Innlent

Hestabjörgunin gengur vonum framar

Björgunarmenn búa sig til fararinnar.
Björgunarmenn búa sig til fararinnar. MYND/Stöð 2

Hestabjörgun Björgunarfélagsins Eyvindar við Auðsholt í Hrunamannahreppi gengur vonum framar, að sögn Borgþórs Vignissonar, sem er á vettvangi. Í kringum hundrað hestar voru á flæðiskeri staddir í morgun þegar björgunarmenn komu á vettvang. Tveir litlir gúmmíbátar hafa smalað hestunum á sund og farið með þá á öruggan stað.

Vignir giskar á að verkið sé um það bil hálfnað. Hann segir ekki hafa verið mikið mál að fá hestana til að fylgja bátnum og þeir hafi fylgt honum tugum saman í einu.

Hestarnir eru ekki sendir upp á bæjarhólinn, þar sem ábúendur eru innlyksa, heldur í land á öðrum stað.

Þegar hestarnir eru allir hólpnir er næsta verkefni björgunarsveirarinnar að ferja dælu yfir til bæjarhúsanna, þar sem farið er að flæða inn í dæluhús sem sér bæjunum fyrir kranavatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×