Fleiri fréttir Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. 18.3.2007 12:19 Þingkosningar í Finnlandi í dag Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. 18.3.2007 12:15 Alþingismenn farnir heim Störfum Alþingis á kjörtímabilinu er lokið. Geir H. Haarde forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingfrestun og sleit síðasta þingfundi klukkan hálfeitt í nótt. Óvenju margir þingmenn, sem kjörnir voru síðast, sækjast ekki eftir endurkjöri. 18.3.2007 12:13 Björgunarsveitir til aðstoðar fólki á Holtavörðuheiði - heiðinni lokað Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu og ófærðar og hafa björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vandræðum. 18.3.2007 12:12 Búið að opna Hellisheiðina en ekkert ferðaveður Hellisheiðinni var lokað í morgun vegna blindhríðar og var lögregla og hjálparsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er hins vegar víða búið að opna vegi eftir snjóflóð eða snjóflóðahættu. 18.3.2007 12:02 Fagna 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney Ástralir fagna í dag 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney sem er eitt af einkennum borgarinnar. Fjölbreytt dagskrá verður við brúna að þessu tilefni, þar á meðal munu um 200 þúsund manns nýta sér fágætt tækifæri og ganga yfir brúna þar sem hún verður lokuð í dag fyrir bílaumferð. 18.3.2007 11:30 Safna undirskriftum gegn reykingabanni í Danmörku Andstaða við fyrirhugað reykingabann á veitingastöðum og krám í Danmörku sem taka á gildi um miðja ágústmánuð fer vaxandi eftir því sem greint er frá á vef Jótlandspóstsins. Þar segir að hópur veitingahúsaeigenda hafi nú hafið undirskriftasöfnun til þess að mótmæla banninu. 18.3.2007 11:15 Ræða ekki við ráðherra Hamas Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki. 18.3.2007 11:00 Ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús í sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á staur á afrein á Hafnarfjarðarvegi sem liggur upp í Hamraborg í Kópavogi. 17.3.2007 20:56 Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum Vegagerðin varar fólk við að vera á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum og segir að Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sé enn lokuð en þar féllu að minnsta kosti tvö snjóflóð í kvöld. Bæði Ísafjarðardjúp og Óshlíð eru lokuð. 17.3.2007 20:50 Lögregla og lögmenn takast á í Pakistan Til harðra átaka kom í dag milli lögreglumanna og lögfræðinga í borginni Lahore í Pakistan þar sem lögmennirnir mótmæltu brottvikningu eins af hæstaréttardómurum landsins úr embætti. 17.3.2007 20:07 Getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæðin Veikustu byggðasvæðin á landinu ætti síður að styrkja en hin sterkari, segir sérfræðingur. Forgangsröðun er mikilvæg og það getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæði landsins. 17.3.2007 19:45 Óhóf í drykkju Íra Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur. 17.3.2007 19:30 Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18 Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna. 17.3.2007 19:15 Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06 Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03 7 týndu lífi í flugslysi Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún. 17.3.2007 19:00 Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59 Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56 Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55 Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55 Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53 Klórgas notað í Írak 8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl. 17.3.2007 18:45 Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25 Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10 Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52 Norðmenn í hópi fyrstu þjóða til að viðurkenna þjóðstjórn Norðmenn eru í hópi fyrstu þjóða sem viðurkenna nýja þjóðsstjórn Palestínu, en hún var svarin í embætti í dag eftir að palestínska þingið hafði lagt blessun sína yfir hana. Norsk stjórnvöld hyggjast taka upp full stjórnmála- og efnahagsleg tengsl við Palestínumenn á ný og hvetja þá til að hafna ofbeldi og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. 17.3.2007 17:38 Mótmæli vegna fjögurra ára afmælis Íraksstríðsins Mótmæli hafa farið fram víða í dag í tilefni þess að fjögur ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkjamenn réðust ásamt bandamönnum sínum inn í Írak og steyptu Saddam Hussein, forseta landsins, af stóli. 17.3.2007 17:25 Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54 Sígarettureykur hefur mismunandi áhrif á kynþætti Reykingar gætu valdið öðruvísi skaða á blökkumönnum en hvítum, niðurstöður bandarískrar rannsóknar benda til þess. Rannsóknin sem birt er í læknatímaritinu Chest tók til 220 barna með astma sem anda þurftu að sér sígarettureyk. Meira en helmingur barnanna voru blökkumenn. Rannsakendur mældu magn kótínín, sem er efni sem líkamin breytir nikótíni í. 17.3.2007 16:46 Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43 Þrír stungnir til bana í Manchester og nágrenni Þrír voru stungnir til bana í Manchester og nágrenni í Englandi í nótt eftir því sem lögregla í borginni greindi frá. Sjö manns á aldrinum 17-25 ára voru handteknir í tengslum við árás í úthverfi borgarinnar en fórnarlamb þeirra lést á spítala snemma í morgun. 