Innlent

Vegstikur hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöpp

5000 þúsund óhöpp, um 2500 slys og 54 banaslys hafa orðið á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss. Vegstikur beggja megin vegarins hrökkva ekki til að marka öll umferðaróhöppin sem orðið hafa á veginum.

Áhugafólk um breikkun Suðurlandsvegar kom saman í gær við Kögunarhól hjá Selfossi ásamt samgönguráðherra til að vekja athygli á ástandi vegarins. Kveikt var á krossunum sem settir voru upp fyrr í vetur til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðinni á veginum.

Hannes Kristmundsson segir eitt mannslíf of dýrt - og því dugi ekki minna en tvöföldun vegarins til að tryggja öryggi fólks. Hann hefur tekið tölur Sjóvár um óhöpp síðustu 16 ára á veginum og reiknað þær aftur til ársins 1972 þegar vegurinn var opnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×