Innlent

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Karlmaður var handtekinn á þriðja tímanum í nótt fyrir tilraun til innbrots í tölvuverslun í Álfheimum. Lögreglumenn komu að honum þar sem hann var að reyna að spenna hurðina upp. Þjófurinn fékk að gista fangageymslur lögreglunnar í nótt og verður yfirheyrður í dag.

Þá voru fjórir teknir fyrir hraðaakstur í borginni í nótt, þar af einn tvítugur piltur á sem var á rúmlega 140 kílómetra hraða á Sæbrautinni. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Óvenju lítið var um innbrot um páskahelgina að sögn lögreglu, til að mynda aðeins þrjú í heimahús, sem er svipað og um venjulega helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×