Innlent

Víða hátíðarguðþjónustur í dag

Hátíðarguðsþjónustur voru víða í kirkjum landsins í dag, páskadag. Páskarnir eru ein af helstu hátíðum kristinna manna en í dag er upprisu Jesú Krists minnst. Hjálmar Jónsson er prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann segir páskana í raun vera stærstu hátíðina í kristni. Þessi tími hafi breyst í það að vera mikil ferðahelgi en það sé þó ekki þar með sagt að helgin geti ekki verið haldin jafn hátíðleg og áður.

Hjálmar segir kirkjusókn um páskana hafa verið svipaða og síðustu ár. Opnunartími verslana og skemmtistaða hefur verið rýmkaður á þessum hátíðisdögum frá því sem áður var. Hjálmar segir þessa þróun ekki endilega jákvæða en hann telur mikilvægt að allir geti notið þess að eiga frí á þessum tíma.

Messað var um allt land í dag en í Hallgrímskirkju hófst guðþjónusta klukkan ellefu. Þar hlýddu kirkjugestir meðal annars á kammersveit og mótettukór Hallgrímskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×