Fleiri fréttir Varað við hálku á Reykjanesbraut og Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja víða á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar éljagangur. 17.3.2007 11:15 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott. 17.3.2007 11:00 Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. 16.3.2007 23:41 Ætlar að knýja þingið til aðgerða Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda. 16.3.2007 23:36 Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða. 16.3.2007 23:21 Kuldakast gengur yfir Bandaríkin Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs. 16.3.2007 23:11 Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað. 16.3.2007 22:59 Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak. 16.3.2007 22:36 Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína. 16.3.2007 22:26 Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. 16.3.2007 22:03 HR ræður tvo nýja deildarforseta Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST. 16.3.2007 21:36 Bílvelta í Svínahrauni Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl. 16.3.2007 21:34 Mikill viðbúnaður í Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi. 16.3.2007 20:52 Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf. 16.3.2007 20:29 Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi. 16.3.2007 20:15 Kenna stjórnarandstöðunni um Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna. 16.3.2007 19:56 Byggðastofnun vantar fjármuni Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður. 16.3.2007 19:42 Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. 16.3.2007 19:37 Hæstiréttur staðfesti frávísun Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. 16.3.2007 19:36 Allar tennur ónýtar í barni Ný rannsókn sýnir að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu tíu árum og eru tannskemmdir nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Börn lágtekjufólks eru með tvöfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Tannlæknir þurfti í morgun að byrja á að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni. 16.3.2007 19:33 Dansa sig inn í heimsmetabækurnar Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt. 16.3.2007 19:30 Óttast að olía bærist í vatnsból Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum. 16.3.2007 19:11 Frosið vatn á Mars Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum. 16.3.2007 19:10 Ísland næði pólitískri fótfestu á ný með Evrópusambandsaðild Aðild að Evrópusambandinu getur tryggt Íslandi á ný þá pólitísku fótfestu sem það hafði áður í NATO- og Norðurlandasamstarfi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem telur að sérstakan rökstuðning þurfi fyrir því að stíga ekki skrefið að Evrópusambandsaðild til fulls. Hann segir fátt benda til þess að krónan geti verið undirstaða varanlegs stöðugleika. 16.3.2007 18:47 Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 16.3.2007 18:45 Vildi ekki gefa upp hver ónefndur maður væri Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, neitaði fyrir rétti í dag að gefa upp hver ónefndur maður væri sem minnst var á í tölvupósti sem hann sendi Jónínu Benediktsdóttur. Leiddar hafa verið að því líkur að þar hafi verið átt við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Kjartan Gunnarsson mætti ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.3.2007 18:41 Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó. 16.3.2007 18:26 Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð. 16.3.2007 17:41 Nýtt skipurit RÚV afhjúpað Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps. 16.3.2007 17:19 Heilbrigðisráðherra víkkar út áfallahjálp Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna. Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda. 16.3.2007 17:08 tónlist.is sama og tonlist.is Neytendastofa hefur bannað Vagnsson MultiMedia að nota lénið tónlist.is. Fram til ársins 2004 var ekki unnt að skrá lén með séríslenskum stöfum. Eftir 1. janúar 2005 var öllum frjáls skráning slíkra léna. Haukur Vagnsson skráði þá lénið tónlist.is. Niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu er að það sé í raun sama nafn og tonlist.is. 16.3.2007 16:33 Castro tilbúinn í næstu forsetakosningar Forseti kúbverska þjóðþingsins segir að Fidel Castro sé hinn hressasti og verði tilbúinn til þess að bjóða sig enn einusinni fram til embættis forseta í mars á næsta ári. Ricardo Alarcon segir að Castro taki fullan þátt í stjórn landsins og að leitað sé til hans með meiriháttar ákvarðanir. 