Innlent

Sinubruna má líkja við hamfarir

Sinubruna eins og varð á Mýrum má líkja við hamfarir að mati sérfræðings. Lífríki undir sinunni skaðast einnig en allt að hundrað þúsund smádýr hafa við á hverjum fermetra lands.

 

Svört og sviðin jörð blasir við á stóru svæði á Mýrum og eins á Kjalarnesi, en þessi sýnilegu merki eru ekki eina tjónið sem verður við sinubruna á við það sem geisað hefur undanfarna daga. Árni Davíðsson hefur rannsakað sinubruna og áhrif á lífríki. Hann segir að á eins fermetra svæði séu um eitt hundrað þúsund skordýr. Hann líkir ástandinu á Mýrum við hamfarir, auk þess sem mikil loftmengun fylgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×