Innlent

Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi

Mynd/Vilhelm

Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. Mikið lán sé að enginn hafi hlotið skaða í átökunum við eldinn og eignatjón hafi verið í lágmarki. Tíminn verði svo að leiða í ljós þau áhrif sem sinubruninn hefur á lífríki á svæðinu og æskilegt sé að hefja rannsóknir sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×