Fleiri fréttir

Vilja stofna Loftlagsráð Reykjavíkurborgar

Borgarfulltrúar Vinstri - grænna lögðu til á fundi borgarráðs í dag að stofnaður yrði þverpólitískur starfshópur stjórnmálamanna og embættismanna, svokallað Loftlagsráð Reykjavíkurborgar, til þess að bregðast við upplýsingum í nýrri skýrslu um loftlagsmál.

Áttavilltur flugmaður lenti á vegi

Eftirlaunaþegi lenti flugvél á nýjum vegi í Bretlandi í þeirri trú að hann hefði fundið lendingarbraut flugvallar skammt frá. Flugmaðurinn áttaði sig á mistökunum þegar flugvélin fór yfir hraðahindrun á veginum. Engin umferð var á veginum í Leominster í Herefordshire, en maðurinn lenti þrátt fyrir að taka eftir gangstétt og ljósastaurum samkvæmt fréttavef Sky.

Skutu hunda sér til gamans

Verðir í búlgörskum almenningsgarði hafa valdið deilum meðal embættismanna eftir að þeir skutu hund rússnesks ræðismanns - af því að þeim leiddist. Rússneski konsúllinn í borginni Russe í Búlgaríu krefst aðgerða eftir að labrador hundurinn hans, Mecho, var skotinn til bana af vörðunum, en þeir notuðu hann sem skotmark í hæfniskeppni.

Spyr hvort Bandaríkjamenn hafi leitað stuðnings vegna Íransmáls

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um það hvort Bandaríkjamenn hafi leitað hófanna hjá ríkisstjórn Íslands um svipaðan stuðning við hugsanlegan hernað gegn Íran og aflað var í aðdraganda innrásarinnar í Írak.

Setti bát á brennu án leyfis eiganda

Karlmaður, sem gefið var að sök að hafa tekið bát í leyfisleysi og sett hann á brennu, var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag sýknaður. Maðurinn var ábyrgðamaður áramótabrennu sem haldin var á Vestfjörðum í árslok 2003.

„Beygðu STRAX í norður“

Bandaríski flotinn hefur opinberlega sagt að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast, en hún er sögð vera til í skjalasafni yfirmanns bandaríska flotans, og þetta á að hafa gerst árið 1995. Um er að ræða talstöðvar-viðskipti bandarísks herskips sem var á siglingu undan strönd Kanada, skammt frá Halifax. Bandaríska herskipið kallar upp í talstöð sinni:

Sex leikvangar opnir fyrir áhorfendum á Ítalíu um helgina

Ítalska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að opna mætti sex knattspyrnuleikvanga fyrir áhorfendum um helgina en aðrir yrðu lokaðir þar til viðeigandi ráðstafanir hefðu verið gerðar sem tryggðu öryggi áhorfenda. Vellirnir sem um ræðir eru í Róm, Genúa, Siena, Cagliari, Tórínó og Palermo.

Magn dagblaða og auglýsingapósts eykst um rúm 50 prósent

Ársskammturinn af dagblöðum og auglýsingapósti hefur aukist um rúm 50 prósent frá árinu 2003 samkvæmt tilraun sem tólf heimili í Hlíðunum hafa tekið þátt í. Fram kemur á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar að árið 2003 bárust 133 kíló af slíkum pósti inn á hvert heimili en árið 2006 var magnið orðið 205 kíló.

Ungabarn tekið upp í skuld

Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina. Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum. Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum.

Stúdentaráðskosningar í HÍ í dag

Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa í dag hverjir leiða Stúdentaráð skólans og hverjir sitja Háskólafund næsta árið. Þrjár fylkingar bjóða fram H-listinn, Röskva og Vaka. Notuð er miðlæg kjörskrá og stúdentar geta því valið sér kjördeildir á háskólasvæðinu eftir hentugleika.

Fá engan launamiða frá Varnarliðinu

Allt útlit er fyrir að fyrrverandi starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lendi í vandræðum með að útfylla skattframtölin þar sem engir launamiðar berast frá Varnarliðinu. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Mörgum vísað frá í háskólum

Tólf hundruð og tuttugu umsóknum um háskólanám var vísað frá í fyrrahaust. Björgvin G. Sigurðsson þingmaður segir þetta ótvíræða sönnun um fjárskort háskólastigsins.

Norður-Kóreumenn vilja semja

Norður-Kóreumenn eru tilbúnir að hefja vegferð í átt til þess að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segja embættismenn frá Suður-Kóreu en viðræður sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu hófust í morgun í Peking í Kína.