16.3.2007 16:27 Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14 Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32 Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26 Táragasi beitt á sjónvarpsstöð Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag. 16.3.2007 15:26 Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17 Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00 Best fyrir þig að flýja úr bænum Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar. 16.3.2007 14:57 Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49 Utanríkisráðuneyti styrkir ABC-barnahjálp Utanríkisráðuneytiðn styrkir ABC-hjálparstarf um 12 milljónir króna í dag. Valgerður Sverrisdóttir tilkynnyti um styrkinn í Melaskóla en þar afhentu nemendur starfsmönnum söfnunarbauka sína. Um 3000 nemendur í um 150 bekkjum af landinu öllu tóku þátt í söfnuninni, Börn hjálpa börnum 2007 og söfnuðu með því fyrir skólum og heimavistum fyrir börn í Pakistan og Kenýa. 16.3.2007 14:31 Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi. 16.3.2007 14:25 Visir.is mest sótti vefurinn Samkvæmt niðurstöðum vefmælinga Modernus sækir vefmiðillinn visir.is stöðugt á og mældist í vikunni mest sótti vefur landsins. Þann 14. mars höfðu 365.463 heimsótt visir.is frá mánaðarmótum. Visir.is var því í fyrsta sæti í vefmælingu Modernus, með meiri fjölda heimsókna en nokkur annar vefmiðill á þeim tíma. 16.3.2007 14:20 Biggest Support for a Leftist Government According to a new Capacent Gallup poll published in Morgunblaðið today, 28,1% of those who answered the question, which two political parties they would you like to see form the next government, named the Left-Green Movement in coalition with the Social Democrats. The poll showed a 24,2% support for the ruling coalition parties. An alliance between the Independence Party and the Left-Green Movement received a 22,4% support while only 9,6% would like to see the Independence Party in coalition with the Social Alliance after the elections in May. When asked which party the participants would like to see in government, 61,3% of those questioned named the Independence Party. The Left-Green Movement ranked second with 59,5% while 44,1% supported the Social Alliance. The Progressive Party received 28,7% and the Liberal Party 8,6%. The poll was undertaken on March 8 to 13. The poll reached 61,7% of 1,230 people and 65,7% of them answered the questions. 26,7% of those questioned were still undecided and 7,5% refused to answer. 16.3.2007 14:09 Keyrði yfir fót konu Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óhappi í gær að bíll keyrði yfir fót hennar þar sem hún var að hlúa að smábarni í bíl. Konan hafði stöðvað bíl sinn nánast á miðri götu í íbúðarhverfi til að sinna barni í aftursætinu. Hún var við hægri afturhurð bifreiðarinnar þegar ökumaður kom aðvífandi og gætti ekki að sér með fyrrgreindum afleiðingum. Konan slapp ótrúlega vel en leitaði sér læknisaðstoðar. 16.3.2007 13:53 Sjá næstu 50 fréttir
Varað við hálku á Reykjanesbraut og Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja víða á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar éljagangur. 17.3.2007 11:15
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott. 17.3.2007 11:00
Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. 16.3.2007 23:41
Ætlar að knýja þingið til aðgerða Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda. 16.3.2007 23:36
Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða. 16.3.2007 23:21
Kuldakast gengur yfir Bandaríkin Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs. 16.3.2007 23:11
Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað. 16.3.2007 22:59
Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak. 16.3.2007 22:36
Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína. 16.3.2007 22:26
Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. 16.3.2007 22:03
HR ræður tvo nýja deildarforseta Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST. 16.3.2007 21:36
Bílvelta í Svínahrauni Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl. 16.3.2007 21:34
Mikill viðbúnaður í Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi. 16.3.2007 20:52
Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf. 16.3.2007 20:29
Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi. 16.3.2007 20:15
Kenna stjórnarandstöðunni um Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna. 16.3.2007 19:56
Byggðastofnun vantar fjármuni Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður. 16.3.2007 19:42
Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. 16.3.2007 19:37
Hæstiréttur staðfesti frávísun Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. 16.3.2007 19:36
Allar tennur ónýtar í barni Ný rannsókn sýnir að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu tíu árum og eru tannskemmdir nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Börn lágtekjufólks eru með tvöfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Tannlæknir þurfti í morgun að byrja á að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni. 16.3.2007 19:33
Dansa sig inn í heimsmetabækurnar Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt. 16.3.2007 19:30
Óttast að olía bærist í vatnsból Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum. 16.3.2007 19:11
Frosið vatn á Mars Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum. 16.3.2007 19:10
