Innlent

Sven Dam skipaður forstjóri Media Scandinavia

Sven Dam var skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S í gær. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Dam mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku samhliða því að kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. Dam hefur mikla reynslu af starfi á fjölmiðlum og stjórnun fyrirtækja bæði á dönskum og alþjóðlegum mörkuðum svo sem Jyllands Posten og Metro International. Fyrsta verkefni hans mun verða að koma á fót daglegu fríblaði í Danmörku í líkingu við Fréttablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×