Innlent

Ekki taldar líkur á að Ölfusá flæði yfir bakka sína

Margir hafa lagt leið sína að Ölfusá til að sjá ofsaganginn í ánni.
Margir hafa lagt leið sína að Ölfusá til að sjá ofsaganginn í ánni. MYND/Stöð 2

Björgunarfélag Árborgar stendur nú vaktina við bakka Ölfusár við Ölfusárbrú. Lögreglan á Selfossi segir ekki taldar líkur á að áin flæði yfir bakka sína en björgunarsveitarmenn standa þó áfram vaktina til að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða við ána. Áin er orðin bakkafull og hált er í kringum hana.

Lögreglan hefur ekki fengið tilkynningar um að flætt hafi inn í hús á Selfossi eða annars staðar í Árnessýslu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×