Fleiri fréttir Sinubruna má líkja við hamfarir Sinubruna eins og varð á Mýrum má líkja við hamfarir að mati sérfræðings. Lífríki undir sinunni skaðast einnig en allt að hundrað þúsund smádýr hafa við á hverjum fermetra lands. 3.4.2006 17:38 Óvenjulegir farþegar með Norrænu Það voru heldur óvenjulegir farþegar sem komu með Norrænu til Færeyja í dag eða 3200 hænur sem sendar voru með skipinu frá Danmörku. Hænurnar sem eru fimmtán vikna gamlar munu búa á Velbastað eggjabúinu en gert er ráð fyrir að þær fari að verpa um páska. Eftir ellefu mánuði verða hænurnar svo sjósettar á ný með Norrænu en þá verða þær senda til slátrunar í Danmörku. 3.4.2006 17:32 Viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga verður flýtt Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. 3.4.2006 17:02 Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 16:58 Maður féll af hestbaki austan við Selfoss Maður féll af hestbaki austan við Selfoss í dag. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss til rannsókna en ekki er vitað með líðan hans. Þá valt bíll í Flóanum um áttaleitið í morgun en ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. 3.4.2006 16:50 Ástand baðvatns lakara í fyrra en árin tvö á undan Ástand baðvatns í sundlaugum og heitum pottum á landinu var slakara í fyrra en árin tvö á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 3.4.2006 16:45 Harður árekstur á Laugarvatnsvegi Árekstur varð milli sendiferðarbíls og vörubíls á Laugarvatnsvegi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tildrög slyssins eru óljós en vörubíllinn valt út fyrir vef og beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. 3.4.2006 16:41 Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. 3.4.2006 16:28 Íslenska Reyka vodkað söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni Íslenska Reyka vodkað var söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúarmánuði. Aldrei hefur nokkur vodkategund selst eins vel í Fríhöfninni og á svona stuttum tíma. 3.4.2006 16:08 Keyrt á stúlku við Dunhaga Keyrt var á stúlku í Dunhaga við Hagaskóla á níunda tímanum í morgun. Stúlkan, sem er fædd árið 1991, fór sjálf til skólahjúkrunarfræðings en hún var með áverka á höfði og hné. Stúlkan var síðan flutt á slysadeild til skoðunnar en ekki er vitað um líðan hennar. 3.4.2006 16:02 Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni Fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem er sérþjálfað í niðurrifi herstöðva, kemur hingað til lands í vikunni til að rífa niður stjórnstöðvar hersins og fleira. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er um að ræða allt að 200 manna lið, sem meðal annars mun rífa niður tvær af þremur stjórnstöðvum hersins á Keflavíkurflugvelli. 3.4.2006 15:57 Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. 3.4.2006 15:54 Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða á Suðurlandsvegi í vikunni en þar er 90 km hámarkshraði. Þá voru fimm aðrir ökumenn einnig stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sömu slóðum. Þá valt jeppi á Sólheimaheiði. Ökumaður hans hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Bíll hans er ónýtur eftir veltuna. 3.4.2006 15:45 Herflugvél með sautján manns um borð brotlenti Flugvél með sautján manns um borð brotlenti nærri herflugvelli í Dover í Bandaríkjunum fyrr í dag. Ekki hefur enn verið staðfest hvort og þá hversu margir létu lífið. 3.4.2006 14:42 Icelandair Cargo tekur fjórðu fraktvélina í notkun Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group, fékk fjórðu Boeing 757-200 fraktvél félagsins til landsins um helgina. Flugvélin er leigð til sex ára en henni var breytt úr farþegarflugvél í Bandaríkjunum. 3.4.2006 14:03 Börn þvinguð til herþjónustu í Nepal Mannréttindasamtökin Human Rights Watch eða Mannréttindavaktin sakar uppreisnarmenn maóista, sem berjast fyrir sósíalísku ríki í Nepal, um að ræna börnum og þvinga þau til herþjónustu. 3.4.2006 14:00 Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs. 3.4.2006 13:52 Mikið um umferðarlagabrot Frá hádegi á föstudaginn til mánudagsmorguns hafði lögreglan í umdæmi Álftaness, Garðabæ og Hafnarfirði afskipti af 48 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum. Þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt um heldina en þau voru öll slysalaus. 