Ísland næði pólitískri fótfestu á ný með Evrópusambandsaðild Aðild að Evrópusambandinu getur tryggt Íslandi á ný þá pólitísku fótfestu sem það hafði áður í NATO- og Norðurlandasamstarfi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem telur að sérstakan rökstuðning þurfi fyrir því að stíga ekki skrefið að Evrópusambandsaðild til fulls. Hann segir fátt benda til þess að krónan geti verið undirstaða varanlegs stöðugleika. 16.3.2007 18:47
Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 16.3.2007 18:45
Vildi ekki gefa upp hver ónefndur maður væri Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, neitaði fyrir rétti í dag að gefa upp hver ónefndur maður væri sem minnst var á í tölvupósti sem hann sendi Jónínu Benediktsdóttur. Leiddar hafa verið að því líkur að þar hafi verið átt við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Kjartan Gunnarsson mætti ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.3.2007 18:41
Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó. 16.3.2007 18:26
Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð. 16.3.2007 17:41
Nýtt skipurit RÚV afhjúpað Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps. 16.3.2007 17:19
Heilbrigðisráðherra víkkar út áfallahjálp Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna. Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda. 16.3.2007 17:08
tónlist.is sama og tonlist.is Neytendastofa hefur bannað Vagnsson MultiMedia að nota lénið tónlist.is. Fram til ársins 2004 var ekki unnt að skrá lén með séríslenskum stöfum. Eftir 1. janúar 2005 var öllum frjáls skráning slíkra léna. Haukur Vagnsson skráði þá lénið tónlist.is. Niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu er að það sé í raun sama nafn og tonlist.is. 16.3.2007 16:33
Castro tilbúinn í næstu forsetakosningar Forseti kúbverska þjóðþingsins segir að Fidel Castro sé hinn hressasti og verði tilbúinn til þess að bjóða sig enn einusinni fram til embættis forseta í mars á næsta ári. Ricardo Alarcon segir að Castro taki fullan þátt í stjórn landsins og að leitað sé til hans með meiriháttar ákvarðanir. 16.3.2007 16:27
Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14
Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32
Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26
Táragasi beitt á sjónvarpsstöð Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag. 16.3.2007 15:26
Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17
Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00
Best fyrir þig að flýja úr bænum Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar. 16.3.2007 14:57
Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49
Utanríkisráðuneyti styrkir ABC-barnahjálp Utanríkisráðuneytiðn styrkir ABC-hjálparstarf um 12 milljónir króna í dag. Valgerður Sverrisdóttir tilkynnyti um styrkinn í Melaskóla en þar afhentu nemendur starfsmönnum söfnunarbauka sína. Um 3000 nemendur í um 150 bekkjum af landinu öllu tóku þátt í söfnuninni, Börn hjálpa börnum 2007 og söfnuðu með því fyrir skólum og heimavistum fyrir börn í Pakistan og Kenýa. 16.3.2007 14:31
Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi. 16.3.2007 14:25
Visir.is mest sótti vefurinn Samkvæmt niðurstöðum vefmælinga Modernus sækir vefmiðillinn visir.is stöðugt á og mældist í vikunni mest sótti vefur landsins. Þann 14. mars höfðu 365.463 heimsótt visir.is frá mánaðarmótum. Visir.is var því í fyrsta sæti í vefmælingu Modernus, með meiri fjölda heimsókna en nokkur annar vefmiðill á þeim tíma. 16.3.2007 14:20
Biggest Support for a Leftist Government According to a new Capacent Gallup poll published in Morgunblaðið today, 28,1% of those who answered the question, which two political parties they would you like to see form the next government, named the Left-Green Movement in coalition with the Social Democrats. The poll showed a 24,2% support for the ruling coalition parties. An alliance between the Independence Party and the Left-Green Movement received a 22,4% support while only 9,6% would like to see the Independence Party in coalition with the Social Alliance after the elections in May. When asked which party the participants would like to see in government, 61,3% of those questioned named the Independence Party. The Left-Green Movement ranked second with 59,5% while 44,1% supported the Social Alliance. The Progressive Party received 28,7% and the Liberal Party 8,6%. The poll was undertaken on March 8 to 13. The poll reached 61,7% of 1,230 people and 65,7% of them answered the questions. 26,7% of those questioned were still undecided and 7,5% refused to answer. 16.3.2007 14:09
Keyrði yfir fót konu Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óhappi í gær að bíll keyrði yfir fót hennar þar sem hún var að hlúa að smábarni í bíl. Konan hafði stöðvað bíl sinn nánast á miðri götu í íbúðarhverfi til að sinna barni í aftursætinu. Hún var við hægri afturhurð bifreiðarinnar þegar ökumaður kom aðvífandi og gætti ekki að sér með fyrrgreindum afleiðingum. Konan slapp ótrúlega vel en leitaði sér læknisaðstoðar. 16.3.2007 13:53