Erlent

Óvenjulegir farþegar með Norrænu

Mynd/Hari

Það voru heldur óvenjulegir farþegar sem komu með Norrænu til Færeyja í dag eða 3200 hænur sem sendar voru með skipinu frá Danmörku. Hænurnar sem eru fimmtán vikna gamlar munu búa á Velbastað eggjabúinu en gert er ráð fyrir að þær fari að verpa um páska. Eftir ellefu mánuði verða hænurnar svo sjósettar á ný með Norrænu en þá verða þær senda til slátrunar í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×