Innlent

Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða

Tveir ökumenn mældust á 155 og 150 km hraða á Suðurlandsvegi í vikunni en þar er 90 km hámarkshraði. Þá voru fimm aðrir ökumenn einnig stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sömu slóðum. Þá valt jeppi á Sólheimaheiði. Ökumaður hans hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Bíll hans er ónýtur eftir veltuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×