Erlent

Enn logar ófriðarbál

Ekkert lát virðist vera á átökum í Írak nú þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni
Ekkert lát virðist vera á átökum í Írak nú þegar fjögur ár eru liðin frá innrásinni AP

Þrjár bílsprengjur og tvær aðrar sprengjur hafa grandað 18 og sært 37 til viðbótar í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Í nótt verða 4 ár liðin frá innrás bandamanna í Írak. Ekkert lát virðist vera á ófriðaröldunni í landinu, þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir. Talað er um að borgarastyrjöld geysi á milli súnnía og síja í landinu og eins og við höfum sagt frá hér á Vísi treystir írakska þjóðin hernámsliðinu illa til þess að koma á friði í landinu.

Þrír fórust þegar bréfsprengja sprakk nærri mosku í miðborg Bagdad í morgun, 10 til viðbótar særðust. Þá rændu byssumenn bæjarstjóra í smábæ suður af Bagdad í morgun og sex fórust í átökum við lögreglustöð nærri Balad. Þegar þessar fréttir eru teknar saman má sjá að minnst 27 hafa farist í átökum í landinu í dag þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×