Innlent

Vél Iceland Express á leið til Stansted lenti í Manchester

Flugvél Iceland Express á leið til Stansted-flugvallar í Lundúnum var snúið til Manchester í morgun, en Stansted var lokaður vegna snjóþyngsla. Búið er að opna Stansted aftur og verður vélinni flogið þangað frá Manchester. Ætla má að einhver töf verði á flugi Iceland Express til Stansted síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×