17.3.2007 16:05 Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56 Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35 Palestínska þingið samþykkir myndun þjóðstjórnar Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fata-hreyfingarinnar á palestínska þinginu í Gasaborg samþykktu í dag myndun nýrrar þjóðstjórnar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna en samkomulag um slíka stjórn náðist milli fylkinganna á fimmtudag. 17.3.2007 15:08 Krefjast þess að Johnston verði sleppt Palestínskir blaðamenn komu saman fyrir utan þingshúsið í Gasaborg í dag til þess að krefjast þess að fréttamanni BBC, Alan Johnston, yrði sleppt en talið er að vopnaðir byssumenn hafi rænt honum í borginni á mánudag. Síðan þá hefur ekkert spurst til hans. 17.3.2007 14:56 350 sagðir veikir eftir klórgasárásir í Írak Átta eru sagði látnir og yfir 350 veikir eftir að þrír sjálfsmorðsárásarmenn á stórum bílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í Anbar-héraði í Írak í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. 17.3.2007 14:42 Svíþjóð þarf nýja ríkisstjórn, segir Sahlin Svíar þurfa ekki nýjar eða gamlar hófsemishugmyndir heldur nýja ríkisstjórn, sagði Mona Sahlin, sem í dag var kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsfundi í Stokkhólmi. 17.3.2007 14:25 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13 Klórgasárásir í Fallujah kosta átta lífið Átta eru sagði látnir og yfir 85 særðir eftir að tveir sjálfsmorðsárásarmenn á tankbílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í dag. 17.3.2007 13:59 Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41 Ísraelar segjast ekki munu semja við nýja þjóðstjórn Palestínumanna Palestínska þingið kom saman til fundar í morgun til að greiða atkvæði um nýja þjóðstjórn Fatah og Hamas. Búist er við að skipan í embætti verði samþykkt. Ísraelar segja nýja stjórn styðja hryðjuverkamenn og við hana verði ekki samið. 17.3.2007 13:34 Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09 Tjón ekki talið mikið í vatnselg við Hlemm Vatn flæddi inn í hús að Laugavegi 105 í morgun þar sem Möguleikhúsið og Náttúrufræðistofnun Íslands er til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði öll niðuföll. Slökkvilið hefur verið að störfum í allan morgun við að dæla vatninu út. Tjónið er þó ekki talið mikið. 17.3.2007 13:02 Sjá næstu 50 fréttir
Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna. 18.3.2007 12:19
Þingkosningar í Finnlandi í dag Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu. 18.3.2007 12:15
Alþingismenn farnir heim Störfum Alþingis á kjörtímabilinu er lokið. Geir H. Haarde forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingfrestun og sleit síðasta þingfundi klukkan hálfeitt í nótt. Óvenju margir þingmenn, sem kjörnir voru síðast, sækjast ekki eftir endurkjöri. 18.3.2007 12:13
Björgunarsveitir til aðstoðar fólki á Holtavörðuheiði - heiðinni lokað Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna umferðarteppu og ófærðar og hafa björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vandræðum. 18.3.2007 12:12
Búið að opna Hellisheiðina en ekkert ferðaveður Hellisheiðinni var lokað í morgun vegna blindhríðar og var lögregla og hjálparsveit kölluð út til að aðstoða ökumenn. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er hins vegar víða búið að opna vegi eftir snjóflóð eða snjóflóðahættu. 18.3.2007 12:02
Fagna 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney Ástralir fagna í dag 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney sem er eitt af einkennum borgarinnar. Fjölbreytt dagskrá verður við brúna að þessu tilefni, þar á meðal munu um 200 þúsund manns nýta sér fágætt tækifæri og ganga yfir brúna þar sem hún verður lokuð í dag fyrir bílaumferð. 18.3.2007 11:30
Safna undirskriftum gegn reykingabanni í Danmörku Andstaða við fyrirhugað reykingabann á veitingastöðum og krám í Danmörku sem taka á gildi um miðja ágústmánuð fer vaxandi eftir því sem greint er frá á vef Jótlandspóstsins. Þar segir að hópur veitingahúsaeigenda hafi nú hafið undirskriftasöfnun til þess að mótmæla banninu. 18.3.2007 11:15
Ræða ekki við ráðherra Hamas Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki. 18.3.2007 11:00
Ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús í sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á staur á afrein á Hafnarfjarðarvegi sem liggur upp í Hamraborg í Kópavogi. 17.3.2007 20:56
Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum Vegagerðin varar fólk við að vera á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum og segir að Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sé enn lokuð en þar féllu að minnsta kosti tvö snjóflóð í kvöld. Bæði Ísafjarðardjúp og Óshlíð eru lokuð. 17.3.2007 20:50
Lögregla og lögmenn takast á í Pakistan Til harðra átaka kom í dag milli lögreglumanna og lögfræðinga í borginni Lahore í Pakistan þar sem lögmennirnir mótmæltu brottvikningu eins af hæstaréttardómurum landsins úr embætti. 17.3.2007 20:07
Getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæðin Veikustu byggðasvæðin á landinu ætti síður að styrkja en hin sterkari, segir sérfræðingur. Forgangsröðun er mikilvæg og það getur verið sóun á almannafé að styrkja veikustu svæði landsins. 17.3.2007 19:45
Óhóf í drykkju Íra Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur. 17.3.2007 19:30
Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18
Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna. 17.3.2007 19:15
Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06
Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03
7 týndu lífi í flugslysi Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún. 17.3.2007 19:00
Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59
Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56
Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55
Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55
Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53
Klórgas notað í Írak 8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl. 17.3.2007 18:45
Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25
Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10
Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52
Norðmenn í hópi fyrstu þjóða til að viðurkenna þjóðstjórn Norðmenn eru í hópi fyrstu þjóða sem viðurkenna nýja þjóðsstjórn Palestínu, en hún var svarin í embætti í dag eftir að palestínska þingið hafði lagt blessun sína yfir hana. Norsk stjórnvöld hyggjast taka upp full stjórnmála- og efnahagsleg tengsl við Palestínumenn á ný og hvetja þá til að hafna ofbeldi og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis. 17.3.2007 17:38
Mótmæli vegna fjögurra ára afmælis Íraksstríðsins Mótmæli hafa farið fram víða í dag í tilefni þess að fjögur ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkjamenn réðust ásamt bandamönnum sínum inn í Írak og steyptu Saddam Hussein, forseta landsins, af stóli. 17.3.2007 17:25
Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54
Sígarettureykur hefur mismunandi áhrif á kynþætti Reykingar gætu valdið öðruvísi skaða á blökkumönnum en hvítum, niðurstöður bandarískrar rannsóknar benda til þess. Rannsóknin sem birt er í læknatímaritinu Chest tók til 220 barna með astma sem anda þurftu að sér sígarettureyk. Meira en helmingur barnanna voru blökkumenn. Rannsakendur mældu magn kótínín, sem er efni sem líkamin breytir nikótíni í. 17.3.2007 16:46
Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43
Þrír stungnir til bana í Manchester og nágrenni Þrír voru stungnir til bana í Manchester og nágrenni í Englandi í nótt eftir því sem lögregla í borginni greindi frá. Sjö manns á aldrinum 17-25 ára voru handteknir í tengslum við árás í úthverfi borgarinnar en fórnarlamb þeirra lést á spítala snemma í morgun. 17.3.2007 16:05
Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56
Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35
Palestínska þingið samþykkir myndun þjóðstjórnar Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fata-hreyfingarinnar á palestínska þinginu í Gasaborg samþykktu í dag myndun nýrrar þjóðstjórnar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna en samkomulag um slíka stjórn náðist milli fylkinganna á fimmtudag. 17.3.2007 15:08
Krefjast þess að Johnston verði sleppt Palestínskir blaðamenn komu saman fyrir utan þingshúsið í Gasaborg í dag til þess að krefjast þess að fréttamanni BBC, Alan Johnston, yrði sleppt en talið er að vopnaðir byssumenn hafi rænt honum í borginni á mánudag. Síðan þá hefur ekkert spurst til hans. 17.3.2007 14:56
350 sagðir veikir eftir klórgasárásir í Írak Átta eru sagði látnir og yfir 350 veikir eftir að þrír sjálfsmorðsárásarmenn á stórum bílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í Anbar-héraði í Írak í gær. Frá þessu greindi Bandaríkjaher í dag. 17.3.2007 14:42
Svíþjóð þarf nýja ríkisstjórn, segir Sahlin Svíar þurfa ekki nýjar eða gamlar hófsemishugmyndir heldur nýja ríkisstjórn, sagði Mona Sahlin, sem í dag var kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsfundi í Stokkhólmi. 17.3.2007 14:25
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13
Klórgasárásir í Fallujah kosta átta lífið Átta eru sagði látnir og yfir 85 særðir eftir að tveir sjálfsmorðsárásarmenn á tankbílum fullum af klóri sprengdu bílana í loft upp í borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í dag. 17.3.2007 13:59
Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41
Ísraelar segjast ekki munu semja við nýja þjóðstjórn Palestínumanna Palestínska þingið kom saman til fundar í morgun til að greiða atkvæði um nýja þjóðstjórn Fatah og Hamas. Búist er við að skipan í embætti verði samþykkt. Ísraelar segja nýja stjórn styðja hryðjuverkamenn og við hana verði ekki samið. 17.3.2007 13:34
Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09
Tjón ekki talið mikið í vatnselg við Hlemm Vatn flæddi inn í hús að Laugavegi 105 í morgun þar sem Möguleikhúsið og Náttúrufræðistofnun Íslands er til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði öll niðuföll. Slökkvilið hefur verið að störfum í allan morgun við að dæla vatninu út. Tjónið er þó ekki talið mikið. 17.3.2007 13:02