt því að áætlanir um náttúruvernd verði lögfestar áður en nokkuð frekar verður aðhafst í orkuvinnslu og stóriðju. 18.3.2007 15:35 Níu skipverja saknað eftir árekstur flutningaskipa í Kínahafi Átta hafa fundist látnir og níu er saknað er eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Austur-Kínahafi snemma í morgun. Björgunarsveitum tókst að bjarga 12 manns af skipunum upp í þyrlu og voru myndir af því sýndar í kínversku sjónvarpi. 18.3.2007 14:59 Sex til átta bílnum bjargað ofan af Holtavörðuheiði Tvær Björgunarsveitir á Vestur- og Norðvesturlandi hafa frá því um hádegisbil í dag aðstoðað fólk sem lent hefur í erfiðleikum á Holtavörðuheiði en þar er veður vont og hefur heiðinni verið lokað vegna ófærðar. 18.3.2007 14:48 Harður árekstur í Breiðholtinu í hádeginu Harður árekstur varð á umferðarljósum á gatnamótum Höfðabakka og Stekkjarbakka í Breiðholti í hádeginu í dag. Þar rákust tveir fólksbílar saman en talið er að annar þeirra hafi ekið gegn rauðu ljósi. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 18.3.2007 14:32 Innkallar katta- og hundamat vegna veikinda og dauða dýra Stór framleiðandi katta- og hundamatar í Bandaríkjunum innkallaði í gær 60 milljónir skammta af framleiðslu sinni eftir að bæði hundar og kettir hafa veikst og drepist eftir að hafa étið matinn. 18.3.2007 14:21 Sjá næstu 50 fréttir
Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni ,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér. 19.3.2007 13:23
Danir verjast reykbanni Danskir veitingamenn hyggjast verja um tveim milljörðum króna til þess að tryggja að viðskiptavinir þeirra geti haldið áfram að fá sér smók, þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Danmörku um miðjan ágúst næstkomandi. Peningunum verður varið til þess að útbúa reykingaaðstöðu bæði innan dyra og utan. 19.3.2007 13:19
Eldfjallagarður á Reykjanesskaga Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman. 19.3.2007 13:02
Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum. 19.3.2007 12:19
Fjárhagslegur ávinningur brostinn Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn. 19.3.2007 12:17
Versta veðrið gengið yfir í bili Holtavörðuheiði var lokuð í nótt vegna ófærðar og þurftu ökumenn því að aka Laxárdalsheiði og Heydal til að komast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Áhlaupið er nú gengið yfir landið og í hönd fer hláka með tilheyrandi vatnsaga víða um land. 19.3.2007 12:15
Yfirheyrslur hafnar yfir meintum nauðgara Yfirheyrslur eru hafnar yfir ungum útlendingi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi, grunuðum um að hafa nauðgað ungri konu á kvennasalerni á Hótel Sögu aðfaranótt laugardags. 19.3.2007 12:13
Dauðskelkaður á fyrsta klassa Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn. 19.3.2007 12:06
Enn logar ófriðarbál Þrjár bílsprengjur og tvær aðrar sprengjur hafa grandað 18 og sært 37 til viðbótar í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Í nótt verða 4 ár liðin frá innrás bandamanna í Írak. Ekkert lát virðist vera á ófriðaröldunni í landinu, þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir. 19.3.2007 11:39
Hvessir á morgun með snjókomu og slyddu Stíf norðanátt verður fram á daginn á austanverðu landinu með snjóéljum og víða skafrenningi, en síðdegis eða í kvöld verður vindur yfirleitt orðinn hægur víðast hvar á landinu. Á morgun snýst vindur hins vegar til hvassrar sunnanáttar áttar á vestanverðu landinu með snjókomu sem smám saman þróast yfir í slyddu og síðar rigningu. 19.3.2007 11:22
Alveg bannað að mæta fullur á árshátíð Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni hefur verið skipaður skólameistari þar áfram til næstu fimm ára. Hann hefur sinnt starfinu frá því að fyrrverandi skólameistari fór í námsleyfi árið 2001 og var formlega skipaður haustið 2002. 19.3.2007 10:57