Skólagjöld hækkuð í HR í haust

Skólagjöld í Háskólanum í Reykjavík verða hækkuð umfram launga- og neysluvísitölu í haust vegna ýmiss kostnaðar eins og það er orðað í bréfi rektors til nemenda. Þar er tekið sem dæmi að skólagjöld í grunnámi muni hækka úr 110 þúsund krónum á önn í 128 þúsund fyrir komandi haustönn.

NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja.

Fullyrðingar um leka rangar

Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tekur fram að fullyrðingar um að embættið hafi lekið upplýsingum um rannsókn á Baugsmálinu séu rangar.

Hafa ekki fengið laun síðan í september

Eftirlitsmenn á vegum Sjómannafélags Íslands og Alþjóðaflutningasambandsins stöðvuðu í hádeginu uppskipun úr flutningaskipi í Grundartangahöfn. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og telur áhöfnin 17 Úkraínumenn og Georgíumenn.

Mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum að mati Seðlabanka

Seðlabankamenn segja að enn sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, meðal annars vegna gríðarlegs viðskiptahalla og útiloka því ekki að stýrivextir muni hækka enn frekar á árinu þótt bankinn hafi ákveðið í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni.

Dæmdur fyrir að gera 11 ára stúlku ófríska

Dómstóll í Frakklandi dæmdi ungan mann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft mök við og gert 11 ára stúlku ófríska. Dómurinn féllst ekki á ásakanir fjölskyldu stúlkunnar um að maðurinn hefði nauðgað henni, en hann var átján ára þegar atvikið varð. Stúlkan fæddi barnið í mars á síðasta ári og hafa foreldrar hennar hjálpað henni að annst það. Í dómsorði segir að manninum hefði átt að vera ljóst að sökum ungs aldurs hefði stúlkan ekki haft andlegan þroska til að stunda kynlíf.

Risastórar strengjabrúður og Shakespeare á Listahátíð

Upphaf Listahátíðar í Reykjavík 2007 markar lok frönsku menningarkynningarinnar “Pourquoi Pas? Frankst vor á Íslandi 2007.” Dagskráin var kynnt í morgun og munu glæsileg og óvenjuleg götuatriði franska hópsins Royal de Luxe einkenna fyrstu tvo daga hátíðarinnar sem hefst 10. maí. Útiatriðin verða af stærðargráðu sem ekki hafa sést áður á götum Reykjavíkur og verður skólabörnum boðið í bæinn af þessu tilefni.

Vaxtalækkunarferli ekki hafið, segir seðlabankastjóri

Vaxtalækkunarferli er ekki hafið þótt Seðlabankinn hafi ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi í morgun. Við ákveðin skilyrði gætu horfur versnað og bankinn myndi þá hækka vexti á ný. Það sem gæti meðal annars haft þessi áhrif væru breytingar á stöðu íslensku krónunnar.

Vél Iceland Express á leið til Stansted lenti í Manchester

Flugvél Iceland Express á leið til Stansted-flugvallar í Lundúnum var snúið til Manchester í morgun, en Stansted var lokaður vegna snjóþyngsla. Búið er að opna Stansted aftur og verður vélinni flogið þangað frá Manchester. Ætla má að einhver töf verði á flugi Iceland Express til Stansted síðdegis.

Enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum

Seðlabankinn mun bregðast við ef verðbólguhorfur versna á ný. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði enn mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað. Bankinn ákvað í morgun stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru nú 14,25%.

Íslenskt viðskiptalíf og menning í Danmörku

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hélt í dag til Danmerkur þar sem hann mun m.a. flytja opnunarávarp á sýningu með verkum Jóhannesar Kjarval og Ólafs Elíasonar. Sýningin ber heitið Lavaland og verður í listasafninu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta sinn sem verkum þessara myndlistarmanna er skipað saman á sýningu.

Handtóku meintan vopnainnflytjenda

Bandaríski herinn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að maðurinn sem þeir handtóku í árás á menntamálaráðuneytið í Írak í morgun sé lykilaðili í ólöglegum innflutningi vopna inn í landið. Þeir nafngreindu manninn ekki en í fréttum frá íröskum embættismönnum í morgun kom fram að þetta hafi verið Hakim Zamili, aðstoðarmenntamálaráðherra landsins, sem er stuðningsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr.

Ólga á ný í Kosovo

Bæði Serbar og Albanar eru ósáttir við tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo-héraðs, og báðir munu efna til mótmæla um helgina. Serbar eru ósáttir við að í tillögunum er gert ráð fyrir að Kosovo verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Albanar eru ósáttir við að í tillögunum er ekki að finna orðið "sjálfstæði."

