Innlent

Um verðbólguskot að ræða ekki verðbólguskeið

Aflýsa þarf stóriðjuframkvæmdum og skattalækkunum ríkisstjórnarinnar ef halda á verðbólgu í skefjum á næstu misserum. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Hún segir að á Íslandi sé komið verðbólguskeið en ekki skot.

Stjórnarandstaðan fer mikinn þessa dagana í skatta og stóriðjuumræðu að mati viðskipta- og iðnaðarráðherra. Ráðherrann segir Samfylkinguna ýmist með eða á móti stóriðjuframkvæmdum, en aðallega fari það eftir því hvaða þingmenn sitji í þingsalnum hverju sinni. Þá er stjórnarandstaðan ekki hrifin af áætlunum ríkisstjórnarinnar um að lækka skatta um fjögur prósentustig en helmingur af því er þegar kominn til framkvæmda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að hætta við skattalækkanir, vilji menn halda verðbólgu í skefjum, hér sé ekki um að ræða verðbólguskot heldur verðbólguskeið. Því er iðnaðarráðherra ósammála. Hún segir að aðeins sé um verðbólguskot að ræða og að haldið verði áfram með áætlanir ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×