Hellisheiði opnuð fyrir vel búna bíla Hellisheiði var opnuð nú í kvöld fyrir fjórhjóladrifnum bílum en fyrr í dag þurfti að loka heiðinni vegna skafrennings og slæmrar færðar. Snjómokstursbílar eru enn á ferðinni og er reiknað með að heiðin verið orðin opin öllum bílum síðar í kvöld. 18.3.2007 20:49
Lögregla á inni mikið frí vegna óeirða Kostnaðurinn við óeirðirnar í Kaupmannahöfn í tengslum við niðurif Ungómshússins í byrjun mánaðarins tekur á sig ýmsar myndir ef marka má frétt á vef Politiken. 18.3.2007 20:32
Jeppi og snjóruðningstæki rákust saman í Víkurskarði Umferðaróhapp varð í Víkurskarði á Norðurlandi í morgun þar sem jeppi og snjóruðningstæki rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri urðu ekki slys á fólki en draga þurfti jeppan af vettvangi. 18.3.2007 20:15
Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða. 18.3.2007 20:00
Réttur þriðjungur Bandaríkjamanna styður stríðið í Írak Rétt liðlega þriðjungur Bandaríkjamanna styður hernaðinn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem bandaríska fréttastöðin CNN birti í dag en hún var gerð í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak ásamt stuðningsmönnum sínum og steyptu Saddam Hussein af stóli. 18.3.2007 19:47
Skeytti skapi sínu á stórverslun Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun. 18.3.2007 19:45
Grunur um að árásir tengist átökum gengja 15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja. 18.3.2007 19:30
Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum. 18.3.2007 19:13
Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf. 18.3.2007 19:06
Þjónustumiðstöð fyrir Norðurhöf verði á Vestfjörðum Varaþingmaður frá Suðureyri fékk samþykkta þingsályktunartillögu í nótt um að þjónustumiðstöð fyrir útgerð og siglingar í Norðurhöfum verði á Vestfjörðum. 18.3.2007 19:02
Aur flæddi niður fjallshlíðina Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær. 18.3.2007 19:00
Miðjuflokkurinn með forystu eftir fyrstu tölur í Finnlandi Miðjuflokkur Mattis Vahanens, forsætisráðherra Finnlands, hefur forystu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í þingkosningum í Finnlandi en búið er að telja fjórðung atkvæða. Hafði flokkurinn fengið 24,8 prósent atkvæða en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Jafnaðarmannaflokkurinn, er með 22,9 prósent. 18.3.2007 18:59
Alþingi samþykkir að stofna stærsta þjóðgarð Evrópu Vatnajökulsþjóðgarður, sem Alþingi samþykkti að stofna í gærkvöldi, verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Hann mun ná yfir einn áttunda hluta Íslands. 18.3.2007 18:57
Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu. 18.3.2007 18:54
Þjálfari Pakistans í krikket deyr á heimsmeistaramóti Þjálfari pakistanska landsliðsins í krikket lést á sjúkrahúsi í Kingston á Jamaíku en hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu fyrr í dag, degi eftir að liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu í krikket sem fram fer á Jamaíku. 18.3.2007 18:51
Milljón manns fallið í Írak Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak. 18.3.2007 18:45
Landbúnaðarráðherra hefur flutt 160 opinber störf í eigið kjördæmi Ráðherrar hafa áhrif á hagvöxt og tekjustig landshluta með stjórnvaldsaðgerðum sínum. Landbúnaðarráðherra hefur flutt í eigið kjördæmi 160 opinber störf á tíu árum en Ísafjörð virðist vanta málsvara. 18.3.2007 18:45
Sáttmáli gegn stóriðjuáformum Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. 18.3.2007 18:33
Holtavörðuheiði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið Björgunarsveitir hafa í dag hjálpað fólki sem lenti í vandræðum á bæði Hellisheiði og Holtavörðuheiði vegna hvassviðris og ofankomu. Þá hafa snjóflóð fallið á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í dag. Illviðrið færir sig nú yfir á austurhluta landsins og ræður Slysavarnafélagið Landsbjörg fólki frá því að leggjast í ferðalög á illa búnum bílum. 18.3.2007 18:30
