Innlent

Risarisarækjufyrirtæki í burðarliðnum?

Áætlanir um að koma á fót eldi á risarækju í krafti jarðvarma á Íslandi í samvinnu við nýsjálenskt fyrirtæki eru langt á veg komnar. Tilraunir hafa gefist mjög vel og gangi allt eftir verður hér til risafyrirtæki innan skamms sem áætlað er að velti hundruðum milljóna króna.

Fréttavefsíða einnar stærstu sjónvarpstöðpvar Nýja Sjálands segir frá því í gær að í burðarliðnum sé risasamningur þarlends fyrirtækis, New Zealand Prawns eða Nýsjálenskar risarækjur við íslenska aðila um uppbyggingu risarækjueldis á Íslandi. Ný Sjálenskar Rækjur er staðsett í Taupo og er eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum sem ræktar rækjur með því að nýta jarðvarma. Fyrirtækið hefur í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur, Stofnfisk, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða og Íslenska nýsköpun sett á laggirnar fyrirtækið Varmaeldi sem ætlað er að framleiða klakið og selja til þeirra sem kaupa vilja til risarækjueldis. Tilraunir með stofnrækju frá Nýja Sjálandi og nýtingu jarðvarma hér hafa gengið að óskum.

Varmaeldi á nú í viðræðum við íslenska fyrirtækið Seafood Trading sem ganga út á að hið síðarnefnda kaupi stofnrækjur og eldisformúluna. Rætt er um að fyrirtækið komi upp eldistjörnu í Ölfusum.

Egill Guðni Jónsson forstjóri Seafood Trading segir viðræðurnar enn á frumstigi. Nú sé verið að kanna kostnaðarþættina og arðsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×