Dómarar detta í lukkupottinn 20. desember 2006 20:15 Þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn fengu vænar launahækkanir, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í dag. Sex komma fimm prósenta launahækkun fellur þeim í skaut. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem þeir fá, þessu til viðbótar, launahækkanir frá í fyrra sem ríkið afnumdi með lögum, til baka með dómsúrskurði. Kjararáð tók við í janúar af Kjaradómi og kjaranefnd sem áður kváðu upp úrskurði um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og embættismanna annarra en tollvarða og lögreglumanna. Tildrög breytinganna var óánægja með átta prósenta launahækkun sem ákveðin var á sama tíma í fyrra. Kjararáð hefur nú ákveðið að laun þeirra sem heyra undir ráðið, þar meðal þingmenn, ráðherrar, forseti og dómarar, skuli hækka um 3,6 prósent afturvirkt frá 1. október 2006 og aftur um 2,9 prósent um áramót. Í úrskurði ráðsins nú segir að hækkanirnar séu tilkomnar vegna mikilla launahækkana á vinnumarkaði. Úrskurðurinn nú hefur í för með sér að laun forseta Íslands hækka úr 1620 þúsund á mánuði í 1726 þúsund. Laun forsætisráðherra fara úr 966 þúsundum í eina milljón og þrjátíu þúsund. Aðrir ráðherrar höfðu 871 þúsund en fá 928 þúsund. Þingmenn höfðu fjögurhundruð áttatíu og fimm þúsund krónur en fá fimmhundruð og átján þúsund eftir hækkunina. Kjaradómur hafði ákveðið í fyrra að laun þeirra ættu að hækka um átta prósent en dómarar fengu bara hluta þeirra hækkunar, líkt og aðrir sem undir dóminn heyrðu, eða tvö komma fimm prósent vegna íhlutunar ríkisvaldsins. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem úrskurðurinn féll áður en kjararáðsmönnum var kunnugt um að Héraðsdómur hefði í gær kveðið upp þann dóm að launahækkunin sem Kjaradómur úrskurðaði í fyrra skyldi víst falla dómurum í skaut enda stangaðist íhlutun löggjafans og framkvæmdavaldsins á við lög um sjálfstæði og óhæði dómara. Héraðsdómarar hafa 655 þúsund í dag en fá 699 þúsund eftir hækkunina nú. Hæstaréttardómarar höfðu 836 þúsund en fá 891 þúsund eftir hækkunina. Fái dómarar til viðbótar þau fimm komma fimm prósent sem ríkisvaldið felldi úr gildi í fyrra fá Héraðsdómarar, 732 þúsund krónur í laun og Hæstaréttardómarar 933 þúsund krónur. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn fengu vænar launahækkanir, samkvæmt ákvörðun Kjararáðs í dag. Sex komma fimm prósenta launahækkun fellur þeim í skaut. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem þeir fá, þessu til viðbótar, launahækkanir frá í fyrra sem ríkið afnumdi með lögum, til baka með dómsúrskurði. Kjararáð tók við í janúar af Kjaradómi og kjaranefnd sem áður kváðu upp úrskurði um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og embættismanna annarra en tollvarða og lögreglumanna. Tildrög breytinganna var óánægja með átta prósenta launahækkun sem ákveðin var á sama tíma í fyrra. Kjararáð hefur nú ákveðið að laun þeirra sem heyra undir ráðið, þar meðal þingmenn, ráðherrar, forseti og dómarar, skuli hækka um 3,6 prósent afturvirkt frá 1. október 2006 og aftur um 2,9 prósent um áramót. Í úrskurði ráðsins nú segir að hækkanirnar séu tilkomnar vegna mikilla launahækkana á vinnumarkaði. Úrskurðurinn nú hefur í för með sér að laun forseta Íslands hækka úr 1620 þúsund á mánuði í 1726 þúsund. Laun forsætisráðherra fara úr 966 þúsundum í eina milljón og þrjátíu þúsund. Aðrir ráðherrar höfðu 871 þúsund en fá 928 þúsund. Þingmenn höfðu fjögurhundruð áttatíu og fimm þúsund krónur en fá fimmhundruð og átján þúsund eftir hækkunina. Kjaradómur hafði ákveðið í fyrra að laun þeirra ættu að hækka um átta prósent en dómarar fengu bara hluta þeirra hækkunar, líkt og aðrir sem undir dóminn heyrðu, eða tvö komma fimm prósent vegna íhlutunar ríkisvaldsins. Dómarar detta í lukkupottinn þar sem úrskurðurinn féll áður en kjararáðsmönnum var kunnugt um að Héraðsdómur hefði í gær kveðið upp þann dóm að launahækkunin sem Kjaradómur úrskurðaði í fyrra skyldi víst falla dómurum í skaut enda stangaðist íhlutun löggjafans og framkvæmdavaldsins á við lög um sjálfstæði og óhæði dómara. Héraðsdómarar hafa 655 þúsund í dag en fá 699 þúsund eftir hækkunina nú. Hæstaréttardómarar höfðu 836 þúsund en fá 891 þúsund eftir hækkunina. Fái dómarar til viðbótar þau fimm komma fimm prósent sem ríkisvaldið felldi úr gildi í fyrra fá Héraðsdómarar, 732 þúsund krónur í laun og Hæstaréttardómarar 933 þúsund krónur.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira