Innlent

Vaxtalækkunarferli ekki hafið, segir seðlabankastjóri

Ákvörðunin kynnt í Seðlabanka Íslands.
Ákvörðunin kynnt í Seðlabanka Íslands. MYND/Gunnar

Vaxtalækkunarferli er ekki hafið þótt Seðlabankinn hafi ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi í morgun. Við ákveðin skilyrði gætu horfur versnað og bankinn myndi þá hækka vexti á ný. Það sem gæti meðal annars haft þessi áhrif væru breytingar á stöðu íslensku krónunnar.

 Seðlabankanum er skylt að nota úrræði bankans til að knýja vexti niður og þó háir stýrivextir séu ekki æskilegir í langan tíma er hættulegra til lengri tíma ef verðbólgan festir sig í sessi.

Davíð sagði mikla samþjöppun á bankamarkaðnum en afar þýðingarmikið væri að bankarnir væru sterkir og öflugir. Hann sagði bankana hafa brugðist við margvíslegri gagnrýni sem kom fram á þá á síðasta ári.

Davíð ítrekaði einnig þá afstöðu bankans að gera þurfi breytingar á Íbúðalánasjóði þar sem hann er nú í beinni samkeppni við bankana. Hann sagði einnig nokkrar vísbendingar um að viðskiptahalli fari minnkandi en slíkur halli fengist ekki staðist til lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×