Fernt flutt á sjúkrahús eftir árekstur - Hellisheiði ófær Fernt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jeppa var ekið aftan á fólksbíl á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag. Að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild var fólkið allt í fólksbílnum, þar af eitt barn, og gengst það nú undir rannsókn. 18.3.2007 17:25
Munurinn á Sarkozy og Royal minnkar Aðeins hefur dregið saman með Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista í Frakklandi, og helsta andstæðingi hennar, íhaldsmanninum og innanríkisráðherranum Nicolas Sarkozy, samkvæmt tveimur nýjum skoðana könnunum. Tölurnar benda hins vegar enn til þess að Sarkozy verði næsti forseti Frakklands. 18.3.2007 17:03
Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan. 18.3.2007 16:37
Tafir á umferð á Hellisheiði vegna umferðarslyss Umferðarslys varð á Hellisheiði nú á fjórða tímanum þar sem jeppi og fólksbíll rákust saman. Um aftanákeyrslu var að ræða en ekki er vitað hvor ók aftan á hvorn. Tveir eða þrír munu hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins en meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg. 18.3.2007 16:26
Eldri gerðir berklabóluefnis betri Eldri gerðir berklabóluefnis virðast virka betur er þær nýrri. Þetta segja franskir læknar. Breytingar sem gerðar hafa verið á erfðaþáttum bóluefnisins til að reyna að draga úr hliðarverkunum þess hafa einnig leitt til þess að það virkar verr. Rannsakendur við Lois Pasteur-stofnunina vilja nú gera tilraunir með eldri gerðir bóluefnis og taka það aftur í notkun. 18.3.2007 16:21
Stjórnarandstæðingum meina að yfirgefa Simbabve Yfirvöld í Simbabve hafa meinað fjórum félögum í stjórnarandstöðunni að fara úr landi og börðu einn þeirra þegar hann hugðist fljúga til Evrópu á fund. 18.3.2007 16:15
Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005. 18.3.2007 15:58
Íhuga að malbika tunglið Vísindamenn kanna nú mögulega hættu sem geimförum stafar af því að anda að sér tunglryki. Rannsókn bendir til þess að smæstu agnir tunglryks gætu verið eitraðar en sannreyna á kenninguna með tilraunum á músum. NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman rannsóknarteymi sem á að kanna málið og komast að niðurstöðu fyrir fyrirætlaða tunglferð árið 2020. 18.3.2007 15:52
Framtíðarlandið býður þjóð og ráðamönnum sáttmála Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem samtökin bjóða þjóðinni og ráðamönnum að undirrita. Sáttmálinn kveður á um að þjóðin hafi kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði fær að njóta sín ásamt því að áætlanir um náttúruvernd verði lögfestar áður en nokkuð frekar verður aðhafst í orkuvinnslu og stóriðju. 18.3.2007 15:35
Níu skipverja saknað eftir árekstur flutningaskipa í Kínahafi Átta hafa fundist látnir og níu er saknað er eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Austur-Kínahafi snemma í morgun. Björgunarsveitum tókst að bjarga 12 manns af skipunum upp í þyrlu og voru myndir af því sýndar í kínversku sjónvarpi. 18.3.2007 14:59
Sex til átta bílnum bjargað ofan af Holtavörðuheiði Tvær Björgunarsveitir á Vestur- og Norðvesturlandi hafa frá því um hádegisbil í dag aðstoðað fólk sem lent hefur í erfiðleikum á Holtavörðuheiði en þar er veður vont og hefur heiðinni verið lokað vegna ófærðar. 18.3.2007 14:48
Harður árekstur í Breiðholtinu í hádeginu Harður árekstur varð á umferðarljósum á gatnamótum Höfðabakka og Stekkjarbakka í Breiðholti í hádeginu í dag. Þar rákust tveir fólksbílar saman en talið er að annar þeirra hafi ekið gegn rauðu ljósi. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. 18.3.2007 14:32
Innkallar katta- og hundamat vegna veikinda og dauða dýra Stór framleiðandi katta- og hundamatar í Bandaríkjunum innkallaði í gær 60 milljónir skammta af framleiðslu sinni eftir að bæði hundar og kettir hafa veikst og drepist eftir að hafa étið matinn. 18.3.2007 14:21