3.4.2006 13:34 Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Þá hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns. 3.4.2006 13:24 Stefnir í setuverkfall í vikunni Ekkert hefur þokast í kjarabaráttu ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilum aldraðra. Það stefnir því allt í tveggja sólarhringa setuverkfall síðar í vikunni. 3.4.2006 13:08 Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. 3.4.2006 12:45 Fjórtán létu lífið í hvirfilbyljum Að minnsta kosti fjórtán hafa látist í hvirfilbyljum í Bandaríkjunum í gær og í dag. Óttast er að fleiri kunni að finnast látnir. 3.4.2006 12:29 Hundruðir yfirgefa heimili sín Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að stífla gaf sig í bænum Duernkrut í Austurríki. En stíflan er í ánni March sem er við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Stíflan gaf sig í nótt eftir mikla vatnavexti. Vatn umlykur um helming bæjarins Duernkurt en fjöldi manna vinnur að björgunarstarfi. 3.4.2006 12:27 Hvetja Íraka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvöttu Íraka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst en þau eru nú stödd í Írak. Andstaða gegn Íraksstríðinu magnast í Bandaríkjunum. 3.4.2006 12:21 Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 12:19 Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. 3.4.2006 12:15 Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna. 3.4.2006 11:47 Eldur á BUGL Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut um klukkan hálf ellefu í morgun. Kveikt hafði verið í handþurrkum á baðherbergi í kjallara hússins. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn. 3.4.2006 10:55 Sven Dam skipaður forstjóri Media Scandinavia Sven Dam var skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S í gær. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Dam mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku samhliða því að kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. 3.4.2006 10:32 Þriðjungs hækkun milli ára Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hækkaði tvöfalt meira á hvern fermetra milli áranna 2004 og 2005 en það gerði á Norðurlandi eystra þar sem hækkunin var minnst. 3.4.2006 10:11 Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. 3.4.2006 09:58 Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 3.4.2006 09:45 Íbúar í Reykjanesbæ greiða lægstu fasteignaskattana Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa eru lægstar í Reykjanesbæ samkvæmt útreikningum ASÍ. Greint er frá þessu á heimasíðu Reykjanesbæjar. Samanburður ASÍ nær til átta stærstu sveitafélaga landsins og borin voru saman árin 2003 til 2006. 3.4.2006 09:30 Tuttugu manns fórust í sprengingu í Kína Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og níu er saknað eftir að sprenging varð í sprengiefnaverksmiðju í Kína. Tugir björgunarsveitarmanna reyna nú að ná til þeirra sem enn eru inni í rústum hússins. Verksmiðjan er í borginni Zhaoyuan í austurhluta Kína. 3.4.2006 09:30 Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 3.4.2006 09:02 Banaslys við Kárahnjúka Banaslys varð við Kárahnjúka á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar grafa valt. Samkvæmt fyrstu upplýsingum var maðurinn íslenskur og starfsmaður Suðurverks. Slysið varð við Desjárstíflu en þetta er þriðja banaslysið við virkjunarframkvæmdirnar. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið varð. 3.4.2006 08:45 Um 30.000 manns á sýningunni Matur 2006 Talið er að um 30.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna Matur 2006 í Fífunni um helgina. Fjölmörg fyritæki kynntu þar þjónustu sína auk þess sem þar voru haldnar hinar ýmsu keppnir. 3.4.2006 08:30 Sprunga í framrúðu Breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá flugfélaginu Max Jeat, á leið frá London til New York, var lent á Keflavíkurflugvelli í gærdag eftir að sprunga myndaðist í ytra byrði einnar framrúðu vélarinnar þegar hún var stödd skammt frá landinu. Flugmennirnir lækkuðu þegar flugið og lentu heilu og höldnu. Ekki var talið hættuástand um borð og var því ekki gripið til sérstakra ráðstafana á vellinum. Vél frá sama félagi sótti farþegana til Keflavíkur í gærkvöldi, en gert verður biluðu vélina hér. 3.4.2006 08:15 Jóhannesar Páls páfa minnst Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við Vatíkanið í Róm í gærkvöldi til að minnast þess að ár er liðið frá því Jóhannes Páll páfi annar féll frá. Fólkið