Íranar segjast geta sökkt stórum herskipum

Íranar eiga að sögn flugskeyti sem geta grandað stórum herskipum. Hersveitir Írana skutu í dag tilraunaflugskeytum út á Persaflóa. Bandaríkjaher er með flugmóðurskip á Persaflóa og ætla að senda þangað annað til þess að þrýsta enn frekar á Íransstjórn að láta af kjarnorkuáætlunum. Íranar virðast hins vegar ætla að láta hart mæta hörðu.

Gerðu loftárás á meinta uppreisnarmenn

13 meintir uppreisnarmenn féllu í loftárás bandaríkjahers í morgun nærri Fallujah í Írak. Loftárásin var gerð á hús sem Bandaríkjamenn segja að hýsi uppreisnarhópa. Eftir loftárásina voru svo fimm menn handteknir. Einhver vopn og skotfæri fundust á staðnum.

Kristinn tilkynnir um framtíð sína í dag

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar í dag að tilkynna um pólitíska framtíð sína samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristinn ákvað að þiggja ekki þriðja sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Aðgerðaráætlun vegna Reykjaneshallar

Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða mögulegar leiðir til úrbóta í varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa bæjarins hafi skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir heilsuverndarmörkum á svifryki utandyra.

Framtíðarlandið býður ekki fram í vor

Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld voru greidd atkvæði um það hvort ætti að bjóða fram í alþingiskosningum í vor. Niðurstaðan var að 96 sögðu nei og 92 sögðu já. Því hefur verið ákveðið að bjóða ekki fram. Þar að auki þurfti aukinn meirihluta, eða 2/3 atkvæða, til þess að samþykkja tillöguna. Tillagan um framboð í komandi alþingiskosningum var því felld.

Kynlíf eða ný föt?

Þegar kemur að fötum þá vita konur hvað þær vilja. Það kom í ljós í könnun sem var lögð fyrir 1.000 konur í Bandaríkjunum. Flestar þeirra sögðust tilbúnar að gefa kynlíf upp á bátinn í 15 mánuði ef þær fengju fataskáp fullan af nýjum fötum. Tvö prósent þeirra sagði að þær væru tilbúnar að hætta að lifa kynlífi í þrjú ár fyrir nýju fötin. 61% þeirra bætti síðan við að það væri mun verra að týna uppáhaldsflíkinni en að sleppa rúmfræði í heilan mánuð.

Erilsamt hjá lögreglunni í gær

Lögreglan á höfuðbrogarsvæðinu setti upp myndavél við Dalasmára í Kópavogi í gær. Brot fimmtán ökumanna voru mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var tæpir 46 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá hraðast ók var mældur á tvöföldum hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar í Dalasmára kom í kjölfar ábendinga frá íbúunum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu tók lögreglan tuttugu og fimm ökumenn fyrir hraðakstur.

Siv leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi

Siv Friðleifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipa þrjú efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða aukakjördæmisþings í kvöld. Þingið hófst kl. 20:00 en þar var tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi þingkosningar borin upp til samþykktar. Listinn var samþykktur án breytinga. Þess er gaman að geta að Steingrímur Hermannsson skipar heiðurssætið á listanum.

Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins

Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram.

Konan sem lýst var eftir er fundin

Konan sem lögregla höfuðborgarsvæðisins lýsti eftir í kvöld, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, er fundin. Hennar hafði verið saknað frá því fyrr í kvöld. Lögreglan vill koma þökkum á framfæri til þeirra sem aðstoðuðu við leitina.

Tölvuleikir bæta sjón

Rannsóknir sýna að tölvuleikir bæta sjónina, sérstaklega þeir sem áreita augað mikið. Þeir sem spila í nokkra klukkutíma á dag eru um 20 prósent fljótari að greina bókstafi á blaði sem birtast innan um önnur tákn, sem er próf sem er notað af augnlæknum.

Átök á milli Ísraela og Líbana

Líbanski herinn skaut í kvöld á ísraelska hermenn sem voru að leita að sprengjum á landamærum ríkjanna tveggja. Þetta kom fram í fréttum hjá herútvarpi Ísraels. Samkvæmt fregnum skutu ísraelskir hermenn til baka en ekkert mannfall var hjá þeim. Talsmaður ísraelska hersins sagði að þeir héldu að einhverjir hermanna Líbana hefðu fallið í átökunum.

Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum.

NASA að bæta eftirlit með geimförum

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf.

Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina

Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum.

ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa

Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs.

Sjá næstu 50 fréttir