Innlent

Ástand baðvatns lakara í fyrra en árin tvö á undan

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stefán

Ástand baðvatns í sundlaugum og heitum pottum á landinu var slakara í fyrra en árin tvö á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. Þar segir að rannsakaður hafi verið heildargerlafjöldi í 37 stiga heitu vatni í ýmsum sundlaugum og heitum pottum á landinu ásamt hlutfalli kólígerla, sýrustigi og klórmagni. Niðurstöður leiði í ljós að 23 prósent sýna stóðust ekki kröfur baðvatnsreglugerðar. Staðan er þó betri en árin 2001 og 2002 en þá stóðust 28 og 30 prósent sýna ekki kröfur reglugerðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×