kveikti á kertum og bað fyrir páfa. 3.4.2006 08:15 Sinueldar á Stokkseyri Sinueldur gaus upp vestan við Stokkseyri um tvöleitið í nótt og var slökkviliðið á Selfossi þegar hvatt á vettavng. Ráðist var gegn eldinum af mikilli einurð til þess að hann næði ekki útbreiðslu, enda hafa sunnlendingar verið kvíðnir síðustu dagana um að eins gæti farið á Suðurlandi og í Borgarflirði. Slökkvistarfið gekk vel og bíða sunnlendingar nú átekta eftir að úrkoma fari að falla síðdegis í dag 3.4.2006 08:00 Stangveiði fer vel af stað Stangveiðin fór vel af stað austur í Skaftafellssýslum um helgina þótt ísrek væri víða í ám og lækjum og að veiðimenn þyrftu sumstaðar að brjóta ís til að kom færum sínum í vatn. Tungulækur tók mjög vel við sér og gaf vel á annað hundrað fiska um helgina. 3.4.2006 07:49 Erfitt gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Taílandi Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Taílandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í landinu og fylgismenn hennar skiluðu auðu í kosningunum til að leggja áherslu á óánægju sína. 3.4.2006 07:45 Grunur leikur á íkveikju Eldur var kveiktur í rusli við hlið iðnaðar- og verslunarhúss við Fossaleyni uppúr klukkan eitt í nótt en slökkvilið náði að slökkva hann áður en hann næði að læsa sig í húsið. Nokkrum minútum síðar var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss þar skammt frá og gekk greiðlega að slökkva hann. Grunur leikur á að þar hafi eldfimur vökvi verið notaður til að glæða eldinn. 3.4.2006 07:34 Eins hreyfils véll rann út af flugbrautinni Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tíu í gærkvöldi með þeim afleilðingujm að húnn rann út af flugbrautinni og lenti þar á rafmagnskassa. Flugmanninn sakaði ekki en bæða flugvélin og rafmagnskassin eru skemmd. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugmaðurinn missti sjtórn á vélinni. 3.4.2006 07:33 Engin slys á fólki Fjögurra sæta flugvél af gerðinni Cherokee nauðlenti á túni við bæinn Víði við Þingvallaveg í Mosfellsdal um klukkan 20:20 í kvöld. Þrír farþegar voru í flugvélinni en engan sakaði. 2.4.2006 21:14 Sjá næstu 50 fréttir
Sinubruna má líkja við hamfarir Sinubruna eins og varð á Mýrum má líkja við hamfarir að mati sérfræðings. Lífríki undir sinunni skaðast einnig en allt að hundrað þúsund smádýr hafa við á hverjum fermetra lands. 3.4.2006 17:38
Óvenjulegir farþegar með Norrænu Það voru heldur óvenjulegir farþegar sem komu með Norrænu til Færeyja í dag eða 3200 hænur sem sendar voru með skipinu frá Danmörku. Hænurnar sem eru fimmtán vikna gamlar munu búa á Velbastað eggjabúinu en gert er ráð fyrir að þær fari að verpa um páska. Eftir ellefu mánuði verða hænurnar svo sjósettar á ný með Norrænu en þá verða þær senda til slátrunar í Danmörku. 3.4.2006 17:32
Viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga verður flýtt Ákveðið hefur verið að flýta viðbótarstækkun Norðuráls á Grundartanga en verkefnið mun auka framleiðslugetu álversins úr 220.000 tonnum á ári í 260.000 tonn. 3.4.2006 17:02
Óttast ekki andstöðu við frumvarpið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 16:58
Maður féll af hestbaki austan við Selfoss Maður féll af hestbaki austan við Selfoss í dag. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss til rannsókna en ekki er vitað með líðan hans. Þá valt bíll í Flóanum um áttaleitið í morgun en ökumaður sem var einn í bílnum var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. 3.4.2006 16:50
Ástand baðvatns lakara í fyrra en árin tvö á undan Ástand baðvatns í sundlaugum og heitum pottum á landinu var slakara í fyrra en árin tvö á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 3.4.2006 16:45
Harður árekstur á Laugarvatnsvegi Árekstur varð milli sendiferðarbíls og vörubíls á Laugarvatnsvegi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tildrög slyssins eru óljós en vörubíllinn valt út fyrir vef og beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út. 3.4.2006 16:41
Eldur í íbúðarhúsi að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru. 3.4.2006 16:28
Íslenska Reyka vodkað söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni Íslenska Reyka vodkað var söluhæsta vodkategundin í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í febrúarmánuði. Aldrei hefur nokkur vodkategund selst eins vel í Fríhöfninni og á svona stuttum tíma. 3.4.2006 16:08
