Innlent

Ekki hægt að mismuna starfsfólki

Flugstoðir telja að óbreyttu geti ástandið valdið einhverjum töfum á flugumferð hér á landi.
Flugstoðir telja að óbreyttu geti ástandið valdið einhverjum töfum á flugumferð hér á landi. MYND/Vísir

Flugstoðir segja að ekki sé hægt að gera flugumferðarstjórum hærra undir höfði en öðrum starfsmönnum og því sé ekki hægt að ganga að kröfum þeirra. Um sextíu flugumferðarstjórar sem störfuðu hjá Flugmálastjórn Íslands hafa ekki gert samning við Flugstöðir ohf., sem tekur við rekstirnum um áramótin, og krefjast þeir kjarabóta.

Flugstoðir segjast harma viðbrögð stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. Að óbreyttu geti þetta ástand valdið einhverjum töfum á flugumferð hér á landi og jafnvel bitnað á flugumferðarstjórum sjálfum þegar til lengri tíma er litið.

Öllum væntanlegum starfsmönnum Flugstoða hefur verið boðin sömu kjör hjá fyrirtækinu og þeir höfðu áður. Um 230 starfsmenn frá sautján stéttarfélögunum er að ræða. Sextán þessara stéttarfélaga hafa án athugasemda gengið til samstarfs við Flugstoðir. Alls hafa um 150 manns ráðið sig til starfa hjá Flugstoðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×