Keyrt á stúlku við Dunhaga Keyrt var á stúlku í Dunhaga við Hagaskóla á níunda tímanum í morgun. Stúlkan, sem er fædd árið 1991, fór sjálf til skólahjúkrunarfræðings en hún var með áverka á höfði og hné. Stúlkan var síðan flutt á slysadeild til skoðunnar en ekki er vitað um líðan hennar. 3.4.2006 16:02
Bandaríkjamenn hefja niðurrif í vikunni Fjölmennt lið Bandaríkjamanna, sem er sérþjálfað í niðurrifi herstöðva, kemur hingað til lands í vikunni til að rífa niður stjórnstöðvar hersins og fleira. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er um að ræða allt að 200 manna lið, sem meðal annars mun rífa niður tvær af þremur stjórnstöðvum hersins á Keflavíkurflugvelli. 3.4.2006 15:57
Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu. 3.4.2006 15:54
Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða á Suðurlandsvegi í vikunni en þar er 90 km hámarkshraði. Þá voru fimm aðrir ökumenn einnig stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sömu slóðum. Þá valt jeppi á Sólheimaheiði. Ökumaður hans hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Bíll hans er ónýtur eftir veltuna. 3.4.2006 15:45
Herflugvél með sautján manns um borð brotlenti Flugvél með sautján manns um borð brotlenti nærri herflugvelli í Dover í Bandaríkjunum fyrr í dag. Ekki hefur enn verið staðfest hvort og þá hversu margir létu lífið. 3.4.2006 14:42
Icelandair Cargo tekur fjórðu fraktvélina í notkun Icelandair Cargo, dótturfélag Icelandair Group, fékk fjórðu Boeing 757-200 fraktvél félagsins til landsins um helgina. Flugvélin er leigð til sex ára en henni var breytt úr farþegarflugvél í Bandaríkjunum. 3.4.2006 14:03
Börn þvinguð til herþjónustu í Nepal Mannréttindasamtökin Human Rights Watch eða Mannréttindavaktin sakar uppreisnarmenn maóista, sem berjast fyrir sósíalísku ríki í Nepal, um að ræna börnum og þvinga þau til herþjónustu. 3.4.2006 14:00
Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs. 3.4.2006 13:52
Mikið um umferðarlagabrot Frá hádegi á föstudaginn til mánudagsmorguns hafði lögreglan í umdæmi Álftaness, Garðabæ og Hafnarfirði afskipti af 48 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum. Þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt um heldina en þau voru öll slysalaus. 3.4.2006 13:34
Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Þá hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns. 3.4.2006 13:24
Stefnir í setuverkfall í vikunni Ekkert hefur þokast í kjarabaráttu ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilum aldraðra. Það stefnir því allt í tveggja sólarhringa setuverkfall síðar í vikunni. 3.4.2006 13:08
Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. 3.4.2006 12:45
Fjórtán létu lífið í hvirfilbyljum Að minnsta kosti fjórtán hafa látist í hvirfilbyljum í Bandaríkjunum í gær og í dag. Óttast er að fleiri kunni að finnast látnir. 3.4.2006 12:29
Hundruðir yfirgefa heimili sín Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir að stífla gaf sig í bænum Duernkrut í Austurríki. En stíflan er í ánni March sem er við landamæri Austurríkis og Slóvakíu. Stíflan gaf sig í nótt eftir mikla vatnavexti. Vatn umlykur um helming bæjarins Duernkurt en fjöldi manna vinnur að björgunarstarfi. 3.4.2006 12:27
Hvetja Íraka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvöttu Íraka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst en þau eru nú stödd í Írak. Andstaða gegn Íraksstríðinu magnast í Bandaríkjunum. 3.4.2006 12:21
Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið. 3.4.2006 12:19
Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. 3.4.2006 12:15
Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna. 3.4.2006 11:47
Eldur á BUGL Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut um klukkan hálf ellefu í morgun. Kveikt hafði verið í handþurrkum á baðherbergi í kjallara hússins. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn. 3.4.2006 10:55
Sven Dam skipaður forstjóri Media Scandinavia Sven Dam var skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S í gær. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Dam mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku samhliða því að kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. 3.4.2006 10:32
Þriðjungs hækkun milli ára Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hækkaði tvöfalt meira á hvern fermetra milli áranna 2004 og 2005 en það gerði á Norðurlandi eystra þar sem hækkunin var minnst. 3.4.2006 10:11
Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. 3.4.2006 09:58
Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 3.4.2006 09:45
Íbúar í Reykjanesbæ greiða lægstu fasteignaskattana Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa eru lægstar í Reykjanesbæ samkvæmt útreikningum ASÍ. Greint er frá þessu á heimasíðu Reykjanesbæjar. Samanburður ASÍ nær til átta stærstu sveitafélaga landsins og borin voru saman árin 2003 til 2006. 3.4.2006 09:30
Tuttugu manns fórust í sprengingu í Kína Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og níu er saknað eftir að sprenging varð í sprengiefnaverksmiðju í Kína. Tugir björgunarsveitarmanna reyna nú að ná til þeirra sem enn eru inni í rústum hússins. Verksmiðjan er í borginni Zhaoyuan í austurhluta Kína. 3.4.2006 09:30
Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 3.4.2006 09:02
Banaslys við Kárahnjúka Banaslys varð við Kárahnjúka á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar grafa valt. Samkvæmt fyrstu upplýsingum var maðurinn íslenskur og starfsmaður Suðurverks. Slysið varð við Desjárstíflu en þetta er þriðja banaslysið við virkjunarframkvæmdirnar. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið varð. 3.4.2006 08:45
Um 30.000 manns á sýningunni Matur 2006 Talið er að um 30.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna Matur 2006 í Fífunni um helgina. Fjölmörg fyritæki kynntu þar þjónustu sína auk þess sem þar voru haldnar hinar ýmsu keppnir. 3.4.2006 08:30
Sprunga í framrúðu Breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá flugfélaginu Max Jeat, á leið frá London til New York, var lent á Keflavíkurflugvelli í gærdag eftir að sprunga myndaðist í ytra byrði einnar framrúðu vélarinnar þegar hún var stödd skammt frá landinu. Flugmennirnir lækkuðu þegar flugið og lentu heilu og höldnu. Ekki var talið hættuástand um borð og var því ekki gripið til sérstakra ráðstafana á vellinum. Vél frá sama félagi sótti farþegana til Keflavíkur í gærkvöldi, en gert verður biluðu vélina hér. 3.4.2006 08:15
Jóhannesar Páls páfa minnst Tugir þúsunda manna söfnuðust saman við Vatíkanið í Róm í gærkvöldi til að minnast þess að ár er liðið frá því Jóhannes Páll páfi annar féll frá. Fólkið kveikti á kertum og bað fyrir páfa. 3.4.2006 08:15
Sinueldar á Stokkseyri Sinueldur gaus upp vestan við Stokkseyri um tvöleitið í nótt og var slökkviliðið á Selfossi þegar hvatt á vettavng. Ráðist var gegn eldinum af mikilli einurð til þess að hann næði ekki útbreiðslu, enda hafa sunnlendingar verið kvíðnir síðustu dagana um að eins gæti farið á Suðurlandi og í Borgarflirði. Slökkvistarfið gekk vel og bíða sunnlendingar nú átekta eftir að úrkoma fari að falla síðdegis í dag 3.4.2006 08:00
Stangveiði fer vel af stað Stangveiðin fór vel af stað austur í Skaftafellssýslum um helgina þótt ísrek væri víða í ám og lækjum og að veiðimenn þyrftu sumstaðar að brjóta ís til að kom færum sínum í vatn. Tungulækur tók mjög vel við sér og gaf vel á annað hundrað fiska um helgina. 3.4.2006 07:49
Erfitt gæti reynst að mynda ríkisstjórn í Taílandi Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Taílandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í landinu og fylgismenn hennar skiluðu auðu í kosningunum til að leggja áherslu á óánægju sína. 3.4.2006 07:45
Grunur leikur á íkveikju Eldur var kveiktur í rusli við hlið iðnaðar- og verslunarhúss við Fossaleyni uppúr klukkan eitt í nótt en slökkvilið náði að slökkva hann áður en hann næði að læsa sig í húsið. Nokkrum minútum síðar var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss þar skammt frá og gekk greiðlega að slökkva hann. Grunur leikur á að þar hafi eldfimur vökvi verið notaður til að glæða eldinn. 3.4.2006 07:34
Eins hreyfils véll rann út af flugbrautinni Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tíu í gærkvöldi með þeim afleilðingujm að húnn rann út af flugbrautinni og lenti þar á rafmagnskassa. Flugmanninn sakaði ekki en bæða flugvélin og rafmagnskassin eru skemmd. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugmaðurinn missti sjtórn á vélinni. 3.4.2006 07:33
Engin slys á fólki Fjögurra sæta flugvél af gerðinni Cherokee nauðlenti á túni við bæinn Víði við Þingvallaveg í Mosfellsdal um klukkan 20:20 í kvöld. Þrír farþegar voru í flugvélinni en engan sakaði. 2.4.2006 21:14